Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2001, Side 7

Freyr - 01.03.2001, Side 7
Brúnar svissneskar kýr úða í sig nýslegnu grængresi í fjósinu hjá Köbi Treichler en hann rekur nautgripabúskap í félagi við tvo aðra bændur. Allar mjólkurkýrnar, 53 að tölu, eru í fjósi hans, hinir sjá um kálfauppeldi og nautakjötsframleiðslu (Limousin einblendingar). Meðal ársnyt er 5500 kg en stefnt er að 6000 kg í lok lífrænnar aðlögunar. Mjólk fer í ostagerð á 16% hærra verði en hefðbundin mjólk. Gróffóður er notað til hins ítrasta, hey að vetrinum, og aðeins 200 kg af fóðurbæti á kú á ári. Dýralæknakostnaður er svo til enginn og eingöngu notuð óhefðbundin lyf (smáskammtalækningar). Alþjóðasamtök lífrænna landbún- aðarhreyfinga- aðsetur á miðstöð- inni og starfslið hennar undirbjó fyrstu vísindaráðstefnuna IFOAM sem haldin var í Sissach í Sviss árið 1977. Einnig sá starfsfólk mið- stöðvarinnar í Frick nú um skipu- lagningu ráðstefnunnar í Basel og leysti það starf vel af hendi. For- stjórinn, dr. Urs Niggli, gegndi þar greinilega lykilhlutverki. Þótt þungamiðja starfsemi þessarar glæsilegu miðstöðvar sé á staðnum sjálfum eiga sérfræðingar þar mik- ið samstarf við lífræna bændur við lausn ýmissa vandamála heima á búunum. Þegar unnið er að slíkum „dreifðum" rannsóknum greiða bændurnir ekki sérfræðingum enda um töluverða vinnu við gagnasöfn- un og jafnvel afurðatjón að ræða. Aftur á móti greiða bændur fyrir hreinar einstaklingsleiðbeiningar. Langtímaáhrif lífrænnar ræktunar Auk þess að stunda hagnýtar til- raunir og leiðbeiningar sinna sér- fræðingar á miðstöðinni í Frick margvíslegum grunnrannsóknum á lífrænni ræktun, svo sem á ýmsum eiginleikum jarðvegs, hringrás nær- ingarefna og gæðum safnhauga. Flér verður aðeins vikið í stuttu máli að niðurstöðum dreifðra lang- tímatilrauna sem hófust árið 1978 og stóðu í 21 ár, svokallaður „DOK“ tilraunir. Bomar vom saman þrenns konar ræktunaraðferði, þ.e. lífefldar, lífrænar (án tilbúins áburðar) og hefðbundnar (með tilbúnum áburði). Hvað lífefldu og lífrænu liðina varðar var fylgt hinum opinbem svissnesku reglum sem em innan alþjóðlegs ramma, líkt og þær íslensku. í hefðbundna liðnum var þess gætt að hafa áburðar- og aðra efnanotkun hóflega svo sem tíðkast í vistvænum búskap í Sviss. Fylgt var sömu sáðskiptaáætlun í öllum liðum og sömu tegundir nytjajurta vom ræktaðar, þ.e. gras, smári, hveiti, bygg, grænfóður, rófur, hvítkál, soyabaunir og maís. Þama er mun hlýrra en á íslandi eða 9,5°C meðalárshiti. Helstu niðurstöður vom eftirfarandi: * Lífræn ræktun gaf um 20% rninni uppskeru á hektara en hefðbundin ræktun með tilbún- um áburði og eiturefnum. Aftur á móti var kostnaður við áburð og önnur aðföng 60% rninni í lífrænu ræktuninni. * Lífræna ræktunin var vinnufrek- ari en sú hefðbundna. Þótt orku- kostnaður vegna véla og tækja væri heldur meiri við lífræna ræktun var hann mun lægri en í hefðbundnu ræktuninni þegar tekið var tillit til þeirrar orku sem fer í framleiðslu tilbúins áburðar og eiturefna. Hans og Sandra Braun á Lehenhof rækta m.a. maís til votheysverkunar fyrir mjólkurkýr og hross. Til vinstri sést hefðbundinn maísakur nágranna þeirra sem fær tilbúinn áburð en t.h. er lífræni maísakurinn þeirra sem gefur nær eins mikla uppskeru. Framan við hann er belti með „ villtum“ gróðri sem nýtur ríkisframlags vegna þess að hann bætir lífsskilyrði skordýra í dalnum sem er í rúmlega 400 metra hæð yfir sjávarmáli. (Ljósm. höfundur). pRÉVR 2/2001 - 7

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.