Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2001, Side 29

Freyr - 01.03.2001, Side 29
Þjóðverjar hafna erfðabreytingum í landbúnaði Gerhard Schröder, kansl- ari Þýskalands, hefur stöðvað þriggja ára rannsóknarverkefni um ræktun á erfðabreyttum maís, þangað til annað verður ákveðið. Líta má á þessa ákvörðun sem upphaf að nýrri stefnu ríkisstjórn- ar hans í landbúnaðarmálum sem hefur það að markmiði að halda landbúnaðinum sem náttúrlegust- um. Stjórnin hefur á hinn bóginn ekki hafnað erfðafræðirannsókn- um af þessu tagi, þeim skal ein- ungis haldið utan við landbúnað- inn. Þessari ákvörðun er ætlað að endurreisa traust neytenda á þýskri matvælaframleiðslu sem og að stíga skref í átt til eðlilegra bú- skaparhátta. Fræ- og útsæðisfyrirtækið Kleinwanzlebener Saagut tilkynnti nokkrum dögum eftir þessa ákvörðun að fyrirtækið hafi ákveð- ið að hætta að selja fræ af erfða- breyttum afbrigðum nytjajurta í Þýskalandi. Þetta fyrirtæki hafði hins vegar fram að þessu sérhæft sig í sölu á erfðabreyttu útsæði. Almenningur í Þýskalandi hefur verið mjög andvígur matvælum sem framleidd hafa úr erfða- breyttu hráefni. Mörg ár eru síðan íjöldi fyrirtækja neyddist til að taka af markaði slík matvæli. Eftir að kúariðufaraldurinn kom upp hefur umræða um þann sjúk- dóm mjög blandast inn í fyrir- nefnda umræðu og aukið á áhyggjur þýskra stjórnmála- manna. Þeir vilja ekki gera sömu mistökin og Frakkar sem heimil- uðu ræktun á erfðabreyttum maís á sama tíma og kúariðu var þar í hámarki í nóvember á síðasta ári. Franska ríkisstjórnin aflétti þá tveggja ára gömlu banni á ræktun og sölu á erfðabreyttum maís en bannið var talið stríða gegn regl- um ESB. Þessi ákvörðun frönsku ríkisstjórnarinnar vakti gífurleg mótmæli í Frakklandi, jafnt innan landbúnaðarins sem hjá umhverf- issamtökum. Innan ESB er nú þegar leyfð ræktun á nokkrum erfðabreyttum afbrigðum jurta til matvælafram- leiðslu. Hér er um að ræða af- brigði af sojabaunum, maís og rapsi. Þá er leyfð ræktun á erfða- breyttum bakteríum sem notaðar eru til framleiðslu fæðubótaefna og fleiri efna, svo sem B-vítamíns. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfismálastofnun í Austur- ríki fækkaði umsóknum um rækt- un erfðabreyttra jurta innan ESB verulega á síðasta ári, 2000. Það ár bárust einungis 120 umsóknir en 204 árið áður og 189 árið 1998. Frá því farið var að sækja um þessi leyfi í ESB. árið 1991, hafa alls 652 umsóknir verið lagðar inn, en ekki liggja fyrir upplýs- ingar um það hve mörg erfða- breytt afbrigði hafa raunverulega verið tekin í ræktun. (Landsbygdens Folk, nr. 6/2001). Við skógrækt, sem er ekkert annað en gróðurframvinda, verða breyt- ingar yfirleitt hægfara þar sem skógur er a.m. k. áratug að byrja að valda breytingum og marga áratugi að klára. Þá er skógrækt mun minni breyting fyrir flestar lífveru- tegundir en t.d. gerð uppistöðulóns eða vegagerð. Breytingar eru mestar á þeim blettum, þar sem skógur verður ræktaður, en mun minni á landslagsvísu og áhrifin jafnvel öfug, þ.e. fjölbreytni kann að minnka innan skógarreita en aukast í landslaginu með tilkomu skóga, ekki vegna þeirrar viðbótar sem trjátegundirnar eru, heldur af því að nýtt vistkerfi bætist í lands- lagið sem verður búsvæði fyrir margar tegundir, flestar innlendar. Eðli málsins samkvæmt eru flest- ar þær lífverutegundir, sem hopa af skógræktarsvæðum, algengar og því ólíklegt að skógrækt sú sem fyrirhuguð er á næstu 40 árum hafi afgerandi áhrif á stofnstærðir þeirra. Ekki er þó hægt að útiloka að skógrækt breyti umhverfí sjald- gæfra lífverutegunda og eru það þær sem áherslu þarf að leggja á að vemda. Forðast verður að rækta skóg á fundarstöðum sjaldgæfra lífveru- tegunda eða í nágrenni þeirra. Við áætlanagerð þarf að hafa hliðsjón af válistum Náttúrufræðistofnunar Islands um sjaldgæfar tegundir og kanna hvort um þekktan fundarstað sé að ræða. Ekki er víst að skóg- rækt sé endilega slæm fyrir allar tegundir sjaldgæfra lifvera. Sumar finnast einkum í skóglendi og eru sjaldgæfar af því að skógar eru sjaldgæfir á Islandi. Komi í Ijós að skógur valdi ófyr- irséðum neikvæðum áhrifum eða sýnt að hann þjóni ekki tilgangi sínum getur verið nauðsynlegt að fjarlægja skóginn. Þann lærdóm má draga af sögu samskipta mans og náttúru, ekki síst á íslandi, að auðveldara er að eyða skógi en að rækta nýjan. Áhrif skógræktar verða að fullu afturkræf. Til upplýsinga Meirihluti greina í þessu blaði tengist Ráðunautafundi 2001. Greinar, sem höfundar hafa breytt eftir fundinn, eru þó ekki merktar fundinum. Ritstj. FR€VR 2/2001 - 29

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.