Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 2

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 2
ESB og Bandaríkin ræða viðskiptamál Viðskiptastjóri ESB, Pascal Lamy, og við- skiptaráðherra Banda- ríkjanna, Robert Zoel- lick, kornu saman til fundar dagana 8. og 9. mars sl. Þetta er fyrsti fundur æðstu stjórnenda viðskipta- mála Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eftir að ný ríkis- stjóm tók þar við völdum í kjölfar þess að George W. Bush var kosinn forseti Bandaríkjanna. Að loknum fundi efndu Lamy og Zoellick til blaðamannafundar, þar sem fram kom að þeir hefðu lagt áherslu á þau mál sem sameinaði þá og nefndu í því sambandi sam- eiginleg hagsmunamál þeirra í næstu umræðulotu Alþjóða við- skiptastofnunarinnar, WTO. í því sambandi var nefnd þörfin á að auka skilning þróunarlanda á að jákvætt sé að auka frelsi í viðskipt- um. Þar var m.a. nefnt sem dæmi áhugi á að auka aðgang að lyfjum í þessum löndum og þá einkum lyfj- um gegn eyðni. Zoellick og Lamy drógu ekki dul á að Bandaríkin og ESB hafi mjög ólíkar skoðanir á ýmsum málum landbúnaðarins. Þar má nefna af- stöðu til bananainnflutnings til ESB, þar sem ESB veitir löndum í Karabíska hafinu forgang að mörk- uðum sínum fram fyrir Bandaríkin, hormónanotkun í búfjárrækt, þar sem Bandaríkin aðhyllast meira frelsi en ESB, innflutningsbann vegna gin- og klaufaveiki og notk- un erfðabreyttra matvæla. Þessi mál voru þó ekki nefnd berum orð- um. Fyrir fundinn hafði Zoellick sagt á fundi í viðskiptanefnd Fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings að ef ESB breytir ekki reglum sínum um ban- anainnflutning eigi Bandaríkin ekki annars úrkosta en að leggja refsi- tolla á einhverja vöruflokka sem ESB flytur inn til Bandaríkjanna. Þing Bandaríkjanna veitti heimild til þess á sl. ári að leggja á slfka refsitolla bæði vegna bananaút- flutnings og útflutnings þeirra á nautakjöti af gripum sem hafa fengið hormónameðferð. Stjórn Clintons hafði þó ekki beitt þessum heimildum. Ríkisstjóm Republikana hefur nú hins vegar látið meira vita af sér í þessum efnum og Bush forseti vill fá umboð þingsins til að koma á nýjum viðskiptasamningi við út- lönd þar sem hagsmuna Bandaríkj- anna sé betur gætt, svokallaður „Trade-negotiating authority“, áður nefndur “fast track”. Bandaríkjaþing hefur árum saman verið ófært um að setja slík lög vegna deilna milli republikana og demókrata um það hvernig vinnumálum (svo sem vinnu barna í fátækum löndum) og um- hverfismálum skuli háttað í slík- um samningi. Bæði ESB og Bandaríkin eiga mikilla hagsmuna að gæta á næsta ráðherrafundi innan WTO, sem haldinn verður í Qatar í nóvember nk., að sýna gott fordæmi og forð- ast að leggja á refsitolla. Ef Banda- ríkin hefja leikinn með því að leggja á slíka tolla þegar ESB ákveður nýjar reglur um innflutn- ing banana, þrátt fyrir mótmæli Bandaríkjanna, getur ESB illa stað- ist þá freistingu að leggja slíka tolla á innflutning frá Bandaríkjunum vegna lækkaðra skatta á þarlend út- flutningsfyrirtækin og þar með er viðskiptastríð milli landanna kóm- ið á fullt, en það er nokkuð sem báðir aðilar vilja án efa forðast að hafa gerst á fundinum í Qatar. (Intemationella Perspektiv, nr. 11/2001). Altalað á kaffistofurmi Að loknu Búnaðarþingi 2001 Kctrlar í stjóminni keppast að laga Svo sem áður hefur Georg á Kjörseyri, fulltrúi Stranda- manna á búnaðarþingi, tekið að sér að gefa þinginu stutta en lag- góða umsögn í bundnu máli að þingi loknu. Að þessu sinni er hún eftirfarandi: Eftir formannskjör varð þetta til: Bœndasamtökin lúta því lúni að leiðsögnin fer nokkuð djúpt. I farabroddi er gamli Grdni, ganglagið öruggt en hrjúft. Svo var kosin ný stjórn og þá komu ný andlit inn í stjómina. kyntöfra sína og lund. Því brdtt munu Sólrún og Sigríður Braga setjast með þeim d fund. Starfsfólk Bændasamtakanna vann sem fyrr frábært starf með Búnaðarþingi. Framkvœmdastjórinn ftmlega setti fjörið beint í œð. Hann d feiki fallega spretti meðfólkinu d þriðju hœð. 2 - FR6VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.