Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 7
Búnaðarþingsfulltrúarnir Baldvin Kr. Baldvinsson og Jóhann Már Jóhannsson sungu tvísöng við setningu þingsins. kvæð umræða er mikilvæg og þar geta bændur haft áhrif. Á hinn bóginn lýsti ráðherra von- brigðum sínum með að setning búnaðarþings að þessu sinni væri ekki eins vegleg og undanfarin ár. Umræða um málefni landbúnað- arins hefur verið mikil að undan- förnu víða um heim. Hún hefur sýnt að krafa um sífellt aukna fram- leiðni í landbúnaði gengur ekki upp. Þegar dýrafjöldi hvers bónda er orðinn slíkur að hvert þeirra fær sekúndur af tíma bóndans getur margt farið að gefa sig. Bregðist bóndinn náttúrunni eða búfénu er hætt við að afurðirnar svari ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Upp hafa komið alvarlegir sjúkdómar. Það vil ég ekki sjá ger- ast hér á landi. Vekja þarf athygli á hinu fjöl- þætta hlutverki landbúnaðarins, ekki einungis framleiðslu matvæla, heldur einnig náttúrunni, menning- unni, sögunni og lífinu í landinu. Þetta fjölbreytta hlutverk tel ég bestu leiðina til að bæta afkomu bænda. 2500 sauðfjárbændur voru of margir um takmarkaða fram- leiðslu, 320 hafa nú selt rétt sinn í nýlegum uppkaupum á fram- leiðslurétti og búast má við fleir- um. Þetta fólk þarf ný viðfangs- efni. Nautgriparæktin fer fyrir íslensk- um landbúnaði og þar er margt gott að gerast en ég hef áhyggjur af fjár- hagsstöðu greinarinnar. Mér geðj- ast ekki þau kvótakaup sem fram fara og tel að þessi aðferð við kyn- slóðaskipti gangi ekki upp. Mér finnst það hins vegar góð framtíðarsýn að greiða hluta af stuðningi við sauðfjárræktina, sbr. nýjum samningi þar um, út á gæða- stýringu. Sú hugmynd kom frá bændum sjálfum. Nú eru að hefjast námskeið í gæðastýringunni fyrir bændur. Þar er mikið í húfi að sanngjamt kerfi finnist um beitarnýtingu afrétta. Hlutaðeigandi stofnanir, Land- græðslan og RALA, þurfa að leggja fram hugmyndir þar um í sátt við bændur. Einungis þannig náum við árangri. Ég er fylgjandi því að gera aukn- ar kröfur um menntun þeirra sem stunda búskap. I öðram greinum, t.d. í matreiðslu, er krafist mennt- unar. Hví skyldi það vera öðruvísi í framleiðslu hráefnanna? Það er eitt af forgangsverkefnum mínum að efla búfræðsluna. Ég er fús til að vinna því fylgi í ríkisstjórninni að hjálpa bændum við markaðssetningu erlendis ef þeir koma sameinaðir til þess sam- starfs, „Iceland naturally“, í Bandaríkjunum sem landbúnaður- inn á aðild að. Miklar breytingar hafa orðið á starfi Landgræðslunnar og Skóg- ræktarinnar síðustu ár þar sem bændur hafa verið kallaðir til starfa og ábyrgðar í vaxandi mæli. Yfir 500 bændur græða nú landi í samstarfi við Landgræðsluna og fjölmargir bændur í öllum lands- hlutum rækta nú skóg á jörðum sínum með aðstoð landshluta- bundinna skógræktarverkefna. Þá hafa mörg fyrirtæki og félög látið til sín taka í þessum efnum. Hér er gífurleg þörf fyrir fjármagn og ég tel að framlög til þessa mála- flokks eigi að vera undanþegin skatti. Átaksverkefnið „Fegurri sveitir“ er mér einnig hugleikið. Hrein- leika og gæðum afurðanna verður að fylgja eftir með snyrtimennsku í hvívetna. Ráðherra lauk máli sínu með því að lýsa mikilli trú sinni á íslensku bændafólki. Það þarf að standa þétt saman um samtök sín, búgreinar jafnt og svæði, sem sameinast í Bændasamtökum Islands sem sterkasta meið þeirrar eikar sem landbúnaðurinn myndar. Tvísöngur Búnaðarþingsfulltrúarnir Bald- vin Kr. Baldvinsson og Jóhann Már Jóhannsson sungu saman nokkur lög við undirleik Jónasar Þóris Jón- assonar. Verðlaunaafhending Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, veitti landbúnaðarverð- launin 2001. Verðlaunin hrepptu að þessu sinni annars vegar hjónin Leifur Þórarinsson og Kristín Bára Olafs- dóttir í Keldudal í Hegranesi og hins vegar ábúendur á Félagsbúinu Oddgeirshólum í Hraungerðis- hreppi, hjónin Steinþór Guðmunds- son og Þuríður Einarsdóttir og bróðir Steinþórs, Magnús Guð- pR€VR 3/2001 - 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.