Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 12
Rögnvaldur Ólafsson, Flugumýrarhvammi, og Ágúst Sigurðsson, Geitaskarði. verða til þess að bæta þama úr skák. 7. Sigríður Bragadóttir kvað slæm kjör bænda vera mesta áhyggjuefnið. Staða sauðfjár- bænda hefur lítið batnað með nýj- um samningi enda má segja að þar sé einungis um að ræða tilfærslur á stuðningsgreiðslum úr einum vasa í annan. Þó að afurðaverðið hafí hækkað lítillega þá hafa kostnaðar- liðirnir hækkað meira, t.d. olía, dýralæknaþjónusta o.fl. Þá taldi hún það vera stóran galla á upp- kaupalið samningsins að þar sem tveir bændur búa saman á jörð og eru hvor með sitt greiðslumarkið þá geti annar ekki selt nema hinn vilji það líka. 300 kr. á kg í skattmat á heimteknu kjöti er alltof hátt, enda taka bændur yfirleitt lélegasta kjöt- ið heim og myndu þeir fá mun minna fyrir það ef þeir legðu það inn. Hækkun á reiknuðu endur- gjaldi kvað hún óskiljanlega og spurði hvort einhver dæmi væru þess að bændur hefðu fengið 38,5% launahækkun á síðasta ári. Þá taldi hún lyfjareglugerðina vera óskiljanlega, sérstaklega þar sem fjallað væri um notkun sýklalyfja í blandað fóður og drykkjarvatn, sem þekktist ekki á íslandi. Hún kvað laxabændur að vonum vera áhyggjufulla vegna fyrirhugaðs laxeldis á Austurlandi. Taldi hún að full geyst væri farið í þessum laxeldisáformum og lýsti furðu sinni yfir því að ekki skyldi skil- yrðislaust gert ráð fyrir umhverfis- mati vegna þeirra. Hver búfjársjúk- dómurinn á fætur öðrum hefur lost- ið niður í Evrópu og því verður að stoppa, a.m.k. tímabundið, allan innflutning landbúnaðarafurða til landsins. Framtíð íslensks landbún- aðar byggist á hreinleika og gæð- um. 8. Þorsteinn Kristjánsson lýsti í fyrstu ánægju sinni með fjölgun kvenna í hópi fulltrúa. Vonaðist hann jafnframt til að sú tillaga um jafnréttismál, sem fyrir þinginu lægi, myndi enn bæta um betur í þessum efnum. Honum var ofar- lega í huga sú vá sem stafar af bú- fjársjúkdómum í nágrannalöndun- um og kvað hana hafa vakið bænd- ur jafnt sem neytendur til umhugs- unar um hreinleika og hollustu ís- lenskra afurða. Við verðum að verja þetta með því að beita auknu eftirliti og hverjum þeim hömlum sem völ er á varðandi innflutning á dýrum, kjöti, fóðri o.s.frv. Þetta ætti einnig að verða okkur ábend- ing um að forðast þær verksmiðju- framleiðsluaðferðir sem viðgangast í Evrópu og auka á sjúkdómahættu og torvelda eftirlit. Landbúnaðar- kerfið í Evrópu gerir ráð fyrir enda- lausum flutningi lífdýra og slátur- dýra fram og til baka og sömuleiðis hvað varðar fóður og afurðir. Þetta má rekja til þeirrar gegndarlausu framleiðnikröfu sem evrópskur landbúnaður þarf að búa við. Margir sérfræðingar erlendis telja nú að hverfa verði frá þessari stefnu. Mikil endurskipulagning og hagræðing hefur orðið í félagskerfi bænda hér í höfuðstöðvunum, en úti í héruðunum er við stöðugt vax- andi vandamál að stríða hvað varð- ar rekstur flestra búnaðarsamband- anna og tryggja þarf fjárhagslegar undirstöður þeirra til framtíðar. Verkefni þeirra fara síst minnkandi og sífellt er verið að bæta verkefn- um á búnaðarsamböndin með hvers konar lagasetningu og reglugerðar- smíð. Við verðum að fikra okkur meira inn á braut aukinnar gjald- töku hjá búnaðarsamböndunum, en sú braut er vandrötuð og þarfnast langs aðlögunartíma. Halda þarf áfram að vinna að bættri umgengni og útliti sveitarbæja og treysta verkefnið „Fegurri sveitir“ í sessi. Við getum ekki ætlast til þess að neytendur telji afurðimar bera vott hreinleika og hollustu ef umgengni á bæjunum er ábótavant. Gæðastýr- inguna í sauðfjárræktinni taldi hann eiga að geta orðið sauðfjárbændum bæði góður skóli og ánægjulegur. Mönnum vex þetta kannski í aug- um í upphafi, en langflestir sem takast á við verkefnið, munu hafa af því bæði gagn og gaman. 9. Agúst Sigurðsson þakkaði í fyrstu fyrir skörulegar ræður við setningu þingsins. Hann fjallaði síðan um fasteigna- og brunabóta- mat í dreifbýli og greindi frá því að Samtök atvinnulífsins hafi nú, fyrir hönd eins skjólstæðinga sinna, höfðað mál gegn Mýrdalshreppi vegna aftekins fasteignaskatts fjög- ur ár aftur í tímann. Líklegt mætti 12 - pR€YR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.