Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 15

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 15
breyttu framtalsformi þar sem skipting tekna og gjalda væri eftir VSK-þrepunum. Hann kvað það skoðun fulltrúa bænda í starfshópn- um að við mat á heimanotum væri ekki farið eftir reglum urn verð- lagningu þeirra. Ríkisskattstjóra virðist þannig hafa tekist að flæma marga bændur frá því að telja fram heimanot. Ekki er komin niður- staða innan starfshópsins í skatt- lagningu veiðitekna. Ovenjumörg mál liggja nú fyrir búnaðarþingi, en því miður er of hátt hlutfall inn- sendra mála illa undirbúin. Án þess að reyna að leggja mat á gildi þeirra fyrir íslenskan landbúnað þá taldi hann fast að tuttugu þein-a er- inda sem stjóminni bámst nánast vera óþingtæk. Slík vinnubrögð tefja fyrir störfum þingsins og veikja álit þess út á við. Félags- málanefnd þarf að huga að því að setja ákvæði inn í þingsköpin sem heimili stjórninni að endursenda slík mál. Að síðustu fjallaði hann um NRF-málið og lýsti óánægju sinni með þá ákvörðun fulltrúaráðs Landssambands kúabænda að við- hafa atkvæðagreiðslu um málið. Hann taldi því eðlilegt að búnaðar- þing ályktaði á þá leið að Bænda- samtökin dragi sig út úr verkefn- inu. 16. Bjarni Ásgeirsson þakkaði í fyrstu fyrir framlagðar skýrslur og gögn. Hann fjallaði síðan um þjóð- lendukröfur ríkisvaldsins og kvað túlkun þjóðlendulaganna, þegar þau voru kynnt fyrir búnaðarþingi, ekki hafa verið með þeim hætti sem kröfugerð ríkisvaldsins væri nú. Betra er að afnema lögin með öllu en að láta þau virka eins og nú virðist stefna í nema að þjóðlendu- nefndin taki á sig rögg og virði eignarétt manna á landi. Hann fjall- aði síðan um fjárveitingar til bú- fjárræktar og leiðbeiningastarfsemi búnaðarsambandanna og kvað ekki verða lengra gengið í niðurskurði þar. Mörg búnaðarsamböndin eru mjög illa stödd fjárhagslega og þau geta ekki sinnt starfi sínu án fjár- magns. Þá er þeim ennfremur ætl- uð ýmis ný eftirlitsskylda með nýj- um sauðfjársamningi. Að síðustu fjallaði hann um jarðalögin og kvað forkaupsrétt sveitarfélaganna á jörðum vera farinn að taka á sig nokkuð einkennilega mynd. Það væri sérkennilegt að með tilstyrk laganna og landbúnaðarráðuneytis- ins gætu sveitarfélögin nánast valið fólk inn í sveitimar að eigin geð- þótta, eða lagt jarðir í eyði. Skor- aði hann á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að þrengja veru- lega heimildir sveitarfélaga til að nota forkaupsrétt þegar jarðir em til sölu. 17. Lárus Sigurðsson (öðru sinni) tók undir vamarorð þeirra sem vara við aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Jafnframt taldi hann greinargerð þá, sem málinu fylgdi, vera mjög hroðvirknislega unna. 18. Rögnvaldur Olafsson fjallaði í fyrstu um störf sín í stjóm Bænda- samtakanna á sínum tíma og sagði samtökin þá hafa eytt miklu fé og fyrirhöfn í að alls konar ímyndar- herferðir fyrir íslenskan landbúnað, án teljandi árangurs. Nú er því hins vegar svo komið að þessi jákvæða ímynd er komin upp í hendumar á okkur og henni megum við ekki glata með einhverju rugli. Ef við gerum það er okkur ekki við bjarg- andi. Hann fjallaði síðan um lög um dýrasjúkdóma, fóðureftirlit og varnir gegn smitsjúkdómum og minnti á hversu vamarlausir bænd- ur hafi verið þegar hitasóttin í hrossum fór urn landið. Kjarabar- áttan er til lítils ef hingað berast bú- fjársjúkdómar sem illa ræðst við. Við verðum að krefjast þess að all- ar landbúnaðarafurðir, sem fluttar eru til landsins, verði uppruna- merktar því að þá munum við sigra með hjálp neytenda. Framleiðsla íslenskra bænda stenst verksmiðju- framleiðslu ekki snúning í verði, en við sigrum með gæðunum. Hann vitnaði því næst í þær áhyggjur sem komið hefðu fram í ræðu formanns vegna hás verðlags á greiðslumarki í mjólk. Við megurn ekki leggja niður kerfi sem við kunnum að vera óánægð með að einhverju leyti og taka upp annað verra í staðinn. For- maðurinn kvað mælikvarðann á það hvemig gengi fyrst og fremst vera hvemig gengi að selja afurð- imar. En þrátt fyrir að vömmar hafi selst bærilega undanfarin ár eru tekjur bænda ennþá mjög lágar. Þær em mjög lágar hjá kúabændum sem þó eru taldir standa bænda skást í þeim efnum. Þeir eru hins vegar orðnir að þrælum búa sinna þar sem þeir hafa þurft að bregðast við með því að auka stöðugt fram- leiðslu sína. Vemlegu máli skiptir að bændafomstan sé sýnileg og reyni að leiða umræðuna í þjóðfé- laginu og hafa áhrif á hvemig mál- in eru fram sett. Hann efaðist um að það væri rétt hjá formanni að næsta viðræðuhrina hjá Alþjóða við- skiptastofnuninni myndi snúast um frjálst flæði landbúnaðarafurða, enda mun almenningur þrýsta á um að svo verði ekki vegna þeirra sjúk- dómamála sem upp hafa komið undanfarið. Hann kvaðst sammála Hrafnkatli um að rétt væri að Bændasamtökin drægju sig út úr NRF-tilrauninni, en hann hafi hins vegar ávallt verið á móti innflutn- ingshugmyndunum. Taldi hann kúabændur vera klofna ofan í rót í þessu máli. Öðrum ntegin stendur Búkolluhópurinn og hinum megin nýr áhugahópur um NRF-málið og síðan stendur stjórn LK einhvers staðar mitt á milli. 19. Kristín Linda Jónsdóttir kvað íslenska neytendur njóta forréttinda í dag að vera boðið upp á matvörur sem eiga sér undirstöðu í gæðum landsins og þeim vinnubrögðum sem íslensk bændastétt ástundar. Islenskir neytendur hafa hins vegar ekki alltaf áttað sig á þessari stað- reynd. Landbúnaðurinn hefur fjöl- þættu hlutverki að gegna í samfé- laginu og hefur mörg andlit. Bænd- ur halda landinu í byggð, varðveita og nýta auðlindir þess, og hafa pR€VR 3/2001 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.