Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 17
21. Guðbjartur Gunnarsson bauð nýja fulltrúa velkomna til þings. Hann taldi tímabært að nú eftir þriggja ára starf núverandi stjómar að líta yfir farinn veg og jafnframt til framtíðar. Hann var þeirrar skoðunar að okkur hefði miðað talsvert á þessum þremur árum. Búvörusamningur var gerður í sauðfjárræktinni í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, en hann væri umdeildur eins og við væri að búast. Mörgum finnst samningurinn óþarflega flókinn, ekki síst gæðastýringarkaflinn. Bændur verða að tileinka sér gæða- stýringu af trú á verkefninu en ekki eingöngu til þess að hlíta skilyrðum samningsins um stuðning. Hann lagði áherslu á að reynt yrði að hafa gæðastýringarhandbókina eins ein- falda og frekast væri kostur. Varð- andi landnýtingarþáttinn taldi hann mjög öfgafull sjónarmið hafa verið í umræðunni um nýtingu landsins. Margir virðast eingöngu vilja horfa á landið án þess að nýta það. Mörgum bændum finnst að forystan þurfi að vera sýnilegri. Menn söknuðu viðbragða við hertum reglum um dýralyf sem og gegn innflutningi á írskum nautalundum o.s.frv. Viðbrögðin þóttu koma of seint. Forystan má þó ekki verða fyrir ómaklegri gagnrýni, en til að koma í veg fyrir hana þarf hún að koma fram með sýnilegri hætti í þjóðfélagsumræð- unni. Ný öld er nú gengin í garð og því tímabært að setja sér markmið sem grundvallast á trú á landbúnað- inum og framtíð hans. Höfuðmáli skiptir góð fagleg þekking og vel menntaðir bændur. Framtíðin kallar á aukna menntun á öllum sviðum þjóðfélagsins og landbún- aðurinn má ekki sitja eftir í þeim efnum. 22. Þórólfur Sveinsson fjallaði í fyrstu um fyrirliggjandi skýrslu um áhrif ESB-aðildar fyrir landbúnað- inn. Dreift hefur verið útdrætti úr skýrslu utanríkisráðherra og bað hann menn að skoða sérstaklega áhrif aðildar á afurðavinnsluna í samhengi við frumframleiðsluna. Kvótaverð í mjólk er hátt en með kvótanum er verið að deila út nkis- stuðningi upp á kr. 3,5 milljarða og aðgangi að markaði þar sem heild- arframleiðslan væri takmörkuð. Aðalkostirnir við kerfið eru að það er sjálbært og bændur hafa frelsi til að taka sínar ákvarðanir innan þess. Aður en þetta kerfi verður aflagt verða menn að fá vissu fyrir hver ríkisstuðningurinn mun verða inn- an nýs skipulags og hvemig honum verður komið fyrir. Hvaða öryggis- net verður sett varðandi verðlækk- anir? Flestar þjóðir nota kvótakerf- ið til þess að mynda öryggisnet fyr- ir afurðaverðið. Hvaða hliðarráð- stafanir á að gera vegna röskunar sem fylgja munu hugsanlegu af- námi kvótans? Gríðarleg hröð samþjöppun á sér stað í mjólkur- framleiðslunni, en líklegt verður að telja að herða muni mjög á henni, verði kvótakerfið aflagt. Landbún- aðurinn er orðinn mjög greinaskipt- ur og kemur ekki fram sem ein heild fyrr en að kemur að samskipt- um við hið opinbera. Þessi stað- reynd kom berlega fram á bún- aðarráðsfundinum sem haldinn var í desember sl. I mjólkursamningn- um felst stærsta stefnumörkunin fyrir mjólkurframleiðsluna. Hann beindi því til félagsmálanefndar að skoða vel hugmyndir um skipun uppstillinganefndar vegna stjómar- kjörs því að miklu máli skiptir að verðandi stjóm verði hæf til að vinna saman. 23.Jónas Helgason þakkaði í fyrstu fyrir framlagðar skýrslur og gögn og bauð ný félög og fulltrúa velkomin til þings. Hann tók undir með landbúnaðarráðherra að þing- setningin hafi sett niður. Þá fjallaði hann um þjóðlendukröfur ríkis- valdsins og kvað það forkastanleg vinnubrögð af farið væri af stað með kröfugerð í A-Skaftafellssýslu áður en dómur væri upp kveðinn um Amessýslu. Eyðing minka, refa og vargfugls er stórmál fyrir æðar- bændur og bað ræðumaður stjóm Bændasamtakanna að halda þeirri kröfugerð á lofti. Að síðustu fjall- aði hann um útræðisrétt jarða, en slíkur réttur var metinn til hlunn- inda í fasteignamati á 1090 jörðum langt fram eftir nýliðinni öld. Bændasamtökin mega ekki gefa þessa kröfu eftir. 24. Sveinn Ingvarsson kvað það jákvæða viðmót sem íslenskur landbúnaður byggi nú við stafa af því að neytendur bera ugg í brjósti gagnvart þeim búfjársjúkdómum sem farið hafa geyst í Evrópu að undanförnu. Allt hefur þetta bland- ast saman í umræðunni, þ.e. kúa- riða, írskar nautalundir, gin- og klaufaveiki og innflutningur fóstur- vísa. Hann kvaðst treysta þeim yf- irvöldum sem sjá um vamir okkar í þessum efnum. Hann hryllti við til- hugsuninni um hver staða íslenskra bænda yrði ef upp kæmi gin- og klaufaveikifaraldur í landinu. En hættan stafar ekki eingöngu af inn- fluttum pestum og segja má að á Suðurlandi hafi geisað faraldur salmónellu- og kamfýlóbaktersýk- inga. Þessir sýklar eru viðvarandi í umhverfinu, enda frárennslis- og neysluvatnsmálum víða ábótavant. Sunnlenskir búnaðarþingsfulltrúar flytja á þessu þingi tvær tillögur vegna þessara mála, þ.e. um sótt- vamir í Leifsstöð og hins vegar um lagningu vatnsveitna fyrir búfénað í úthaga, en slíkar framkvæmdir hafa ekki verið styrkhæfar sam- kvæmt jarðabótakafla búnaðarlag- anna. Hann fagnaði fmmvarpi til laga um forðagæslu, búfjáreftirlit o.fl. og taldi gott búfjáreftirlit draga úr líkum á að upp komi sjúkdóma- faraldrar. Þá er skyldumerking bú- fjár nauðsynleg til þess að tryggja gæðaeftirlit. Búfræðimenntun á langa hefð á Islandi, en engu að síður getur hver sem er keypt sér jörð og hafið skepnuhald og fram- leiðslu án þess að tryggt sé að hann hafi til þess þekkingu. Krafan um starfsréttindi bænda myndi auka sjálfsvirðingu stéttarinnar. Traustur fR€VR 3/2001 - 17

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.