Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 23

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 23
Ræða formanns Bl, Ara Teitssonar, við setningu búnaðarþings 2001 Bændur þessa lands ganga nú á vit nýrrar aldar og þótt bústörfin hafi ekki breyst mikið við nýliðin áramót höfum við vonandi flest væntingar til nýrrar aldar, vænting- ar tengdar búskapnum fjölskyld- unni og umhverfinu. Þótt margt hafi breyst á liðinni öld er bóndinn þó enn háður sól og regni og veðurfar aldamótaársins hlýtur að auka bjartsýni bóndans. Liðið ár var óvenju hlýtt og snjólétt og sumarið því langt og gjöfult allri uppskeru jarðargróða og þeim bú- peningi sem uppskeruna nýtir. Heyfengur mikill að vöxtum og gæðum, uppskera garðávaxta og koms í sögulegu hámarki og dilkar vænir. Yfirstandandi vetur er einn- ig einhver sá mildasti sem menn muna og sjór hlýr. Æ fleiri hallast að því að veðurfarsbreyting sé raunvemleg og af manna völdum. Timinn leiðir það í ljós en séum við að fara inn í hlýrra veðurfar gæti það skapað nýja búskaparmögu- leika, m.a. vegna aukinnar upp- skem bæði á ræktarlandi og úthaga, og hugsanlega einnig vegna bættra skilyrða til ræktun koms, trjáa og fleiri nytjajurta. Við eigum kraft, tækni og þekkingu til að nýta nýjar aðstæður en hugleiðingar um breytt veðurfar leiða af sér vangaveltur um nýtingu landsins. I dag er um- ræðan á þann veg að æskilegt sé að fleiri hafi búsetu og landnytjar í dreifbýli en hefðbundnir bændur og þá gjaman horft til aukinnar skóg- ræktar, bæði til nytja og yndis. Vissulega styrkir slíkt gisna byggð en þyrftum við ekki að hugsa okkur vel um áður en við tökum bestu ak- urjörð landsins undir skóg, hennar gæti orðið þörf til matvælafram- leiðslu fyrr en varir. Við verðum þó einnig að vera við því búin að sé veðurfar að breytast gætu fylgt því vandamál sem við þyrftum að tak- ast á við. Spáð er breytingum á sjávarstraumum og sjávarhæð, snarpari vindum og breytingum á úrkomu, allt þættir sem gætu snert landbúnað okkar beint og óbeint. Náttúruöflin minntu okkur á smæð okkar með fleiru en veður- fari á liðnu ári. Tveir öflugir jarð- skjálftar skóku Suðurland á liðnu sumri og ollu tjóni á byggingum og ræktun á stóru svæði. Þó stóðust sunnlensk mannvirki skjálftana betur en búist hafði verið við, sem létti fargi af byggðinni, en hún hef- ur lifað lengi í skugga óvissunnar um afleiðingar af öflugum Suður- landsskjálfta. Nýr sauðfjársamningur Merkasti áfangi í málefnum landbúnaðarins á liðnu ári er án efa sauðfjársamningurinn sem undirrit- aður var í lok síðasta búnaðarþings. Kemur þar margt til. Samningurinn færir sauðfjárbændum verulegan tekjuauka á árinu 2001, h ann skap- ar þeim, sem af ýmsum ástæðum kjósa að hætta sauðfjárbúskap, fjár- hagslegt svigrúm til þess, hann leggur grunn að nýrri og faglegri hugsun í greininni og síðast en ekki síst eyðir hann þeirri tortryggni sem skapst hefur varðandi landnot bænda og áhrif sauðfjárbeitar á landgæði. Samningurinn og sú fag- vinna, sem markmið hans krefjast, gefa fagstofnunum landbúnaðarins einstætt tækifæri til að sýna hvern- ig þær geta stutt framþróun land- búnaðarins og þannig eiga þær möguleika á að efla tengsl sín við bændur landsins. Framkvæmd samningsins er í eðlilegum farvegi. Gefin hefur verið út reglugerð um fyrirkomulag stuðningsgreiðslna og hækka greiðslur fyrstu 11 mán- aða um nálægt 20% frá fyrra ári, en jöfnunar- og álagsgreiðslur verða greiddar út í desember. Reiknaður hefur verið út grunnur jöfnunar- greiðslna og tilkynningar þar um sendar bændum. Námskeið í gæða- stýringu ntunu hefjast nú í mars- mánuði og unnið er að skilgrein- ingu landnýtingar sem er án efa erf- iðasta útfærsluatriði samningsins. Samningurinn gengur út frá því að vottun sé háð því að fullnægjandi beitilönd séu fyrir hendi þannig að sauðfjárbeit viðkomandi bónda spilli ekki landi og er mat á því vel framkvæmanlegt. Skiptar skoðanir verða hins vegar um hvaða land þarf að friða. í nýlegri samantekt FR6VR 3/2001 - 23

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.