Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 24
Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins kemur fram hæfni lúpínu til uppgræðslu á lítt grónu landi. Ætla má að uppgræðsla á landi, sem hef- ur af landfræðilegum ástæðum uppskerumöguleika, taki þannig oft innan við 10 ár. Fjármagn til upp- græðsluaðgerða og raunveruleg uppskeruþörf ætti því að ráða mestu um hvaða land verður friðað tímabundið á næstu árum og tekið til uppgræðslu með lúpínu. Nýr verðlagsgrundvöllur mjólkur Nýr verðlagsgrundvöllur rnjólk- ur, sem tók gildi um síðustu ára- mót, er mikilvægur fyrir mjólkur- framleiðendur. Það að sátt náðist innan verðlagsnefndar um nýjan verðgrunn, sem tryggði bændum ekki lakara mjólkurverð en eldri grunnur, var ekki sjálfgefið og eiga þeir, sem að málinu komu, þökk fyrir mikla og málefnalega vinnu. Verð á greiðslumarki til mjólkur- framleiðslu lýsir ef til vill best væntingum bænda til mjólkurverðs og afkomu næstu ára. Sífellt fleiri bændur skynja þó annmarka gild- andi fyrirkomulags á aðilaskiftum að greiðslumarkinu og áhrif þess á nýliðun og afkomu. Engin einföld lausn er til en því fyrr sem fjallað verður um það fyrirkomulag stuðn- ings, sem við tekur eftir 2005, því betri færi gefast til aðlögunar. Búnaðarþing 1998 samþykkti að- kornu Bændasamtakanna að inn- flutningi NRF erfðaefnis til saman- burðartilraunar þar sem rannsaka skyldi áhrif þess að kynbæta ís- lenska kúastofninn með því erfða- efni. Deilur hafa staðið um málið alla tíð síðan og það var ekki fyrr en nú á haustdögum sem leyfi fékkst til innflutningsins. Taka fósturvísa stendur nú yfir í Noregi og eru þeir frystir að töku lokinni. Svo sem kunnugt er hefur Lands- samband kúabænda ákveðið fyrir sitt leyti að fresta innflutningi og fyrir Búnaðarþing leggur stjórn BI tillögu urn frestun. Tilaga um að hætta við innflutning liggur einnig fyrir þinginu. Væntanleg frestun gefur nú tilefni til að ræða þátttöku Bændasamtakanna í verkefninu og hvemig rétt sé að standa að fram- haldi þess. Á landsmóti hestamanna á liðnu sumri komu skýrt fram kynbóta- framfarir í íslenskri hrossarækt. Is- lenski hesturinn nýtur nú meiri at- hygli en nokkru sinni fyrr og auk- inn opinber stuðningur við greinina gefur svigrúm til nýjunga og fram- fara. Mikill samdráttur varð í sölu íslenskra hesta erlendis í kjölfar hitasóttarinnar fyrir tveimur árum og hefur markaðurinn ekki náð sér. Sumarexem veldur einnig víða erf- iðleikum og eru miklar vonir bundnar við viðamikið rannsóknar- verkefni á því sviði sem nýhafið er á Keldum og að mestu kostað af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Sala svínakjöts hefur aukist ár frá ári um nokkurra ára skeið, sam- hliða því hefur verð til framleið- enda lækkað mjög, rekstrareining- um fækkað en búin stækkað. Verð til neytenda hefur einnig lækkað, þó að í minna mæli sé og virðist nú samkvæmt verðkönnunum að verð til neytenda hér sé að nálgast neyt- endaverð nágrannalanda sem aftur leiðir til að dregið hefur úr þrýst- ingi á innflutning. Mikil samþjöppun hefur einnig orðið í framleiðslu alifuglaafurða samhliða lækkun framleiðenda- verðs. Greinin hefur háð harða bar- áttu við camphylobaktermengun og hefur á liðnu ári náð miklum árangri í þeirri baráttu. Garðyrkja er í sókn í garðyrkju eykst stöðug fjöl- breytni afurðanna og ný tækni lengir vaxtartíma margra tegunda hefur, ásamt framþróun í kælitækni og geymsluaðferðum, tryggt fram- boð margra íslenskra gróðurhúsaaf- urða og grænmetis nær allt árið. Gæðin eru einnig viðurkennd og munu þau eiga stærstan þátt í hve vel íslenskt grænmeti stenst erlenda samkeppni. Nýleg könnun Gallup staðfesti sterka stöðu garðyrkjuaf- urða okkar á innlendum markaði og hefur sú staða styrkst frá fyrri könnunum. Mikill árangur hefur náðst í að bæta gæði þeirra loðskinna sem framleidd eru hérlendis og markað- ir fyrir loðskinn eru að ná sér eftir lægð undanfarinna ára. Þetta tvennt eykur möguleika loðdýraræktar- innar og unnið er að undirbúnigi samningsgerðar um fyrirkomulag loðdýraræktar og stuðning við greinina. Ferðaþjónustan hefur verið í ör- um vexti undanfarin ár, ekki síst ferðaþjónusta bænda víðs vegar um landið. Fjárfestingar í greininni hafa verið miklar en nýting þeirra víða óviðunandi og þó betri á liðnu ári en áður. Framtíð ferðaþjónust- unnar er mjög háð því að hún eigi möguleika á fjármögnun til langs tíma á sanngjömum vöxtum. Aukinn áhugi er einnig á nýtingu hlunninda og vaxandi tekjur af þeim. Þessum þætti í nýtingu landsins gæða þyrfti þó að sinna betur og þar eru víða ónotaðir möguleikar. Sala afurða jókst á liðnu ári Meginhlutverk íslensks landbún- aðar er að framleiða búvörur fyrir innlendan markað. Sé lagt mat á stöðu landbúnaðar í íslensku þjóð- félagi er besti mælikvarðinn því hvorki fjölmiðlaumræða og sýni- leiki bændaforystunnar né árangur í skoðanakönnunum heldur miklu fremur sala búvaranna. Mælt á þann kvarða getum við verið stolt af árangri liðins árs. Sala mjólkur- vara jókst um nálægt 3 %. Sala á kjöti hefur aukist um nálægt 5 % og nær sú aukning til flestra kjötteg- unda. Sala á grænmeti og garð- ávöxtun hefur einnig aukist. Ætla má að þessi söluaukning svari til yfír 100 ársverka á bændabýlum landsins, auk margra starfa við úr- vinnslu afurðanna. Við hljótum að velta fyrir okkur hvað valdi því að búvörur seljast nú betur en nokkru sinni fyrr. Kaup- máttur þjóðfélagsþegnanna er meiri 24 - pR6VR 3/2001

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.