Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 27
Nýstjórn BÍ, f.v. Eggert Pálsson, Guðmundur Grétar Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Ari Teitsson formaður, Sólrún Olafsdóttir, Sigríður Bragadóttir og Gunnar Sæmundsson. er hluti af vamarbaráttu bænda. Reynt hefur verið að afla efnis í slíkan upplýsingagrunn hérlendis en gengið misjafnlega eftir fram- leiðslugreinum. Sé það svo að ein- hveijir bændur þori ekki að gefa upp framleiðendaverð af ótta við matvælakeðjur, sem þeir eru í við- skiptum við, verður erfitt fyrir þann hóp að verja sinn hlut af markaðs- verði búvaranna. Að lokum Fjárhagsáætlun Bændasamtak- anna fyrir nýliðið ár gerði ráð fyrir nálægt 10 milljón kr. rekstrarhalla. Niðurstaða ársins er að rekstraraf- gangur er unt kr. 1 milljón og þótt rekstrarafgangur sé ekki markmið í sjálfu sér er viðvarandi halla- rekstur og skuldasöfnun óviðun- andi. Jákvæðan rekstur ber fyrst og fremst að þakka traustu starfs- fólki og nákvæmni og aðhaldi í öllum þáttum rekstrar en aukning tekna vegna verðmætaaukningar búvaranna á einnig sinn þátt. Á liðnu ári stóð ríkið ekki að fullu við ákvæði laga að því er varðar greiðslu lífeyrisskuldbindinga en úr því verður bætt á þessu ári. Því er aukið svigrúm til starfs á árinu enda full þörf á, jafnt á sviði hags- munagæslu og leiðbeininga. Þing- ið mun leggja línur í því efni og ánægjulegt er að rekstrarstaða starfseminnar gefur svigrúm til sóknar. Bændasamtökin eiga því láni að fagna að eiga mikinn mannauð í starfsfólki sínu. Því er mér bæði ljúft og skylt að flytja starfsfólki samtakanna sérstakar þakkir fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf á liðnu starfsári. Liðið starfsár var þriðja og síð- asta ár á kjörtímabili stjómar. Ég vil því enda mál mitt á að færa stjórninni sérstakar þakkir fyrir samstarfið. Þetta samstarf hefur einkennst af jákvæðni og hrein- skilni og ágreingsefni verið leyst án þess að eftir stæðu sár sem veiktu stjómarstarfið. (Millijyrírsagnir eru blaðsins). Mon Þrengingar í bresk- um landbúnaði Á síðasta ári, 2000, lækkuðu tekjur breskra bænda verulega. Þær voru að meðaltali um 975.000 kr. sem er minna en þriðjungur þess sem þær voru fyrir fimm árum. Væntanlega hafa tekjur breskra bænda lækkað enn eftir að gin- og klaufaveikifaraldurinn braust út í landinu á þessu ári. Verð á jarðnæði í Bretlandi hefur hins vegar lækkað óverulega síðustu fimm árin, en fram að því hafði það stigið samfellt 25 árin þar á undan. Að meðaltali lá verð á landi á 10. áratugi nýliðinnar aldar á um 650 þús. kr. hektarinn, að sögu blaðsins “Farmers Weekly”. (Bondebladet nr. 4/2001). FReVR 3/2001 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.