Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 39

Freyr - 01.04.2001, Blaðsíða 39
íbúum né þeirri matvælafram- leiðslu sem stunduð er á flestum þeirra bæja. Því leggur búnaðar- þing ríka áherslu á úrbætur í þessu efni. Samþykkt samhljóða. Laxeldi í sjó Búnaðarþing 2001 hvetur til þess að farið verði með fyllstu gát í áformum um kvíaeldi á norskætt- uðum kynbættum laxi við strendur landsins. Þingið telur að öll slík áform skuli fara í mat á umhverfis- áhrifum ef ársframleiðsla þeirra er meiri en 200 tonn, sbr. viðauka 2 í lögum um umhverfismat. Ef eldi verður leyft verði þess gætt í hví- vetna að það valdi ekki skaða á ís- lenskum laxa- og silungastofnum. Gera þarf forrannsóknir og setja ströng og skýr lagaákvæði um eldið sem fylgt verði eftir með virku eft- irliti. Einnig telur þingið nauðsyn- legt að banna laxeldi á þeim stöð- um sem telja má sérlega viðkvæma gagnvart þessari starfsemi. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði Búnaðarþing 2001 hefur haft til umfjöllunar tvö frumvörp um breytingu á lögum um lax- og sil- ungsveiði nr. 76/1970, þingmál 297 og 389, 2000-2001. Mál 297 Búnaðarþing leggur til eftirfar- andi breytingu: I 4. gr. frumvarps- ins, lið b. komi: „1%“ í stað „2%“. Mál 389 í 2. lið 75. greinar er kveðið á um 0,25% eftirlitsgjald af brúttósölu- verði framleiðslu. Þetta samsvarar nú rúmum 600 kr. á tonn af laxi og er tvímælalaust óhóflega hátt, auk þess að slík eftirlitsgjöld mega að jafnaði ekki vera hærri en sannan- legur kostnaður við eftirlitið. Bún- aðarþing telur að taka verði þessi ákvæði til endurskoðunar. Greinargerð: I 92. gr. núgildandi laga um lax- og silungsveiði er kveðið á um gjald- töku til Fiskræktarsjóðs. Til hans greiða þau veiðifélög sem greiða arð til félagsmanna sinna. Stór hluti af fé Fiskræktarsjóðs hefur runnið til Veiðimálastofnunar síðustu árin. Þar að auki greiða félögin Veiðimála- stofnun fyrir alla vinnu við vett- vangsrannsóknir. Það orkar mjög tvímælis að veiðifélögin eigi þannig með tvennu móti að fjármagna rekst- ur ríkisstofnunar og því er lagt til að lækka gjaldið um helming. Samþykkt samhljóða. Efling kornræktar Búnaðarþing 2001 vekur athygli á og fagnar þeim árangri sem náðst hefur í kynbótum og ræktun koms og leggur áherslu á að stórauka hana. Jafnframt er skorað á RALA að efla rannsóknir og fræðslu um áburðargjöf, yrkjaval, tækni við þreskingu, verkun og tækni við gjafír. Greinargerð: Kornrækt á Islandi hefur tekið miklum framförum á síðasta ára- tug. Með markvissu kynbótastarfi Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins hefur tekist að fá yrki sem taka erlendum yrkjum fram í ræktunar- öryggi. Nú er svo komið að upp- skera koms á íslandi er síst lakari en víða í nágrannalöndum okkar. Kom er hægt að rækta á miklu stærri hluta landsins nú en áður. I allri framleiðslu búvöm skiptir máli að notað sé fyrsta flokks fóð- ur, og korn af íslenskri jörð er vafalítið liður í að viðhalda hrein- leikaímynd framleiðslu okkar. Undanfarin ár hefur verið skorið kom af um 1600 - 1900 ha lands og framleiðslan verið um 5000 - 7000 tonn. Þessa framleiðslu væri hægt að auka verulega og framleiða miklu stærri hluta af því fóðri sem hér er notað en nú er gert. Samþykkt samhljóða. Nýting á birkiskógasvæðum Búnaðarþing 2001 beinir því til stjórnar Bændasamtaka íslands að beita sér fyrir því að landbúnaðar- ráðuneytið veiti fjármagn til 5 ára tilraunaverkefnis sem hafi að mark- miði að stuðla að bættri nýtingu á sjálfsánum birkiskógarsvæðum. Greinargerð: Víða um land hefur vaxið upp birkikjarr, meðal annars vegna minnkandi vetrarbeitar sauðfjár. Kjarrið er víðast hvar mjög þétt og kræklótt, nánast ófært yfirferðar nema fuglinum fljúgandi. Lagt er til að setja af stað 5 ára áætlun með fjármagni sem svarar til tveggja ársverka árlega, auk kostn- aðar vegna tækjabúnaðar. I upphali verði unnið að áætlun um aðferðir til grisjunar á slíkum svæðum og forgangsröðun. Líklegt er að um 10 manns muni vinna við grisjun í u.þ.b. 2 mánuði árlega. Jafnframt er lagt til að staðbundnum skógræktar- verkefnum, þar sem fyrir hendi er verkkunnátta, t.d. Héraðsskógum eða Suðurlandsskógum, verði falin verkstjóm. í lok tímabilsins verði árangur metinn og tekin afstaða til frekari aðgerða því að ljóst er að verkefnin em gríðarleg. Markmið áætlunarinnar er að auka beitargildi skóganna verulega, sem þá mundi létta á beit á við- kvæmari gróðursvæðum, en vitað er að hávaxnir og hæfilega þéttir birkiskógar hafa mikið beitarþol. Auk þess em slíkir skógar ákjósan- legir sem skjólskógar til ræktunar jólatrjáa og hafa mikið útivistar- gildi fyrir almenning jafnt til veiða og annars konar útivistar. Samþykkt samhljóða. Varnir gegn sjúkdómum og meindýrum í plöntum Nefndin leggur til að málinu verði vísað frá vegna þess að það sem farið er fram á í erindinu hefur þegar verið framkvæmt. Samþykkt samhljóða. FR€VR 3/2001 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.