Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.2001, Qupperneq 20

Freyr - 01.07.2001, Qupperneq 20
Kornrækt á nýrri öld Styrkjakerfi í kornrækt erlendis Efnahags- og framfarastofn- un Evrópu, OECD, vinnur árlega yfirlit um stuðning við landbúnað í aðildar- löndum sínum og þróun hans. Lagt er mat stuðning við helstu búgreinar (kom og búfjárafurðir). Stuðningur við komrækt er lítið eitt yfir meðal- tali á heildarstuðningi við landbúnað í OECD löndunum. Markmið með stuðningi við land- búnað em margvísleg og aðferðimar til þess að sama skapi íjölbreyttar. Stærstur hluti stuðningsins í löndum OECD er í gengum aðgerðir sem hafa áhrif á verð til framleiðenda, s.s. lág- marksverð til framleiðenda, útflutn- ingsbætur og tolla. Er það arfur frá þeim tíma þegar áhersla var á að auka framleiðslu. Seinustu 10-20 árin hef- ur „markaðsstuðningur“ verið á und- anhaldi vegna mikils kostnaðar, auk þess sem samið var um lækkun hans í síðustu WTO samningalotu. I stað- inn hafa ný markmið, s.s. byggða- sjónarmið, umhverfísmarkmið o.s.frv., komið til sögunnar og stuðn- ingur á formi beinna greiðslna komið að hluta til í stað markaðsstuðnings. Stuðningur við kornrækt í Noregi. Stuðningur við kornrækt í Noregi er tvíþættur. Annars vegar fá fram- leiðendur greiðslur á flatareiningu. Noregi er skipt upp í svæði og eru þau sjö alls og er stuðningur á flat- areiningu mismunandi eftir svæð- um. Jafnframt skiptir heildarstærð kornakra máli þannig að framleið- endur með 40 ha af komökrum eða minna fá meiri stuðning á hektara en þeir sem eru með meira land í ræktun. Stuðningur á hektara er frá 26-40 þús. kr. íslenskar. Þá er árlega ákvarðað opinbert lágmarksverð á korni til bænda. Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri, Bænda- samtökum íslands Framleiðsluárið 2000-2001 er lág- marksverðið 1,78 nkr/kg af byggi en var árið áður 1,92 nkr/kg. Lækk- unin nemur 7,3% Stuðningur við kornrækt í Danmörku/ESB. Stuðningur við kornrækt í ESB er hluti af sameiginlegri landbúnaðar- stefnu ESB. í fyrsta lagi er um að ræða stuðning í gegnum markaðs- verð. Ákveðið er lágmarksverð á korni. Á tímabilinu maí til nóvember geta kornverksmiðjur selt kom til ESB (interventionslag- er). Kornið sem keypt er þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur um gæði. Ekkert lágmarksverð er hins vegar á korni sem uppfyllir ekki þessar tilteknu kröfur. Lág- marksverð á korni frá 1. júli 2001 er 8.860 kr/tn. (101,31 EUR/tn). Þar sem kornverð innan ESB er yfirleitt hærra en heimsmarkaðs- verð geta kornsöluaðilar sótt um út- flutningsbætur til að vera sam- keppnisfærir á heimsmarkaði. Fjár- hæð útflutningsbóta er því nokkuð háð mismuni á heimsmarkaðsverði og innra verði í ESB. Frá 1993 hefur ESB einnig greitt beinar greiðslur pr. hektara til kom- bænda. Þær em útlistaðar í reglugerð nr. 1251/1999. Haustið 2001 nema þessar greiðslur 63 EUR/tn. Þetta er umreiknað í greiðslur á hektaia með stuðli fyrir ineðaluppskeru á hektaia fyrir hvert land (heimilt er að skipta hverju landi upp í minni svæði). 1 Danmörk er reiknað með 5,22 tn uppskeru á hektara og því verður greiðsla á ha. 328,86 EURO eða um 28.800 kr. íslenskar. Skilyrði til að fá stuðning á hekt- ara er að bóndinn taki úr ræktun 10% af ræktunarlandi fyrir kom, olíufræ (t.d. repju) og próteinjurtir (s.s. ertur). Framleiðendur sem framleiða minna en 92 tonn af korni, sem samsvarar 17,6 ha, eru undanþegnir þessu skilyrði. Einstök aðildarlönd ESB geta enn- fremur ákveðið frekari reglur um frágang lands sem tekið er úr ræktun. Stuðningur við kornrækt í Svíþjóð. í Svíþjóð er meðaluppskera á hekt- ara 4,02 tn. Stuðningur verður því að meðaltali 253 Euro/ha en breyti- leikinn er frá því að vera 328 Euro/ha (5,2 tn/ha) niður í 170 Euro/ha (2,67 tn/ha) á 6 mismunandi svæðum, eða sem nemur 14.800 - 28.700 kr/ha. Norðan 62. breiddargráðu í Finn- landi og Svíþjóð bætast við 19 Euro/tn í stuðning. Þessi stuðning- ur reiknast á sömu meðaluppskeru og notuð er í útreikningi á grunn- stuðningi á viðkomandi svæði (ef hann er breytilegur innan landsins). Meðaluppskera á ha norðan 62. breiddargráðu í Svíþjóð er 2,67 tn/ha. Stuðningur á ha verður því 219 Euro/ha eða um 19.200 kr. í Norður- Sviþjóð kemur að auki til stuðningur við harðbýl svæði, LFA. Þessi stuðningur nemur 110 Euro/ha, eða um 9.600 kr., upp að 60 ha ræktun en 55 Euro/ha fyrir bú með meira en 60 ha ræktun. Skilyrði til að fá stuðninginn eru sambærileg og í Danmörku, þ.e. taka þarf 10% af grunnsvæði (basic area) úr ræktun og uppfylla skilyrði um „good farming practice“. 20 - FR€VR 9/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.