Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 37

Freyr - 01.07.2001, Blaðsíða 37
hve mörg axkom höfðu fallið úr hverju axi, svo fá mætti hugmynd um hlutfallslegt korntap á þroskun- artíma. Þá var þurrefnisprósenta byggkomsins mæld. Að þurrkun lokinni var byggið handþreskt, hreinsað og þúsundkornaþyngd þess fundin. Veður á athugunarskeiði Á athugunarskeiðinu rigndi mik- ið, alls 108,3 mm, en það er meira en nemur meðalúrkomu september- mánaðar á svæðinu.2 Mest af úr- komunni, 100,4 mm, féll í nær samfelldri úrkomu dagana 11.-13. september. Þrír til fjórir dagar tíma- bilsins hefðu hentað til komskurð- ar (16.-18. og 23. sept.). Rok gerði 18. sept. en annars var veður kyrr- látt. Frost gerði aðfaranætur 17. og 18. september. Niðurstöður athugunarinnar Áhrif skurðar og akurþurrkunar byggsins á þurrefnisprósentu þess má sjá í 1. töflw. Á tímabilinu 10.-23. sept. steig þurrefni byggkornsins verulega. Vatnsmagnið, reiknað út frá þurr- efnisprósentu, féll úr 1,37 kg/kg þe. hinn 10. sept. í 0,58 og 0,53 kg/kg þ.e. hinn 23. september. Vatnsmagnið, sem hefði þurft að þurrka úr korninu svo að geymslu- hæft yrði, minnkaði því um rétta tvo þriðju (67%) á tímabilinu. Nam fallið því 5%-stigum á dag. Hinn 23. sept. var meðalþurrefni óskorna byggkornsins heldur meira (65,4%) en þess sem legið hafði skorið (63,1%). Rétt er að minna á að í athuguninni lágu skornu kornstangirnar í rjóðri á akrinum. Má vera að byggið hefði þornað enn meira hefði akurinn verið skorinn allur, með því að þá hefði golan náð að leika betur um öx og stangir. Hvað þroskunina snerti hafði byggið bætt töluverðu við þyngd sína tímabilið 10.-23. september eins og sjá má töflum 2 og 3. 2) Uppl. frá Veðurstofu íslands. 1. tafla. Þurrefni byggkorns á akri, % Reitur 10. sept. 23. sept. Skorið bygg Óskorið bygg A-reitur 40,9 61,1 68,6 V-reitur 43,6 65,1 62,2 2. tafla. Þroski byggkornsins, þúsundkornaþyngd, g þurr- efni Reitur 10. sept. 23. sept. (n=5) Skorið bvgg Óskorið bygg A-reitur 22,7 29,4 ± 1,3 30,6 ± 2,4 V-reitur 27,8 31,9 ± 1,5 33,7 ± 1,7 Meðaltal 25,3 30,7 32,2 3. tafla. Korntap á akri úr skornu oq óskornu byggi, % Reitur 23. sept. (n=5) Skorið bygg Óskorið bygg A-reitur 0,0 ± 0,0 3,1 ± 1,4 V-reitur 0,0 ± 0,0 0,8 ± 1,0 Meðaltal 0,0 2,0 Hinn 23. sept. reyndist aðeins vera tölfræðilega marktækur munur á þúsundkorna-þyngd á milli reit- anna A og V en munurinn á milli skurðartímanna var ekki marktæk- ur. Þungaaukning byggkomsins á tímabilinu 10.-23. sept. nam 24%. Sýnilega voru því þessir dagar mik- ilvægir með hliðsjón af uppskeru- magni komsins - það bætti nær 2% við þunga sinn á hverjum degi. Komtapið úr skornu og óskomu Kornskrýfi í Miklaholtshelli í Flóa haustið 1958. (Ljósm. Júlíus J. Daníelsson). FR€VR 9/2001 - 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.