Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 6
Bandaríkin skilja ekki andúð landa ESB á erfðabreyttum matvælum örg lönd í ESB banna enn innflutning á erfðabreyttum afurð- um þó að sambandið sjálft hafi sett nýjar og strangari reglur um innflutninginn. Bandaríkin furða sig á þessari afstöðu Evr- ópulandanna og líta á bannið sem viðskiptahindrun. Kæra til Alþjóða viðskiptastofnunarinn- ar (WTO) liggur í loftinu. Sjö lönd ESB hafa bannað allan innflutning erfðabreyttra afurða sl. íjögur ár. Þau eru Frakkland, Danmörk, Belgía og Luxemburg. Italía, Grikkland og Austurríki hafa einnig bæst við i þennan hóp þrátt fyrir þrýsting frá samband- inu um að fella niður bannið. Þetta gerist þrátt fyrir það að þing ESB breytti innflutningsregl- unum seint á siðasta ári sem m.a. ijalla um að erfðabreyttar afurðir skuli merktar sérstaklega í flutn- ingi. I raun er afar erfítt að breyta stefnu landa ESB í þessu máli. Andstöðuna er að fínna í þjóð- þingum aðildarlandanna og í rík- isstjómum þeirra, sem em bundn- ar af áliti almennings, en meiri- hluti fólks í þessum löndum er andvígur erfðabreyttum hráefnum í matvælum. Þar má nefna sem dæmi að 70% Þjóðverja hafna erfðabreyttum matvælum og 72% hafna því að erfðabreytt hráefni sé notað í dýrafóður. Jafn stór hluti þjóðarinnar krefst þess að fá að vita af því ef ræktun erfðabreyttra matvæla verður hafín í grennd við þá. I Svíþjóð leggjast 75% bænda gegn því að rækta erfðabreyttar nytjajurtir. Bandaríkjamenn skilja ekki þessa afstöðu en þeir hafa 10 ára reynslu af erfðabreyttum nytja- jurtum sem em þolnar gegn jurta- sjúkdómum og jurtavamarefnum. Þar í landi hafa heldur ekki fund- ist neinar sannanir fyrir því að erfðabreytt matvæli valdi neyt- endum skaða. Samtök bænda og matvælaiðn- aðarins í Bandaríkjunum hafa krafíst þess að ríkisstjóm Bush þrýsti á lönd ESB um að breyta afstöðu sinni í þessum efnum, en bandarískur matvælaiðnaður telur sig verða fyrir 300 milljón dollara tapi árlega vegna þessa banns landa ESB. Bandaríkjamönnum hugnast heldur ekki nýjar reglur ESB um merkingu erfðabreyttra afurða í flutningi. Þeir telja að þær auki vemlega flutningskostnaðinn. Þar í landi em því vaxandi kröfur um að málið verði kært fyrir Alþjóða viðskiptastofnuninni. Aðal samn- ingsmaður þeirra, Robert Zoelick, er bjartsýnn fyrir þeirra hönd um málalyktir þar. Hann telur einnig að ESB eigi þátt í því að spilla fyrir erfðabreyttum afurðum í öðr- um heimshlutum. Þar má nefha að Zarnbia hefur lagst gegn því að þiggja matvælaaðstoð frá Banda- ríkjunum af þessum sökum, að ráði Evrópulanda, telja Banda- rikjamenn. Háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum telja að ekki beri að þrýsta um of á Evrópu í þessu máli. I þeim hópi er Ann Venem- an, landbúnaðarráðherra. Það geti haft neikvæð áhrif á önnur sam- skipti við þessi lönd. Þá hefur Franz Fischler, yfirmaður land- búnaðarmála hjá ESB, beðið Bandarikjamenn að gefa löndum í ESB tíma til að vinna úr þeim fyr- irmælum um erfðabreyttar afurðir sem yfírstjóm sambandsins hefur samþykkt. Embættismannaráð ESB telur að neytendur og mat- vælaiðnaðurinn í ESB eigi að taka erfðatæknina í notkun. Ráðið bendir á að það sé stefna sam- bandsins að hagnýta erfðatækni en núverandi hindranir skaði framfarir i líftækniiðnaði innan ESB. Ljóst er því að áfram mun verða tekist á um þessi mál austan hafs og vestan, (Landsbygdens Folk nr. 6/2003) Moli Bóndinn er vinnusamur Þýsku bændasamtökin DLG hafa látið gera skoðanakönnun um stöðu bóndans í þjóðfélag- inu. Aðalniðurstaðan er sú að bóndinn er iðinn og rækir vel hefðir stéttarinnar. Einungis fjórði hver svarenda telur landbúnað nútímalegan at- vinnuveg en þriðji hver að- spurðra tejur að þýskir bændur gæti landsins vel. Rúmlega 20% telja þó að bændur sinni ekki nægilega umhverfismálum og 40% telja að meðferð þeirra á skepnum sé ekki nógu góð. Neytendur telja að bóndinn sé vinnusam- ur, iðinn og jarðbundinn. Það var álit 70% aðspurðra. Aftur á móti telur aðeins 41% að- spurðra að menntun bænda sé nógu góð. (Landsbygdens Folk nr. 5/2003). 12 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.