Freyr - 01.02.2003, Page 13
Einar og Guðríður í fjárhúsunum. (Ljósm. Jóhannes Sigurjónsson).
og gripið í bókhald og framtals-
gerð hjá sveitungum mínum. Og
auðvitað í alls konar félagsmála-
stússi fyrir bændur, er núna í
stjóm Búnaðrfélags Keldhverf-
inga, Búnaðarsambands Norður-
Þingeyinga og fulltrúi á Búnaðar-
þingi”.
Laxeldið tryggir
STÖÐUGLEIKA
Fólki hefur fækkað í Keldu-
hverfí eins og víðast hvar í sveit-
um landsins. „Ég held að hér hafi
íbúar verið flestir þetta 250-60
manns í kringum 1960. Núna em
102 íbúar á skrá í Kelduhverfi.
Hins vegar hefur ríkt hér nokkur
stöðugleiki undanfarin áratug og
íbúatalan haldist í kringum 100.
Og þau hús sem verið hafa til sölu
hafa selst, bæði kemur fólk og
flytur hingað og sækir vinnu á
Húsavík og svo em aðrir sem hafa
verið að kaupa þetta sem sumar-
bústaði og að sjálfsögðu er það
betra að húsin séu þannig nýtt, þó
ekki sé nema hluta úr árinn, en að
þau standi auð.”
Einar segir það engum vafa
undirorpið að fiskeldið í Lónun-
um og í Öxarfirði hafi átt sinn
stóra þátt í að tryggja þó þennan
stöðugleika.
„Það er hægt að fullyrða að
sumar ijölskyldur væru ekki hér
ef fiskeldið hefði ekki komið til.
Það em íjölskyldur sem vinna
nær eingöngu við þetta og svo
margir sem vinna í hlutastörfum,
bæði hér í Kelduhverfi og Öxar-
firði. Þetta er mikill styrkur þegar
rólegur tími er í sauðfjárbúskapn-
um yfir veturinn. Og þegar bænd-
umir þurfa að sinna sínum búum
meira yfir sumarið, þá kemur hér
fólk, m.a. námsfólk, og fær sum-
arvinnu. Laun sauðíjárbænda em
lika með þeim hætti að nær allir
þurfa eitthvað með búskapnum til
að lifa af og því er það gríðarlega
mikilvægt að hafa aðgang að ann-
arri vinnu í samfélagi eins og
þessu.”
Einar, þú tókstþátt íþví á sínum
tíma ásamt fleiri ungum heima-
mönnum að endurreisa fiskeldið
og stofna Rifós á sínum tima þeg-
ar Isno fór í gjaldþrot. Er fyrir-
tœkið enn að mestu í eigu heima-
manna?
„Ég held ég megi segja að Keld-
hverfingar og fólk þeim tengt eigi
80-90% í fyrirtækinu. Á þessum
tíma, þegar Isno fer á hausinn, þá
var farið í það að safna því sem
þurfti til að geta rekið þetta án
þess að þurfa að taka lán að neinu
ráði. Fjármögnun gekk miklu bet-
ur en maður þorði að vona í byrj-
un, svo að maður tali nú ekki um
reksturinn sem gekk vonum fram-
ar, eða allt fram að áfallinu árið
2001 þegarmikill hluti eldislaxins
drapst vegna eitrunar. En við höf-
um verið að byggja þetta upp aft-
ur og gengið ágætlega”.
Fyrirtækið Isno hóf laxeldi í
Lónunum árið 1980. „Þeir
byggðu þetta vel upp en eldið var
alltaf svolítið bras og gekk á ýmsu
Og endaði svo með einum stórum
skelli, gjaldþroti upp á einar kr.
700 milljónir. Við keyptum fyrir-
tækið svo fyrir um kr. 20 milljón-
ir og höfum stundum fengið að
heyra það að við höfum fengið
þetta gefins. Og ef menn líta yfir
mannvirki og búnað sem hér er þá
er það vissulega rétt að 20 millj-
ónir eru enginn peningur. En á það
ber að líta að almenn svartsýni
ríkti í fiskeldi á þessum árum og
fáir sem vildu kaupa. Og stað-
reyndin er bara sú að það bauð
enginn betur en við á þessum
tíma.
Þetta er búið að vera mikið æf-
intýri og lærdómsríkt fyrir sveita-
strák eins og mig sem hefur aldrei
kynnst neinu nema búskap sem er
að velta svona kr. 5 milljónum á
ári, að koma að stjómun á fyrir-
tæki sem er að velta á annað
hundrað milljónum kr. á ári“.
Einar kveðst vera nokkuð bjart-
sýnn á framtíð fiskeldis í Lónun-
um. „ Hins vegar er þróunin í fisk-
eldi á íslandi kannski ekki mjög
spennandi núna. Staðan er orðin
Freyr 1/2003 - 9 |