Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 20

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 20
Geldneyti á Stóru-Ökrum sem liggja við galopið. (Ljósm. íris Olga Lúðvíks- dóttir). takakaup, ekki má hins vegar gleyma því að ef ekki er fenginn verktaki í þessi verk má reikna með verulega hærri fymingum (vélakostnaði) þar sem kaupa þyrfti stóra dráttarvél, rúlluvél og pökkunarvél, ásamt því að ráða einn aukamann í heyskapinn og minnka afköst um a.m.k. helming. Reynsla af breyttum heyskap Þó að ég sjái verulegan ávinn- ing íjárhagslega og vinnuspamað við þá aðferð sem ég nota við hey- skap finnast að sjálfsögðu einnig gallar. Mér finnst til að mynda ferbaggar (80x80x200 cm), líkt og hefðbundnar 120 cm rúllur of smáar einingar. A móti koma mikil afköst í heyskapnum og að mjög þægilegt er að gefa heyið úr böggunum að vetri. Mín reynsla er einnig sú að ekki er neitt vit í að binda blautt grænfóður í ferbagga, það er einfaldlega alltof lítið magn sem kemst í hvem bagga. Rúllumar eru aðeins skárri að þessu leyti. Sú aðferð að raka allt hey saman áður en hafist er handa við böggun/rúllun gerir þá kröfu að túnin séu slétt og helst vel lög- uð. Eins verður sá sem rakar hey- ið saman að vinna sitt verk vel, annars er hætt við að dreifar verði eftir á túninu. Þegar garðamir em tilbúnir er bóndinn óháður vinnu- tíma verktakans, sem ég tel mjög mikilvægt. Vinnubrögð verktak- ans á velli em ekki alltaf eins og bóndinn vill. Skilin eru eftir bönd og annað msl á túninu. Eins vill brenna við að í hita leiksins sé eft- irlit með pökkun bagganna ábóta- vant. Þegar öll túnin em undir í hey- skapnum og rignir í heyið þýðir ekkert að æsa sig yfir því. Ég þarf a.m.k. tveggja sólarhringa góðan þurrk til að ná heyjunum í plast. Nú er svo komið að sumarið er sá tími sem ég hef rýmstan tíma ffá búrekstrinum. Ég hygg að mörg- um bóndanum þætti það eftirsókn- arverð staða að geta áhyggjulaus tekið sér sæmilegt sumarffí með fjölskyldunni, um mitt sumar. Tímaffekasti hluti heyskaparins nú orðið er heimakstur á heyi. Ég tel að þessi breyting, að fá verktaka í heyskapinn, liafi að mörgu leyti farið fram úr mínum björtustu vonum. Upphaflega var ég fyrst og fremst að leita leiða til að rninnka vinnuálag og skapa möguleika á frítíma með fjölskyldunni. Ég reiknaði aldrei með að hagkvæmnin fjárhags- lega yrði svo mikil sem raun ber vitni. í stað þess að íjárfesta í tækjum og vinnuafli, seldi ég tæki. Margir bændur, sem við mig hafa rætt, eiga erfitt með að skilja hvemig ég þori að treysta á að fá þjónustuna þegar ég þarf hana. Að sjálfsögðu hafa komið upp ýmiss konar smávægileg vandamál, en þau hefur öll verið hægt að leysa. Ég heyri líka á mörgum bændum, sem ég hef rætt þessi mál við, að þeir telja að með þessari tilhögun hafi ég af- salað mér nauðsynlegu sjálfstæði til ákvarðanatöku í heyskapnum sem bóndi verði skilyrðislaust að hafa. Ég segi hins vegar að það er þroskandi og lærdómsríkt að ráðgast við aðra um þessi mál, betur sjá augu en auga. Því fer fjarri að ég ætli að segja að sú aðferð sem ég nota við hey- skapinn sé sú besta eða hagkvæm- asta fýrir alla. Þetta hlýtur alltaf að velta á búskaparaðstæðum. Ég er þeirrar skoðunar að þessi að- ferð geti verið hagkvæm fyrir all- stór bú með takmarkað vinnuafl og einnig að sjálfsögðu lítil bú, ekki síst þar sem önnur atvinna er stunduð með búskapnum. Þá tel ég þetta vel skoðandi kost fyrir roskna bændur sem vilja draga úr vinnuálagi. Að sjálfsögðu er framboð á verktökum mismikið eftir svæðum, en auðvitað er nauðsynlegt að hafa val um góða verktaka til að þessi kostur sé fýsilegur. Aðalatriðið er að bænd- ur skoði vel alla möguleika áður en fjárfest er í nýrri tækni. Að lokum vil ég þakka Eiríki Lofitssyni, ráðunaut, fýrir ómetan- lega aðstoð við þessi greinaskrif. Heimildir: Hagþjónusta Landbúnaðarins, 2002. Aætlaður kostnaður við rúllu- bagga og hefðbundna bagga sumarið 2002. Skattframtöl, túnbók, heyefna- greiningar, forðagæslu- og afurða- skýrslur Bændasamtaka Islands fyrir búið á Stóru-Ökrum 1. 116 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.