Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 34

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 34
guðu aftur eftir harðindin er þar nú almennileg umkvörtun hér vestan- lands, að þeir séu orðnir ofrnargir, að þeir séu búsmalanum til mikils skaða, og þeir bíti upp sumarhaga frá málnytupeningnum, og að þeir éti hver annan íhel á vetrum.“ Annan pésa gaf Magnús út sem heitir Stutt ágrip um ítölu búfjár í haga. Er hann 44 blaðsíður, gefinn út í Hrappsey. Þar kveður við ann- an tón. Skrifar Magnús þar eftirfar- andi á bls 23: „Það er stök innbir- ling og hjátrú fólks er hver maður heldur nærri því, að hestar spilli högum. Þar þó einginn hlutur meira batar hagann en hestamir, sérdeilis á vetrardag.“ Nefnir Magnús síðan sérstök hrossbitin landsvæði, sem em mjög grösug og góð til hey- skapar. Til dæmis bendir hann á láglendi Skagafjarðar, sem sé mjög grösugt samfara mikilli hrossa- göngu í héraðinu: „Þar er þó hey- skapur hinn allra besti, sumar og vetrarbeit hin allra besta; hvað vilja menn nú hér til segja?“. „Því hestaengið bætir jörðina, en spillir í öngvan máta”, skrifar hann. Eyðing sinu og mosa: Magnús gerir síðan grein fyrir því að bati af beitinni felist að mestu í þvi að mosinn eyðist við traðk og nag, en einkum því að sinan sé fjarlægð ofan af gras- sverðinum. Sinan spilli því að hún kæfi grasið og sviki búpeninginn, þar sem hún ódrýgir fóðrið og rýr- ir það af gæðum. Líffrœði grasa: Magnús gefur liffræðilega skýr- ingu á því hvers vegna grös, frem- ur en annar gróður, hagnast á því að vera bitin. „Það gefur því fleiri blöð og anga út úr sér, sem það er meira skorið.“ „Séu miðstráin ein- ast burt skorin, verða síðustráin enn nú fljótari að draga frjógunina til sín, því þeirra blöð em óskert, eða minna skert.“ Hann segist heldur vilja að hross bíti túnið í gróandanum en kýr, “því að hrossin klippi grasið slétt með góðum tönnum, en kýr og kindur dragi upp kólfinn og slíti, svo þar sprettur ei eins sama ár.“ Magnús vill samlíkja sprettu grasa við skegg og ull. Hann get- ur þess að skegg manna vaxi bet- ur sé það rakað, einnig vaxi ull betur á fé sem er klippt, þannig sé einnig farið grassprettu, að beit og sláttur örvi vöxtinn. Beitarskipti: Magnús skrifar: „Ég gæti auð- veldlega leiðst til að trúa því, að ef bæði beitar og slægjulönd væru afgirt í smáa reiti og peningum þar í beitt ti 1 skiptis, að gripurinn þyrfti ei meira í það hæsta tvöfalt svo stórt pláss til beitar á sumrin, sem þarf til að heyja fyrir hann”. Stingur Magnús upp á því að kýr hafi þijá afgirta reiti og sé þeim beitt sinn daginn í hvem reit. Mundu þær þá hafa nóg af góðri beit allt sumarið. Sláttutimi: Undirfyrirsögn bæklingsins um hrossakjöt er: Hvenær á að slá? Hrappsey 1776. Em þessu efiii gerð skil á bls. 23- 36. Ekki telur Magnús sig vita svar við þessari spumingu. Leitar hann því til er- lenda rita, til þess að afla upplýs- inga. Vitnar hann þar í ein tíu rit, sem hann virðist hafa undir hönd- um. Hann bendir síðan á það að taka megi mark á því að hagstætt sé að slá þegar ákveðnar jurtir em í blóma. Til dæmis telji sumir þann tíma vera bestan þegar biðu- kollan fer að falla. Aðrir telji rétt að slá þegar grös eru að blómstra. Hvetur hann bændur því til að læra að þekkja grös og blómgun þeirra. Blómjurtir má þekkja af krónublöðum sem hann kallar brúðartjöld. Hann nefnir að grös í grónum skriðum gefi ágætt hey og vill láta fjölga þeim í túnum. Hann álítur réttilega að sum grös spretti fyrr en önnur, og þurfi því fyrr að slá þau. Telur hann að venja megi grös á að spretta snemma. Það megi gera með auk- inni ræktun. Ritar hann: „Sá völl- ur, sem til foma var seinn til að spretta, er nú fyrri fullsprottinn síðan ég hefi ræktað hann, og þarf nú ei eftir honum að bíða þar til nóttina dimmir.“ Magnús gerir sér grein fyrir að tún í góðri rækt gefi árvissari heyfeng en lakara tún. Síðan dregur hann þá ályktun að snemmslegið hey sé betra fóður en það sem er seinna slegið. Aburður: Magnús telur búfjáráburó mis- góðan eftir því af hvaða dýri hann kemur og eftir því á hvaða fóðri sá búpeningur hefur verið alinn. Hann tekur eftir því að kýr, sem ganga í góðum,högum, gefi besta áburðinn. Vill hann því láta kýr lig- gja inni um nætur á sumrin, til þess, að nýta megi þann áburð sem þá til fellur. Telur hann jafnvel borga sig ffernur að bera vel á góð- an hluta túnsins en að jafna áburði yfir það allt til minna gagns. Hafa megi áraskipti að þeirri aðgerð. Hann velur einnig margar gerðir jarðvegs til ræktunar og hugar mjög að því hvemig halli yfirborðs liggur við sól. Magnús álítur að hagstætt hlutfall þurfi að ríkja milli jarðvegsfitu og sólarhita. Færikvíar: Magnús sýslumaður er með þeim fyrstu sem innleiðir færikvi- ar í íslenskan búskap. Lét hann æmar vera þar yfir nóttina. Með þeim fékk hann jafnari dreifingu á áburði sem annars safnaðist sam- an í kvíabólinu og tróðst niður engum að gagni. Aveita: Framræsluskurði lét Magnús 130 - Freyr 1/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.