Freyr - 01.02.2003, Page 36
Magnús kom sér upp vermireit
til þess að geta sáð í snemma vors
og þannig flýtt fyrir vexti sumra
grænmetistegunda. Vermireit
þennan gerði hann uppi á fjós-
þekjunni þannig að plöntumar
fengu ylinn frá kúnum.
Margar krydd- og krásjurtir seg-
ist Magnús aðeins hafa handa
sjálfum sér, “til míns egin eftirlæt-
is“, eins og hann ritar, en kál og
rófur voru hins vegar til mikilla
búdrýginda fyrir heimili hans.
Magnús virðist ekki heQa ræktun
á kartöflum fyrr en 1773. Þá
höfðu aðrir verið að rækta þær um
meira en tíu ára skeið. Fékk
Magnús aldrei sérlega góða upp-
skem af þeim jarðargróða, en þó
voru kartöflur ágætur viðauki í
matjurtaframleiðslu hans
Magnús reyndi einnig að rækta
ýmsar komtegundir, það er hveiti,
sumar- og vetrarrúg, hafra og
bygg. Tókst honum sæmilega vel
með byggið og hafrana, en hinar
tegundimar brugðust. Byggrækt-
ina stundaði hann síðan með all-
góðum árangri. Einnig reyndi
hann að rækta lín og hamp og
jafnvel tóbak. Varð línið álnarhátt,
„sem utanlands þykir sæmilegur
vöxtur, segir hann.
Tilraunir Magnúsar með ræktun
trjátegunda bám lítinn árangur.
Hann varð sér úti um fræ og græð-
linga af trjám 1773 og setti niður
bæði greni og fum en þótt hann
hlúði að ungum trjásprotum bar sú
tilraun ekki árangur og misheppn-
aðist öll hans trjáræktarviðleitni.
Samt er hann bjartsýnn á að trjá-
rækt gæti heppnast hér á landi í
réttum landsvæðum. Víði plantar
hann við jaðar garðsins og kemur
sér þar með upp ágætu skjóli.
Uppfræðsla landsmanna
Með skrifum sínum og góðu
fordæmi i ræktun jarðávaxta tókst
Magnúsi að auka mjög áhuga
landsmanna á garðrækt. Gætti
þess einkum í nágrenni hans og
víðsvegar um Dalasýslu.
„í búfræði mun hann hafa verið
með mestu mönnum í sinni tíð,
skrifar Bogi Benediktsson um
Magnús í Sýslumannaæfum. Hann
fékk verðskuldaða viðurkenningu
fyrir frumkvæði sitt í ræktunarmál-
um. Landhússtjómarfélagið „heiðr-
aði hann með silfurpeningi og síðar
með sínum stóra heiðurspeningi af
gulli.“ Má álíta Magnús brautryðj-
anda á ýmsum sviðum jarðræktar
og upphafsmann í mörgum nýjung-
um í ræktunartækni.
Landsbótaáhugi Magnúsar
í NÚTÍMALJÓSI
Fróðlegt er að skoða viðhorf og
tilraunaviðfangsefni Magnúsar
sýslumanns, miðað við þau rann-
sóknarverkefni í jarðrækt sem hafa
verið til meðferðar á okkar tímum.
Margt það, er hann hugleiddi, er
vart tekið til nánari athugunar fyrr
en á seinni hluta tuttugustu aldar.
Tilraunir hans með grænmeti
halda að vísu jafnt og þétt áfram á
síðari öldum og hið sama má
segja um túnasléttun. Hins vegar
er ábending hans til bænda um að
kynna sér gróður túna, ákvarða
sláttutíma þeirra og áburðarþörf,
nokkur nýlunda. Em þessi við-
fangsefni ekki tekin til sérstakrar
rannsóknar fyrr en tilraunastofn-
anir í jarðrækt eru settar á laggim-
ar um miðja tuttugustu öld.
Viðfangsefni þessi verða þá að
hefðbundnum rannsóknaverk-
efnum. Þá fyrst er gerð úttekt á
gróðurfari íslenskra túna og farið
að kanna efnamagn og fóðurgildi
grastegunda á ýmsum þroska-
stigum, til þess að geta leiðbeint
um sláttutíma. Þá eru einnig
gerðar kannanir á gildi beitar-
skipta í afmörkuðum hólfum
túnsins. Sömuleiðis er þá hafín
könnun á áhrifum hrossabeitar
og má segja að þá sé staðfest að
hrossabeit að vissu marki sé til
ákveðinna bóta fyrir þrif fjöl-
breyttra tegunda í gróðurlendinu.
Gerðar em athuganir á áhrifum
sinunnar, sem Magnús telur vera
til mikils ógagns, og er sýnt
fram á nokkurt réttmæti þeirrar
skoðunar frá búfræðilegu sjónar-
miði. Má því með sanni segja að
Magnús hafi á margan hátt verið
brautryðjandi á sviði athugana á
bættri nýtingu jarðargróðurs og
hafi stuðlað að aukinni fjöl-
breytni nytjaplantna lands. Em
viðhorf hans í anda þeirrar stefnu
að bóndinn eigi að bæta land sitt
en ekki reyna að pína út úr búinu
hámarks afköst með því að
ganga á gróðurforða jarðarinnar.
Er rétt að telja Magnús frum-
kvöðul þess að hvetja bændur
þeirra tima til að vinna að sjálf-
bæmm búskap á Islandi.
Heimildir
Bogi Benediksson. Sýslumannaæf-
ir 1881-1915. 4 bindi.
Búalög. Hrappsey 1775.
Búalög 1775. Amór Sigurjónsson
bjó til prentunar. Prentsm. Jóns
Helgasonar. Reykjavík 1966. 73 bls.
Eggert Olafsson. Lachanologia eða
Maturtabók. Kbh. 1774. 126 bls.
Grágás. Odense Universitetsforlag
1974.
Islandske Maanedstidender,
Hrappsey 1773-5.
Magnús Ketilsson. Hrossabit er
hagabót, Hrappsey 1776.
Magnús Ketilsson. Hvenær á að
slá? Hrappsey 1776.
Magnús Ketilsson. Nokkrar tilraun-
ir gerðar með nokkrar sáðtegundir og
plöntur hentugar til fæðu. Hrappsey,
1779. 92 bls.
Magnús Ketilsson. Stutt ágrip um
ítölu búfjár í haga. Hrappsey 1776.
4.4. bls.
Olafur Olafsson. Islensk urtagarðs-
bók, Kaupmannahöfn 1770.
Þorsteinn Þorsteinsson. Magnús
Ketilsson sýslumaður. Félagsprent-
smiðjan 1935, 263 bls. Reykjavík.
| 32 - Freyr 1/2003