Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.2003, Blaðsíða 39
talar Magnús með mikilli eftirsjá um hina útlendu hrúta (sem Hast- fer flutti inn) „sem því miður náðu ekki að bæta stofninn“. Hann er þess hins vegar fullviss að önnur tilraun muni verða gerð. Hæpið telur hann að rækta hér upp gott ullarkyn með öðru móti. Úrkynjun Á sama hátt og hægt er að bæta fjárkynið með góðri meðferð þá úrættist (úrkynjast) það við illa meðferð - „en sé það (féð) látið verða horað og þessu fari svo fram um nokkra liði (ættlið) þá úr- ættist skepnan, so að henni verður með aungvu móti í lag komið nema með hinni mestu og bestu gjöf og meðferð og það þó ei fyrr en eftir þrjá eða ijóra liði“. Ekki þarf að geta þess hér að þetta var fyrir tíma þróunarkenn- ingar Darvins (1809-1882) og Mendelskenningar sem skapaði grundvöll erfðaffæðinnar (Mend- el 1822-1884) og sennilega einnig fyrir tíma Lamarckismans (Lam- arck 1744-1829) sem hélt því ffam að áunnir eiginleikar erfðust. Magnús var í þessum efnum bam síns tíma og studdist við bestu fá- anlegar reglur. Búfræði hans var ekki verri en erlendra. Margt af reglum Magnúsar má heimfæra að síðari tíma vitneskju. Hann mælir hvarvetna með natni og umhyggju og hvetur bændur m.a. til að fylgjast vel með ánum á sauðburði og vitnar þar í hinn sænska herramann Boye sem sjálfur lítur til fjárins á sauðburði á eyktar ffesti nótt sem dag og segir svo: „Svo mætti oss Islend- ingum þótt embætti hefðum, geitslegt eða verslegt, ei þykja óvirðing eða ónæði að líta sjálfir til kyndanna vorra“. Vaxtarlífeðlisfræði I umfjöllun um fráfærur, þann mikilvæga þátt fjárbúskaparins, varar hann mjög við því að taka mjólkina of snemma af lömbun- um og segir: „Sá vöxtur og krapt- ur sem lömbin fá fyrstu 14 daga sína - að þessu búa þau þar til fullorðin“. Það er svo gaman að segja ffá því að það varð dr. Halldór Páls- son, búnaðarmálastjóri, sem með rannsóknum sínum á vaxtarlífeðl- isfræði sauðfjár á fjórða tug síð- ustu aldar sýndi fram á að sá vöxt- ur og beinaþroski, sem ekki næst á einu lífsskeiði ungviðis, næst ekki fyllilega á öðru. Doktorsritgerð Halldórs um þetta efni varð heimsþekkt og viðurkennd meðal fræðimanna. Hrútaval Um hrútaval ræðir Magnús mikið og vitnar mjög í hina út- lendu fræðimenn. Þeir taka koll- ótta hrúta ffam yfir hymda og stangast það á við íslenska bú- mennsku. „Kollóttir hrútar teljast hér nærri ótækir. - en þó segir sá svenski þeir séu betri til brunds þvi mikill kraftur tapist í homin.“ Þó kveðst hann hafa heyrt það til bænda að kollótt fé sé ullar- betra því að grófleiki homanna sé orsök stríðrar ullar. Magnús fjallar um alla þætt i fjárræktarinnar og langur vegur er frá því að hægt sé að minnast á nema brot af skemmtilegum og stundum skrítnum athugasemdum hans. Göngur og réttir „Um fjallgöngur sem nú em orðnar fjallreiðar, síðan ómennsk- an magnaðist vil ég ekkert tala né um réttimar“, segir Magnús. „Ein- ast vildi ég að sá illur vani takist nú ei upp aftur sem var áður en faraldrið (kláðinn) kom, að sumir fluttu tóbak og þó mest brennivín í réttimar og seldu þar. Bændur seldu þá lömb og sauði sína og tóku hvaðeina sem þeir glæptust á.“ (Sauðaþjófnaður í réttum?). Og bætir við að eins gott sé að menn séu allsgáðir í réttum „hvar sauðir em einatt soramarkaður eð- ur markið ógleggra en svo að mönnum henti að missa vit og sjón.“ Staða tunglsins Staða tungls og áhrif hennar á það hvemig einstakir hlutir lánast í búskapnum er allvíða nefnd - enda lifa slíkar hégiljur góðu lífi enn í dag. Um rúning er fjallað sem annað. Þar segir m.a: „Sá svenski herramaður Boye gefur þá reglu að sauðfé skuli klippa með vaxandi tungli.“ „Eg meðkenni að ég á bágt með að trúa því sem ég skil ekkert í - en þó hefur margfold reynsla svo auðmýkt mig að ég voga ekki að neita þvílíkum náttúrulegum verk- unum þó ég skilji ekki orsakimar og þykir það ofdirfð að halda það fyrir hégóma.“ Svo segir nú upplýsingamaður- inn. Áður var fé yfirleitt rúið, þ.e. ullin var reytt af því en Magnús Ketilsson leggur mikla áherslu á að það sé klippt og virðist mér hann þar boða nýjung og greini- lega framfor. Hann birtir og orð- réttan alllangan kafla úr bæklingi Hastfers um það hvemig klippa skuli kindina. Leggja hana niður, sauðbinda og flokka ullina um leið og hún var tekin af. Það leið á mjög löngu áður en íslenskir bændur, almennt, lærðu viðunandi vinnubrögð við að taka af fé. Þeir hefðu betur lært það af Magnúsi og Hastfer. Læt ég þá lokið umfjöllun um sauðfjárræktina og tímans vegna verð ég að sleppa öðmm ritgerð- um sem þekktar em. Um æðarfugl Ein er sú ritgerð Magnúsar Ket- ilssonar sem til þessa hefur litið Freyr 1/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.