Freyr

Volume

Freyr - 01.02.2003, Page 43

Freyr - 01.02.2003, Page 43
þess heimsækja þá viðkomandi, skoða landið og ræða framtíðar- landnýtingu jarðarinnar með ábú- endum. Mikil áhersla er lögð á undirbúningsvinnu skógræktar- innar hjá verkefnunum. Það er margt sem taka þarf tillit til þegar ráðist er í skógrækt, ekki aðeins skógræktarskilyrðin heldur einnig umhverfisáhrifín og framtíðar- landnýting jarðarinnar í heild sinni. Þegar landeigandi hefur fengið inngöngu í verkefnið hefst ferill skipulagningar. Landið er greint í gróðurhverfi og kortlagt. Allar fomminjar og rústir eru skráðar og mýrar og votlendi er aldrei tekið til skógræktar. Þegar gerð hefur verið skógræktaráætl- un geta framkvæmdir hafíst. Landshlutaverkefnin veita einn- ig bændum framlög til ræktunar skjólbelta, fyrirkomulagið er þó með öðrum hætti að því leyti að ekki eru gerðir þinglýstir samn- ingar um skjólbeltarækt og ekki er greitt fyrir vinnuframlag landeig- enda heldur einungis fyrir efhis- kostnað. Mikill áhugi hefur verið frá upphafi fyrir þátttöku í lands- hlutabundnu skógræktarverkefn- unum og ekki hefur verið hægt að taka inn í verkefnin alla sem sótt hafa unt ennþá. Biðlistar eru í flestum landshlutum og veltur það á ljárveitingavaldinu hversu öflug verkefnin verða á næstu ámm. Áhugi bænda og landeiganda er fyrir hendi og nú er tækifæri til að byggja upp hérlendis öfluga nýja búgrein sem kemur til með að verða land og þjóð ómetanleg verðmæti í framtíðinni. 15 ára lerkiskógur. (Ljósm. Val- gerður Jónsdóttir). Molar ESB VILL FRAMLENCJA BANN VIÐ NOTKUN KJÖTMJÖLS í FÓÐUR Embættismannaráð ESB leggur til aö bann við að nota kjöt- og beinamjöl í fóðurblöndur verði framlengt. Bannið gildir fram til júlí á þessu ári en ráðið leggur til að það verði framlengt um a.m.k. tvö ár. Bent er á að kúariðan sé á undanhaldi sem að einhverju ieyti megi þakka þessu banni. Varúð- arreglur um áhaettusamt hráefni í fóður skuli jafnframt hertar. Full samstaða er ekki um þessa ákvörðun, en Bretland, Holland og Danmörk vilja aflétta banni við að nota kjöt- og beina- mjöl í svína- og alifuglafóður. Þjóðverjar styðja hins vegar bannið eindregið. Þeir vilja fyrir alla muni komast hjá því að aftur gjósi upp umræða um varasamt fóður búfjár þar í landi. (Landsbygdens Folk nr. 87/2002). Innri markaðurinn MIKILVÆGASTUR Hvert heimili i löndum ESB hefur notið kjarabóta að upp- hæð um 4.000 n.kr. eða um 45.000 ísl. kr. á ári í 10 ár vegna innri markaðar sam- bandsins. Það er álit Peter Gæmælke, formanns Dönsku bændasamtakanna, í viðtali sem tekið var við hann i danska blaðinu Politiken. Hann telur að frjáls vöruviðskipti innan ESB sé best heppnaði þátturinn í sam- starfi ESB landanna. Fyrirtæki hafa fengið frjálsan aðgang að heimamörkuðum 15 aðildar- landa sambandsins. Það hefur aukið samkeppni og leitt til lægra verðs og fjölbreyttara vöruframboðs. Fyrir danska bændur hefur þetta hins vegar leitt til þess að þeir fá nú einungis 11 aura af hverri krónu sem neytandinn greiðir fyrir afurðir þeirra, en fengu 13-14 aura fyrirtíu árum. (Bondebladet nr. 3/2003) Kostnaður landa ESB VEGNA NÝRRA AÐILDAR- LANDA SAMBANDSINS UM 25 EVRUR Á ÍBÚA Belgíska blaðið Le Soir hefur birt útreikninga um kostnað ESB við að Ijölga aðildarlöndum sam- bandsins um 10 lönd frá 1. maí árið 2004 og kemst blaðið að því að það muni kosta núverandi íbúa ESB landanna, 15 alls, um 25 evrur á mann eða um 2000 ísl. kr. Nýju löndin, sem á vestrænan mælikvarða búa við verulegra lé- legri lífskjör en þau sem fyrir eru, verða einnig að greiða til sam- bandsins háar fjárhæðir. Fyrsta aðildarárið verða þau að greiða sem svarar um 24 milljörðum n.kr. og tvö næstu ár alls um 36 milljarða n.kr. alls. (Bondebladet nr. 3/2003). I Freyr 1/2003 - 39 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.