Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 2

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 2
Altalað á kaffistofunni Búnaðarþing 2003 Búnaðarþing á sér sem betur fer sínar léttu hliðar. Georg á Kjörs- eyri kann að koma orðum að þeim. „Þegar ég kom á Hótel Sögu á mánudagskvöldi fyrir þingsetn- ingu og gekk í gegnum móttök- una og leit yfir Mímisbar sá ég að þar voru komnir nokkrir af félög- um mínum á búnaðarþingi. Sátu við borð með glas í hendi og iðk- uðu mannleg samskipti sem er nú það skemmtilegasta við þing- störfin. Sitja hérna saman í hring með sólskinsbrosið þekka. Bœndur á leið á búnaðarþing byrjaðir strax að drekka. Svo byrjuðu þingstörf. Snemma komu á dagskrá þrjú mál í röð sem öll voru um villta fugla, ofveiddar rjúpur, meinvarg eins og máva og túnvarginn álft- ina. Þetta var nokkuð mikið um fugla svona í einni bunu. Mér finnst við séum farin að rugla og fulltrúarnir hugmynda- snauðir. I löngum ræðum er fia/lað um fugla sem fiognir eru brott eða dauðir. Nú er Bændablaðið farið að birta ættffæðisíður og byrjaði á stórgripunum Agli á Berustöðum og Sindra í Bakkakoti. Egill kom- inn af Þorgeiri Ljósvetningagoða og Sindri af Oddveijum. A búnaðarþingi komu til um- ræðu greinaskrif í Bændablaðinu og komst ræðumaður svo að orði „að þau væru vonandi af viti“. I blaðinu okkar er vonandi vit þvi víða er ullin af geitum. Nú erþað orðið œttfiræðirit um islenska kónga i sveitum. Undir lokin var búnaðarþing að komast í tímaþröng. Forseti þings- ins, Haukur Halldórsson, hvatti menn til að fara vel með tímann, las upp langa mælendaskrá og er hann kom að Emi Bergssyni kvaðst Öm falla ffá orðinu. Forseti tilkynnti tafarlaust: Öm Bergsson er fallinn frá. Forseti þingsins er höfðingi hreinn en herfrœðilega siðaður. Núna drap hann af okkur einn, Örninn, sem þó erfriðaður. Ekki leið á löngu þar til Öm var kominn í pontu og sagðist afturgenginn og á vonandi mörg líf eftir. Óðar tók hann um að spranga orðum klifandi. Ekki verri afturganga en áður lifandi. Við setningu búnaðarþings flutti landbúnaðarráðherra ræðu í björtum tón eins og hann er vanur. Þá ræddi hann um viður- kenninguna á því að Island sé uppmnaland íslenska hestsins og einnig um hinar dugmiklu sveita- konur í samtökunum „Lifandi landbúnaður Gullið heima“. Lífið er gleði og barátta í bland blikandi af fyrirheitum. Island er líka upprunaland ágœtra kvenna i sveitum “. Molar Hver ÞÝSKUR BÓNDI BRAUÐFÆÐIR 128 MANNS Þýsku bændasamtökin DBV hafa kannað afkastaaukningu i landbúnaði á síðari árum. Þar kemur fram að fyrir 100 árum brauðfæddi hver þýskur bóndi fjórar manneskjur, árið 1950 tíu manns og nú 128 manns. Meðaluppskera hveitis fyrir 100 árum var 1.850 kg á hektara en er núna fjórfalt meira. Hveiti af einum hektara dugar nú í 136 þúsund bolludagsbollur. Hver þýsk mjólkurkýr mjólkar nú 16 lítra á dag að meðaltali og sér þannig 17 manns fyrir ný- mjólk og mjólkurafurðum. Þetta hefur gerst með mikilli fram- leiðniaukningu í landbúnaði á siðari árum, en landbúnaður er nú atvinnuvegur sem nýtir sér hátækni, jafnframt þvi að vera með fætur á jörðinni. Einnig hafa atvinnugreinar í tengslum við landbúnaðinn aukið umsvifsín. Nú starfa um 11% af fólki á vinnumarkaði í Þýskalandi við framleiðslu, vinnslu og sölu á matvælum. (Landsbygdens Folk nr. 3/2003). | 2 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.