Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 9

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 9
Kjaranefnd Rögnvaldur Olafsson, formaður Bjami Stefánsson Karl Kristjánsson María Hauksdóttir Sigurbjartur Pálsson Þórhildur Jónsdóttir Aðstoðarm: Ema Bjamadóttir Maríanna H. Helgadóttir Umhverfis- og jarðræktarnefnd Jónas Helgason, formaður Guðmundur Steinar Björg- mundsson Guðni Einarsson Helgi Jóhannesson Jón Benediktsson Þorsteinn Kristjánsson Aðstoðarm: Ottar Geirsson Afgreiðsla kjörbréfa Örn Bergsson gerði grein fyrir störfum kjörbréfanefndar. Kjör- bréf fulltrúa vom samþykkt á þar síðasta þingi og því ekki þörf á að samþykkja þau nú. Allir aðalfull- trúar vom mættir, nema Hilmar Össurarson, en í hans stað var mættur varamaður hans Guð- mundur Steinar Björgmundsson og Kjartan Olafsson, en í hans stað var mættur varamaður hans Helgi Jóhannesson. Þá hafa þau Bergur Pálsson og Sólrún Ólafs- dóttir sagt af sér setu á búnaðar- þingi en í þeirra stað vom mættir varamenn þeirra, Guðni Einarsson og Jóhannes Sveinbjömsson. Skýrsla framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands Sigurgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Is- lands, flutti skýrslu um framvindu mála frá Búnaðarþingi 2002. Almennar umræður 1. Þorsteinn Kristjánsson. Ræðumaður kvaðst gera ráð fyrir að umræða um félagskerfið verði fyrirferðarmikil á þinginu enn eina ferðina, allt frá gmnneining- um þess til búnaðarþings. Hann hafði vænst þess að bið yrði á svo byltingarkenndum tillögum að leggja til að búgreinafélögin ein verði gmnneiningar Bændasam- takanna. Það verður að gefa þró- un félagskerfísins tíma og bú- greinafélögin em ekki í stakk bú- in til þess að taka þetta hlutverk að sér strax, þótt það kunni að vera framtíðarmarkmið. Hann hvatti fulltrúa til þess að leggja þetta þing ekki undir félagsmála- kerfið og umbylta því enn eina ferðina. Þá fjallaði hann um hina alvarlegu stöðu á kjötmarkaðnum sem hann kvað hvíla þungt á mörgum fulltrúum. Þingið verður að reyna að hafa jákvæð áhrif til þess að hjálpa til við að greiða úr þessum vanda sem á rót sína að rekja til of hraðrar uppbyggingar og framleiðsluaukningar í svína- og alifuglarækt, sem lánastofnanir landsins eiga stóran þátt í. Ymsir hamra á því að offramleiðsla sé á kindakjöti þó að framleiðsla þess hafi lítið aukist að undanfömu. Offramleiðsluvandinn í hvíta kjöt- inu veltur hins vegar yfir á kinda- kjötið fremur en að það valdi hon- um og skapar miklu meiri útflutn- ingsþörf kindakjöts á þessu ári en hagstæðir markaðir em tilbúnir að taka við. Samkeppnisyfirvöld þurfa að gripa í taumana þegar stórfelld og langvarandi sala kjöts undir framleiðslukostnaðarverði á sér stað. Að síðustu kynnti hann ályktun formannafundar Lands- samtaka sauðfjárbænda þar sem Sólrúnu Ólafsdóttur vom þökkuð störf hennar innan félagskerfis bænda og þá sérstaklega í þágu sauðfjárbænda. Ennfremur vom í ályktuninni átalin þau vinnubrögð sem fundurinn taldi að viðhöfð hefðu verið við að bola Sólrúnu úr stjóm Bændasamtakanna og af vettvangi félagskerfis bænda. 2. Þórólfur Sveinsson. Ræðu- maður kvað búnaðarþing nú hald- ið í skugga hinnar erfiðu stöðu á kjötmarkaðnum. Hann íjallaði um störf stjómar Lánasjóðs landbún- Freyr 2/2003 - 9 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.