Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 10

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 10
aðarins og vísaði í skýrslu sem lögð hefði verið fyrir þingið þar um. Hann taldi ekki að Lánasjóð- urinn hefði ekki verið stór orsaka- valdur að þeirri gríðarlegu aukn- ingu sem orðið hafi í framleiðslu hvíta kjötsins á undanfömum ár- um, enda hefði framleiðsluaukn- ingin verið margfalt meiri en hlut- deild sjóðsins í lánveitingum til ljárfestinga í svína- og alifugla- rækt. Mikill munur er hins vegar á Qárfestingarkostnaði að baki hverju einstöku kg eftir kjötteg- undum. Stýriáhrif opinbers lána- sjóðs eins og Lánasjóðs landbún- aðarins eru ekki eins mikil og gef- ið hefur verið í skyn. Hann benti síðan á nokkur dæmi sem upp hefðu komið í gegnum tíðina um tímabundna offramleiðslu í ýms- um búgreinum, s.s. í kartöflurækt, nautgripakjöts-, eggjaframleiðslu o.fl. Heilbrigð samkeppni á markaðnum felst í því að leyfa honum að þróast þannig að sá sem framleiðir fyrir lægsta verðið standi uppi sem sigurvegari. Raunin hefur hins vegar orðið sú að sá sem lengst þolir undirverð hefúr sigrað. Að lokum lýsti hann sig reiðubúinn til þess að svara öllum þeim spurningum sem full- trúar kynnu að beina til hans um Lánasjóð landbúnaðarins. 3. Jóhann Már Jóhannsson. Ræðumaður velti því fyrir sér í til- efni af ummælum Þorsteins Krist- jánssonar hvað væri offram- leiðsla. Er það ekki offramleiðsla þegar sauðijárbændur þurfa að flytja úr landi 25% af framleiðslu sinni fyrir verð sem rétt nægir fyr- ir breytilegum kostnaði? Ef svo fer sem horfir þá mun innan skamms þurfa að flytja úr landi 50% framleiðslunnar og það á jafnvel ennþá lægra verði. Með þessu er ég ekki að gagnrýna hvemig staðið er að útflutningn- um, ég tel að ekki hafi verið betur að honum staðið í annan tíma. Það er því einföldun að halda því fram að öll vandræðin á kjötmark- aðnum séu framleiðendum hvíta kjötsins að kenna. Landbúnaðar- ráðherra verður tíðrætt um þau miklu tækifæri sem felast í út- flutningi lambakjöts, en hann lækkaði hins vegar útflutnings- hlutfallið á þeirri forsendu að sauðljárbændur þyldu ekki meiri útflutning af Qárhagsástæðum. Það er eitthvað sem rímar ekki í þessari vísu. I setningarræðu sinni ijallaði fonnaður um leiðir til lausnar á vandamálum kjöt- markaðarins, en sú eina raunhæfa er, að hans áliti, að aðlaga fram- leiðsluna að innanlandsmarkaðn- um ef halda á uppi tekjum í sauð- ijárræktinni. Miðað við þessar yf- irlýsingar er sá samningur sem sauðijárbændur búa við nú því í raun „gjaldþrota“. Aðalfundur Landssamtaka sauðijárbænda samþykkti sl. sumar að gerðar skyldu breytingar á sauðijársamn- ingnurn, en frumvarp þar að lút- andi var hins vegar ekki lagt fyrir Alþingi fyrr en i desember sl. Þar var þessum hugmyndum hafnað og virtist það koma mönnum mjög í opna skjöldu. Það sem er því að gerast nú í skjóli samnings- ins er að framleiðslan er að auk- ast, jafnvel þó að framleiðendun- um fækki og ásettu fé ijölgar svo þúsundum nemur. Því þarf þegar að heija vinnu við að fá samning- inn tekinn upp frá grunni en sorg- legt er að tækifærið til þess hafi ekki enn verið notað. Eins og staðan er í dag sést að núverandi samningur mun ekki skila tilætl- uðum árangri. Búnaðarþing verð- ur að gefa sér tíma í þessa um- ræðu. Samkvæmt fúndargerðum stjórnar Bændasamtakanna og Landssamtaka sauðijárbænda virðast þær hafa skautað létt í gegnum umræðuna um kjötmark- aðinn og það eina sem stjórn Bændasamtakanna lagði til að yrði endurskoðað í samningnum var afleggja 0,7 regluna, en hún er þó eina regla samningsins sem er framleiðsluhamlandi. 4. Haraldur Benediktsson. Ræðumaður þakkaði góða ræðu fonnanns við setningu þingsins og lýsti ánægju sinni með erindi Davíðs Gíslasonar frá Svaðastöð- um, en búnaðarþingi er mikill heiður af heimsókn hans. Hann þakkaði stjóm Bændasamtakanna fyrir starfið í þjóðlendumálunum, en þar er um að ræða stærsta mál landeigenda og bænda til margra ára. Það verður að koma í veg fyrir að réttur landeigenda til að nytja jarðir sínar sé takmarkaður. Þessi barátta rímar líka við rétt- indabaráttu Samtaka eigenda sjáv- arrarða. Almenningur telur sig í vaxandi mæli hafa ótakmarkaðn rétt til þess að vaða yfir lönd bænda og sveitarfélögin hafa jafn- vel skipulagt gönguleiðir i gegn- um lönd þeirra að þeim forspurð- um. Hann ijallaði síðan um al- þjóðamálin og kvaðst, ásamt Þór- ólfi Sveinssyni, hafa lagt erindi fyrir þingið um að Bændasamtök- in leiddu saman alla þá aðila í ís- lenskum landbúnaði sem þurfi til að heyja hagsmunabaráttu fyrir hann á alþjóðavettvangi. Hann taldi íslenska bændur ekki mega glata tækifærinu til að kynna sér allar hliðar þessara mála því að annars kynnu þeir að verða leidd- ir áfram í þeim efnum, eins og lömb til slátrunar, jafnvel strax að loknum næstu kostningum. Þá lýsti hann stuðningi við áherslur stjórnar Bændasamtakanna um faghópana, en furðaði sig á því að nokkur búgreinasamtök hefðu enn ekki tilnefnt fulltrúa til þess að starfa innan faghóps í jarðarækt. Hagræðing og uppstokkun í ráð- gjafarþjónustunni er í fullum gangi víða um land, t.d. hafa Bún- 110 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.