Freyr

Volume

Freyr - 01.03.2003, Page 11

Freyr - 01.03.2003, Page 11
Frá búnaðarþingi 2003, frá hægri, Þorsteinn Kristjánsson, Guðmundur St. Björgmundsson, Guðbjartur Gunnarsson og Baldvin Kr. Baldvinsson. aðarsamtök Vesturlands og Bún- aðarsamband Vestijarða gert sam- starfssamning um ráðgjafarþjón- ustu sem verður báðum aðilum til framdráttar. Svipaða sögu er að segja um samstarf búnaðarsam- bandanna í Eyjafírði og Þingeyj- arsýslum og víðar. Að lokum vildi hann taka undir niðurlagsorðin í setningarræðu formanns þar sem hann sagði að “framtíðin væri þeirra sem búa sig undir hana”. 5. Aðalsteinn Jónsson. Ræðu- maður þakkaði góðar ræður við setningu þingsins, en kvaðst sakna þess að ekki hafi verið meira gert úr setningunni. Eðli- legt hefði verið að tengja hana við alþjóðlegu matreiðslukeppnina sem nýlokið væri. Hann þakkaði Baldvin Jónssyni fýrir starf hans við kynningu á íslensku lamba- kjöti erlendis. Það á eftir að verða okkur mikils virði í framtíðinni að hafa fengið alla þessa erlendu matreiðslumenn og blaðamenn til landsins í tengslum við keppnina. Hann ijallaði því næst um sam- þykktir Bændasamtakanna og hver væri hin eiginlegi tilgangur samtakanna. Aðal hlutverk þeirra hlýtur að vera það að vera mál- svari landbúnaðarins í heild sinni gagnvart samfélaginu, bændum, neytendum, erlendum þjóðum o.s.frv. Þróunin mun því væntan- lega verða sú að innan fárra ára mun búnaðarþing verða mun fá- mennara og eingöngu hafa það hlutverk að koma að setningu laga sem tengdust landbúnaðinum og vera málsvari hans hérlendis og erlendis. Búgreinamar fari í aukn- um mæli með sín mál. Hann taldi hins vegar ekki rétt að eyða mikl- um tíma í þref og þjark um sam- þykktimar nú. Því næst kynnti hann ályktun frá formannafúndi Landssamtaka sauðfjárbænda þar sem hafnað er framkomnum til- lögum til búnaðarþings um að bú- greinafélögin verði ein gmnnein- ingar Bændasamtakanna og áher- sla er lögð á að búnaðarsambönd- in og búgreinafélögin verði áfram grunneiningar samtakanna með sama hætti og verið hefur. Þá fjallaði hann um Lánasjóð land- búnaðarins og þakkaði skýrslu stjómar hans og framkvæmda- stjóra. I skýrslunni virðist koma fram sú stefnubreyting að stjóm sjóðsins hafi ákveðið að breyta mynstrinu á kjötmarkaðnum. Hvaðan eru þær hugmyndir fengnar að framleiðslan á hvíta kjötinu hafí verið minni en ráð hafí verið gert fýrir? Þá taldi hann ámælisvert að í skýrslunni væri gerð mjög ítarleg úttekt á stöðunni á kindakjötsmarkaðnum, þar sem talið væri að verðlækkun og um- boðssala kjöts væri framundan, en þegar að hvítu greinunum kæmi væri ekki minnst á nein vandamál. Hann kynnti í framhaldi af því ályktun frá formannafúndi Lands- samtaka sauðíjárbænda þar sem lagt er til að teknar verði til endur- skoðunar þær greiðslur sauðfjár- ræktarinnar af búnaðargjaldi sem renna til Lánasjóðs landbúnaðar- ins. Því næst fjallaði hann um al- þjóðasamninga, en þeir munu koma til með að hafa gríðarleg áhrif á starfsumhverfí íslensks landbúnaðar, með minnkandi toll- vemd, auknum innflutningskvót- um og stórfelldum samdrætti á framleiðslutengdum stuðningi við hann. Við verðum að búa okkur undir yfirvofandi breytingar og freista þess að breyta þessum ógn- unum í tækifæri. Þá fjallaöi hann um störf sín í sláturhúsanefnd landbúnaðarráðherra, en nefndin er sammála um að kjötframleið- endur í hefðbundnu greinunum eigi að geta lækkað sláturkostnað um 20-30 kr. pr. kg með því að fullnýta þau sláturhús sem þegar hafa Evrópuleyfi. Til þess þarf hins vegar fjármagn til þess að úr- elda gömlu sláturhúsin. Hann benti á að 1.515 tonn af kindakjöti hefðu verið flutt úr landi á sl. ári og kvað verðið hafa farið hækk- Freyr 2/2003 - 11 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.