Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2003, Side 12

Freyr - 01.03.2003, Side 12
andi þrátt fyrir styrkingu gengis krónunnar. Kindakjötið er eina af- urð íslensks landbúnaðar sem hægt er að selja úr landi fyrir þokkalegt skilaverð. Samkvæmt athugun Hagþjónustu landbúnað- arins á framkvæmd sauðfjársamn- ings er það fyrst og fremst staðan á kjötmarkaðnum en ekki ákvæði sauðíjársamningsins sem skert hafa tekjur sauðfjárbænda. 6. Bjarni Stefánsson. Ræðu- maður fjallaði í fyrstu um úr- vinnslu stjórnar Bændasamtak- anna á samþykktum síðustu bún- aðarþinga. A síðasta þingi var samþykkt að unnið skyldi að gerð samnings við ríkisvaldið urn starfsskilyrði í loðdýrarækt, sam- bærilegan við það sem tíðkast í nágrannalöndunum, en enn hefur ekkert áunnist í þeim efnum. Svo virðist sem stjóm Bændasamtak- anna hafi lítið unnið í málinu á sl. ári. Einum lið ályktunarinnar hef- ur þó verið komið í framkvæmda, þ.e. um skuldbreytingar, og því ber að fagna. Næst benti hann á að nýlega hafi í einni af stofnun- um landbúnaðarráðuneytisins verið tekin ákvörðun um að legg- ja niður eina starfandi tilraunabú- ið í loðdýrarækt í landinu. Hið opinbera virðist ekki vera að hugsa til langs tíma í þeim efnum og er það til marks um áhugaleysi stjómvalda um málefni greinar- innar. Svo virðist sem Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri hafi tekið þá stefnu að starfrækja bún- aðarmenntun án búrekstrar. Með slíkri stefnu er að vissulega hægt að spara mikla fjármuni. I sam- keppnislöndum okkar leggja yfir- völd myndarlega til grunnrann- sókna. Þá er loðdýraræktin t.a.m. notuð til byggðastuðnings í Nor- egi. Síðasta búnaðarþing lagði mikla áherslu á byggðastefnu, en hverju vildu menn ná fram? I hvaða landbúnaðargreinum átti að Qölga störfum? Hvemig og hvað mikið? Innan landbúnaðar- ins er meðvitað verið að fram- kvæma hagræðingu og verið að fækka í búgreinunum. Hvar em sóknarfærin? Hann bað menn síð- an að velta því fyrir sér í hvaða greinum íslensks landbúnaðar væri hægt að auka framleiðsluna vemlega án þess að það hefði lækkun afurðaverðs í för með sér; í hvaða greinum hans þurfi ekki að leggja í aukið markaðsstarf til að auka framleiðnina; í hvaða greinum hans er framleiðsluaukn- ing nýrra aðila stuðningur við þá sem fyrir væm í greininni, hvaða greinar hans væm óháðar yfirvof- andi milliríkjasamningum og hvaða greinar hans hefðu þegar yfir að ráða því framleiðslu- og markaðskerfi sem til þyrfti til að auka mætti framleiðsluna veru- lega. Það á við um nokkrar bú- greinar og loðdýraræktin er ein þeirra. Að lokum kvaðst hann vonast til þess að bændur og stjómvöld nýttu sér þau sóknar- færi sem þau ættu í landbúnaðin- um. 7. Kristinn Gylfi Jónsson. Ræðumaður þakkaði í fyrstu góð- ar ræður við setningu þingsins. Hann kvaðst þess fullviss að stað- an á kjötmarkaðnum yrði mikið til umræðu á þinginu, en bað fulltrúa að vera raunsæja um ástandið þar. Markaðurinn mun leita jafnvægis og það verður engin hönd sem mun stýra aðgerðum til þess að svo megi fara. Þeir framleiðend- ur, sem aukið hafa framleiðslu sína, verða að bera ábyrgð og finna fótum sínum forráð í sinni uppbyggingu. Þeir, sem hafa ver- ið að byggja upp í alifúgla- og svínaræktinni á undanfömum ár- um, hafa verið að hugsa til langs tíma. Til næstu ára munum við að mestu leyti neyta innlendra bú- vara. Ovissan um alþjóðasamn- inga, hugsanlega inngöngu í Evr- ópusambandið o.s.frv., er miklu alvarlegri fyrir bændur en það tímabundna vandamál sem við er að glíma á kjötmarkaðnum. Markaðurinn mun leita jafnvægis með þeim hætti að þeir sem hafa verið að framleiða of mikið munu draga úr eða hætta framleiðslu. Lánasjóður landbúnaðarins hefur lánað hlutfallslega lítið til þeirrar aukningar sem hefur orðið á að- stöðu til svína- og alifúglaræktar á undanfömum ámm. Sjóðurinn gerði þó þau mistök að lána til Is- landsfugls á Dalvík. Þar var um óeðlilegt inngrip að ræða hjá sjóðnum. Þá vom það pólitísk hrossakaup sem urðu til þess að Reykjagarður lenti í höndum Bún- aðarbankans. Engin þörf var á byggingu nýs sláturhúss á Hellu, en Búnaðarbankinn var með því að vemda hagsmuni sína á svæð- inu. I stað þess að vinna saman fóm menn hver í sína áttina og niðurstaðan varð yfírkeyrsla í framboði. Svína- og alifugla- bændur hafa jafnan varast að krefjast þess að dregið sé úr styrkjum til sauðfjárbænda. Það verður að ná fram hagræðingu og mynda öflugan sölumátt á móti innkaupamætti smásalanna. Reg- inmunur er á milli aðstöðu fram- leiðendanna í svínaræktinni og gríðarlegur munur er á fram- leiðslukostnaði einstakra búa þar. Þá er ennfremur mikill munur milli framleiðenda hvort þeir geti keypt sér aðgang að markaði í gegnum kjötvinnslur. Ef sauðfjár- og nautgripabændur ætla að ná ár- angri í úrvinnslu og sölu kjöts þá verða þeir að byggja upp tvö stór fyrirtæki til þess í landinu því að meira þarf ekki til þess að þörfinni sé fullnægt. Það er vissulega óæskilegt að menn selji undir framleiðslukostnaðarverði, en það getur engu að síður verið nauð- synlegt tímabundið til þess að 112 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.