Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.2003, Side 13

Freyr - 01.03.2003, Side 13
Frá búnaðarþingi 2003, frá hægri, Haraldur Benediktsson, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og Guðbjartur Gunnarsson. menn geti keypt sér stöðu á mark- aðnum. 8. Ásta Ólafsdóttir. Ræðumað- ur Qallaði um starfsemi Lands- samtaka vistforeldra í sveitum, en samtökin eiga það sameigin- legt með Ferðaþjónustu bænda að þau vinna með fólk. Eins og landbúnaðarráðherra sagði þá er allt líf í sveit landbúnaður, en mikilvægasta ræktunin er ræktun þjóðarinnar sjálfrar. Skriður er nú að komast á menntunarmál sam- takanna, en undanfarin búnaðar- þing höfum við freistað þess að fá stuðning við það kerfi sem nú er að komast í gagnið. Starfsmað- ur hefur verið ráðinn til þess að þýða umrætt forrit og í framhald- inu hefst vinna við að staðhæfa það og kenna. Samtökin hafa því ákveðið að halda ekki námskeið fyrr en að þeirri vinnu lokinni. Ræðumaður kvaðst tæpast hafa haft undan við að svara fyrir- spumum frá fólki sem vill heíja störf í greininni, enda gríðarleg þörf á að koma bömum og ung- lingum í vistun út í dreifbýlið. Barnaverndarstofa hefur verið samtökunum velviljuð og vill nýta krafta vistforeldra í sveitum í þágu þjóðarinnar. Þá hafa aðil- ar inna vébanda samtakanna gert tilraunir með að vinna með er- lenda unglinga, enda þykir það hagstætt því að þannig era þeir ekki í tengslum við það umhverfi sem skapað hefur þeim vandræði fyrr á lífsleiðinni. Á þessu hafa hins vegar verið hnökrar, s.s. að í einstaka tilfellum hefur láðst að leita samþykkis Utlendingaeftir- litsins, ekki verið haft nægilegt samráð við Bamaverndarstofu, eða viðkomandi vistforeldrar ekki verið með tilskilin leyfi. Öllum þessu hefur nú verið kippt í liðinn, en hnökramir vom þó smámunir einir miðað við það sem áunnist hefur. Að lokum kvaðst hún horfa með mikilli bjartsýni til þeirra atvinnutæki- færa sem vistun bama og ung- linga á sveitaheimilum byði upp á í framtíðinni. 9. Sigurður Jónsson. Ræðu- maður fjallaði um starfsemi Landssamtaka skógareigenda. Samtökin vom stofnuð fyrir sex ámm, en landshlutafélögin em nú sex með alls 613 bændur innan sinna vébanda. Eins og fram kom hjá landbúnaðarráðherra þá hefur vaxandi Qármagni verið veitt til greinarinnar á undanfömum ár- um. I dag em um 300 bændur á biðlistum landshlutaverkefnanna. Flestir bændur starfa í dag á veg- um Suðurlandsskóga, eða 225, en þar að auki em 20 á biðlista, hjá Héraðsskógum starfa 114 bændur með xx á biðlista, hjá Vesturlands- skógum starfa 111 bændur með 75 á biðlista, hjá Vestfjarðaskógum starfa 30 bændur með 59 á biðl- ista, hjá Norðurlandsskógum star- fa 110 bændur með 62 á biðlista og hjá Austurlandsskógum starfa 23 bændur með 57 á biðlista. Byggja verður upp félagslegan þátt samtakanna samfara þeirri miklu uppbyggingu sem er að verða innan greinarinnar. Samtök- in eiga samleið með Bændasam- tökunum og em mjög áfram um að starfa innan þeirra. Þó finnst okkur hafa skort á þann stuðning sem við væntum með vem okkar innan Bændasamtakanna, en fyrir skömmu áttum við kynningarfund með stjóm þeirra sem vonandi bætir þar úr. Framtíðarsýnin er sú að byggja upp þær jarðir, sem fara í eyði, eða þar sem hefðbundinn búskapur er aflagður. Fólk er að flytjast úr þéttbýlinu út í dreifbýl- ið á ný til þess að stunda skóg- rækt. Það fjármagn sem veitt er í skógrækt veitir mikla atvinnu í dreifbýlinu. Þá mun koltvísýr- ingsbinding skógarins væntanlega gefa okkur vemlegar tekjur í framtíðinni, en um það þurfum við að semja við alþjóðasamfélag- ið. Þaðan munu tekjumar fyrst og fremst koma þar til að skógurinn fer að gefa af sér hefðbundinn arð í fyllingu tímans. 10. Sigurgeir Sindri Sigurgeirs- son. Ræðumaður fjallaói í fyrstu Freyr 2/2003-13 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.