Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Síða 16

Freyr - 01.03.2003, Síða 16
lenskir neytendur vilja? Lífrænn landbúnaður hefúr ekki náð að þróast hér á landi líkt og víða er- lendis. Er það miður að við skul- um sitja eftir í þeirri þróun. Er ekki tímabært að stjómvöld og ís- lenskur landbúnaður setji sér markmið varðandi lífræna fram- leiðslu? Af eigin reynslu fullyrði ég að íslenska sauðkindin er vel til þess fallin að aðlagast lífrænni ffamleiðslu. Það væri ekki óraun- hæft markmið að 10% dilkakjöts- framleiðslunnar væri orðin líffæn eftir5-10ár. Koma þarf á aðlög- unarstyrkjum sem myndu rúmast í hinu svokallaða græna boxi í WTO-samningunum. Eins og staða greinarinnar er í dag er hér um raunhæfan kost að ræða og skora ég á forystu sauðfjárbænda, Bændasamtökin og stjómvöld að skoða þessa leið fyrir alvöru. Allt tal um vistvæna vottun hefúr litla sem enga merkingu hjá neytend- um. Lífræn vottun er samningur um framleiðslu og vinnsluferli vömnnar frá framleiðenda á disk neytandans. Það er mín skoðun að við náum aldrei árangri með út- flutning á íslensku lambakjöti fyrr en við getum boðið það lífrænt vottað. 15. Jónas Helgason. Ræðumaður lýsti ánægju sinni með ávarp Dav- íðs Gíslasonar ffá Svaðastöðum. Hann fjallaði því næst um félags- málin og lagði áherslu á að að kerfinu verði leyft að þróast í ró- legheitum. Mikill slagur varð um félagskerfið á búnaðarþingi fyrir þremur ámm. í ffamtíðinni gæti verið nauðsynlegt að fækka full- trúum, en menn greinir á um hvaða leiðir á að fara í þeim efn- um. Hann taldi skondið hvemig aðkoma lánastofhanna hafi verið að uppbyggingar- og ffamleiðslu- ferlum sumra kjöttegunda. Það getur ekki talist eðlilegt að lána- stofnanir séu að niðurgreiða sum- ar kjöttegundir til þess að koma eigin ffamleiðslueiningum í verð á markaði. Þegar upp er staðið eru það framleiðendumir sem tapa. Að síðustu lýsti hann óánægju sinni með það að Bændasamtökin hafi ekki staðið nægilega vel við bakið á Æðarræktarfélagi Islands í glímu sinni við Veiðistjóraemb- ættið og ófúllnægjandi fjárveit- ingar til eyðingar refa og minka. 16. Guðbjartur Gunnarsson. Ræðumaður fjallaði í fyrstu um störf sín í stjóm Bjargráðasjóðs, en samkvæmt ársreikningum hans, sem dreift hefúr verið til fúlltrúa, er fjárhagsstaðan góð. Hann benti hins vegar á inn- streymi í sjóðinn, sérstaklega í kjamfóðurgreinunum, myndi ekki nægja til að standa undir stómm bótum. Þá velti hann fyrir sér stöðu sjóðsins ef stór áföll yrðu í hefðbundnu greinunum, t.d. nátt- úruhamfarir. Núverandi inn- streymi í sjóðinn myndi ekki ráða við slíkt. Sjóðurinn getur hins vegar orðið góður farvegur fyrir aðstoð, en fjármunimir yrðu þá að koma annars staðar frá. Mikil óvissa er með niðurstöður al- þjóðasamninga, en við verðum að búa okkur undir það að staðan muni þrengjast í því stuðningsfyr- irkomulagi sem við nú búum við. Offramleiðsla, og þá aðallega í svína- og fúglakjöti, hefúr leitt til þess að allt kjöt hefúr fallið í verði. Sláturleyfishafar telja að ekki gangi að binda verð eins hátt og gert var á sl. ári og rnunu því í vaxandi mæli ffekar vilja taka kjöt í umsýslu. Svo virðist sem fúll- mikinn framleiðsluhvata sé að finna í núgildandi sauðíjársamn- ingi, þannig að bændur telja ekki hagkvæmt að draga saman fram- leiðslu. Ur þessu verður að bæta. Ef það á að vera hagur af fram- leiðslu kindakjöts til útflutnings þá verður skilaverðið að vera hærra en sem nemur a.m.k. breyti- legum kostnaði af framleiðslunni. 17. Arnar Bjarni Eiríksson. Ræðumaður þakkaði í fyrstu fyrir góða setningarathöfn þingsins. Hann greindi því næst frá því að sér hafi brugðið við að lesa skýrslu Lífeyrissjóðs bænda, en í bráðabirgðaskýrslu ársins 2002 kemur fram að hrein eign sjóðsins hafi minnkað um 5% ffá árinu áð- ur og að með ávöxtun hans hafí einungis verið liðlega 1%. Það er alls óásættanlegt að sjóðurinn sé rekinn með þessum hætti og mun leiða til þess að fljótlega þurfi að skerða réttindi sjóðsfélaga ef ekk- ert verður að gert. Búnaðarþing hlýtur að álykta um málið. Þá Qallaði hann um félagskerfið, en menn virðast ekki vilja eyða mikl- um tíma þingsins í umræðu um það. Hann kvað það skoðun sína að búgreinafélögin eigi að vera grunneininga aðildar að Bænda- samtökunum. Ekki virðist mikill sáttahugur í mönnum um sameig- inlega sjóði bænda. Ymis mál sem fyrir þinginu liggja eiga ekki heima á búnaðarþingi heldur ber að afgreiða þau á aðalfúndum bú- greinafélaganna. Hann þakkaði stjórn Bændasamtakanna síðan fyrir framgöngu hennar í þjóð- lendumálunum, því að þar hafí hún staðið vel við bakið á bænd- um. Að síðustu velti hann því fyr- ir sér hvaða hagsmunaaðilar það hafí verið sem Bændasamtökin hefðu haft samráð við varðandi lækkun fóðurtollanna. Voru það bændur eða fóðursalamir sjálfir? 18. Eggert Pálsson. Ræðumaður þakkaði í fyrstu fyrir setningar- ræður þingsins og ekki síst síður fyrir ávarp Davíðs Gíslasonar, en þjóðemiskenndin í máli hans vakti mikla athygli. Alþjóðasamn- ingar urn viðskipti með landbún- aðarvömr varða alla framleiðslu 116 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.