Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 17

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 17
landbúnaðarafiirða á íslandi og við verðum að tryggja að við sé- um í stakk búinn til þess að bregð- ast við þeim. Þá veldur hugsanleg aðild að Evrópusambandinu mikl- um uggi. Mikilvægt er að flýta vinnu við endurnýjun búvöru- samnings í mjólk til þess að bændur geti gert áætlanir og búið við rekstraröryggi til næstu fram- tíðar. Þegar núgildandi sauðfjár- samningur var gerður höfðu menn miklar væntingar til útflutnings, en nú efast menn um að þær gangi eftir og því er eðlilegt að menn vilji endurskoða framleiðsluhvat- ann í samningnum. Það kom verulega á óvart í þjóðlendumál- unum að ríkisvaldið skyldi ásæl- ast þinglýst eignarlönd bænda eins og raun bar vitni. Hann kvaðst þess hins vegar vona að Hæstarétti muni úrskurða að treysta mætti þinglýsingum. Þá fjallaði hann um Lánasjóð land- búnaðarins og skýrslu fram- kvæmdastjóra hans um framtíðar- horfur á kjötmarkaðnum. I henni felst hlutlaust mat framkvæmda- stjóra á hvers sé að vænta á mark- aðnum og ekki má líta á hana sem stefnumörkun stjómar sjóðsins og framkvæmdastjóra. Stjóm sjóðs- ins skorast hins vegar ekki undan því að hafa einhver áhrif á fram- leiðsluna í vissum kjöttegundum. 19. Kristín Linda Jónsdóttir. Ræðumaður velti fyrir sér hver væm markmið þess að halda bún- aðarþing. Er ekki aðalmarkmiðið að tryggja stöðu íslensks landbún- aðar, og þar með bænda til hags- bóta fyrir íslenska neytendur. Annað hlutverk landbúnaðar og bænda er varsla og nýting lands- ins í einni eða annarri mynd og það þriðja að leggja sitt af mörk- um til atvinnusköpunar og við- haldi byggðar. En við megum ekki leggja þann klafa á atvinnu- greinina að hún þurfi að leggja meira af mörkunum í þeim efnum en aðrar atvinnugreinar. Land- búnaðarráðherra sagði í ræðu sinni að allt líf í sveit væri land- búnaður. Þýðir það þá ekki að allt líf í borg sé verslunarstarf? Varla sætta borgarbúar sig við það. Bændur landsins em ekki einsleit- ur hópur frekar en aðrir íbúar þess. Um þessar mundir er fengi- tími í loðdýraræktinni sem skilja ekkert í því af hverju búnaðarþing er ekki frekar haldið í maí, á há- annatíma sauðfjárbænda. Hver grein innan samtakanna verður að fá viðurkennda sérstöðu sína og geta nýtt sér hana án þess að hin- ar slái á hendur þeirra. Hver land- búnaðarins nær aðeins hámarks- styrk ef hver sveit fær að sækja ffam á sínum eigin forsendum. Þannig náum við mestum þroska og framförum fyrir íslenska bændur. Fyrst þurfum við að ná saman innan búgreinanna og síð- an að vinna saman að þeim mál- um sem skarast á milli búgrein- anna, en gott dæmi um slíkt eru þjóðlendumálin. Þróunin er orð- inn svo ör í þjóðfélaginu að ef fé- lagskerfi bænda á að vera skilvirkt og beitt er nauðsynlegt að það sé í sífelldri endurskoðun. Það er orð- ið erfitt að fá hæft fólk til starfa í félagskerfi landbúnaðarins og ekki síður erfitt að ná árangri á búnaðarþingi í stöðugt vaxandi tímapressu. Kannanir sýna að ís- lensk þjóð vill íslenskan landbún- að, lifandi og litríkan. Sú stað- reynd opnar dyr fýrir skynsama stjómmálamenn til þess að trygg- ja framtíð íslensks landbúnaðar. Ef þjóðin væri á móti landbúnaði væri erfítt um vik fyrir stjóm- málamenn í þeim efnum. Við verðum að vera í takt við tímann og vera hveiju sinni með eggbeitt félagskerfí og hagsmunagæslu. Við megum ekki stöðugt vera að ala á áhyggjum því að þannig vinnum við ekki stuðning almenn- ings. Þjóðin hrífst mest afútgeisl- un og lífsgleði í fari fólks. Við verðum að halda neytendum á okkar bandi með öllum tiltækum ráðum því að þar eru atkvæðin. 20. Svana Halldórsdóttir. Ræðumaður þakkaði fyrir góða setningarathöfn og ekki síst fyrir ávarp Davíðs Gíslasonar. Það er gaman að fá slíka heimsókn og ís- lenskukunnátta þessa manns er einstök, en hún kvaðst þekkja svipuð dæmi úr eigin fjölskyldu. Þá fjallaði hún um Lánasjóðinn og benti á að búnaðarþing hefði náð farsælli lendingu á síðasta þingi um lækkun og nýtingu bún- aðargjalds, þ.á m. til Lánasjóðs- ins. Hversu margar búgreinanna eru einfærar um að niðurgreiða vexti hver fyrir sig? Eigum við kannski að leggja sjóðinn niður að reiða okkur eingöngu á vexti á almennum bankakjörum? Allir þeir aðilar sem eiga fulltrúa á þessu þingi teljast til bænda. Næst lét hún í ljós vonbrigði með að konum fækkaði smátt og smátt milli búnaðarþinga og kvaðst sakna Sólrúnar Olafsdóttur sár- lega, en störf hennar hafa verið á ýmsum sviðum, en sérstaklega væri þakkarverð vinna hennar við aðgerðir gegn þunglyndi í bænda- stétt. Líkt og Sólrún þá gerir hún sér grein fyrir því að hér er ekki eingöngu um heilbrigðisvanda- mál að ræða og því þurfa forystu- menn bænda að skipta sér af því rétt eins og öðrum vandamálum sem steðja að bændastéttinni. Hvert hefur verið framhaldið á þessu starfi? Það er of mikil tímapressa á búnaðarþingi sem gerir nefndunum erfitt um vik að skila frá sér vönduðum ályktun- um. Að síðustu velti hún því fyrir sér hvað þessar eldhúsdagsum- ræður skyldu mikið eftir sig og hvort ekki væri nær að nýta þenn- an tíma til vinnslu mála. Freyr 2/2003 - 17 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.