Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2003, Qupperneq 18

Freyr - 01.03.2003, Qupperneq 18
21. Örn Bergsson. Ræðumaður Qallaði um starf sitt í stjóm Lífeyr- issjóðs bænda fyrir hönd Bænda- samtakanna. Hann kvaðst ekki hissa þó menn væm ónægðir með ávöxtun sjóðsins undanfarið. Nú em liðin sex ár síðan sjóðurinn samdi við Qármálastofnanir um ávöxtun ijármuna hans. Mjög vel gekk fyrstu þijú árin, en síðan hef- ur tekið að halla undan fæti. A síð- asta ári var ávöxtunin neikvæð um meira en 5%, en orsaka þess er fyrst og fremst að leita til erlendra fjárfestinga. Verðbréfafyrirtækin vildu sífellt hækkaða heimild til erlendra ijárfestinga, en stjórn sjóðsins reyndi að standa á brems- unni. Erlendar ijárfestingar rým- uðu um 40% á sl. ári. Fjárfesting- arfyrirtækin hafa þannig bmgðist því trausti sem þeim var sýnt. Nú er hins vegar svo komið að menn telja að botninum sé náð í þessum efni og að hlutabréfin eigi ekki eft- ir að lækka meira. Orsakimar em að sjálfsögðu hryðjuverkaárásin 11. september 2001, bókhalds- svindl í stórfyrirtækjum í Banda- ríkjunum og síðan Iraksmálið. Við verðum að reyna að þreyja þorr- ann. Stjóm sjóðsins hefur verið óánægð með Kaupþing og hefur því sagt upp samningi við hann og samið þess í stað við Búnaðar- bankann. Eins og málum er nú háttað þá sér Islandsbanki um 50% af ávöxtun sjóðsins og Landsbank- inn og Búnaðarbankinn um 25% hvor. Raunávöxtunin hjá Kaup- þingi var mínus 7%, þrátt fyrir bónusgreiðslur fyrirtækisins til forstjóra síns. Það er mjög um- hugsunarvert hvort skynsamlegt sé að láta fjárfestingarfyrirtækin annast ávöxtun lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagalánin og skuldabréfa- lánin hafa verið að gefa bestu ávöxtunina þegar öllu er á botninn hvolft. Það er stóralvarlegt mál ef þetta verður til þess að skerða þurfi réttindi sjóðsfélaganna. 22. Helgi Jóhannesson. Ræðu- maður fjallaði um þær róttæku breytingar sem gerðar voru í starfsumhverfí garðyrkjubænda á sl. vetri með afnámi tolla og upp- töku beingreiðslna. Segja má að með því hafí þeim verið kastað út í djúpu laugina. Við sluppum fyrir hom á sl. ári, en miklar ógnanir em framundan. Staðan á smásölu- markaði á Islandi er orðinn þann- ig að þar em nánast eingöngu tveir kaupendur. Þegar innflutn- ingur er frjáls og tollalaus þá geta þeir leikið þann leik að flytja inn grænmeti og taka valdið af neyt- endum með því að bjóða ekki upp á innlendar vörur til þess að þrýs- ta á um verðlækkun þeirra. Þann- ig hafa þeir sannkallað hreðjatak á framleiðendum. Ekki er hægt að ætlast til þess að Lánasjóðurinn bjargi mönnum út úr vandræðum sínum og menn verða að ráða lán- tökum sínum sjálfir. I gegnum tíð- ina hafa komið upp tímabil of- framleiðslu, bæði í grænmeti og blómaframleiðslu. Gmndvallar- spuming varðandi Lánasjóð land- búnaðarins er hins vegar sú hvort við eigum að viðhalda þessu kerfí eða ekki. Það hefur verið fróðlegt að heyra sjónarmið manna um fé- lagskerfið. Margir segjast vera búnir að fá sig fullsadda af henni. Það verður hins vegar að ræða þetta mál. Sjálfur kvaðst hann teljast til þess hóps sem kallaðir væm búgreinamenn, enda eðlilegt að þær stjómuðu sínum málum sjálfar, en Bændasamtökin væm síðan vettvangur þeirra mála sem sameiginleg væm öllum búgrein- unum. Ef búgreinafélag er ekki fært um að sinna málum sinnar búgreinar þá er sú grein ekki á vetur setjandi. Hann benti á að á íslandi byggju einungis 280 þús- und íbúar, en það samsvaraði einu litlu úthverfi í stórborgum ná- grannalandanna. Með minnkun opinbers stuðnings við landbúnað, og meira frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvömr milli landa, þá væri spurningin fyrst og fremst sú hvort hér verði yfirleitt stundaður landbúnaður í framtíðinni, en ekki hvort hann verði frekar stundaður fyrir sunnan eða vestan. 23. Jóhannes Sveinbjörnsson. Ræðumaður kvaðst vera sauðijár- bóndi og því væm markaðsmál kindakjötsins sér efst í huga. Inn- anlandsmarkaðurinn er mikilvæg- asti markaðurinn og að honum verðum við að hlúa betur. Það er ekki góð markaðssetning að bjóða fólki að kaupa í sömu pakkning- unni kjöt sem flokkast allt frá drasli upp í dýrindis steikur. Ef sauófjárræktin á að verða sá burð- arás sem hún hefur verið í gegn- um tíðina, verðum við að hafa skýra stefnu í útflutningsmálum kindakjötsins. Það gengur ekki að 5-6 fyrirtæki séu að keppa um skástu markaðina og jafnvel að bjóða niður hvert fyrir öðm. Af hverju halda menn að nágranna- þjóðimar hafi tekið þá ákvörðun að sameinast um markaðssetningu á erlendri gmndu? Málum er þar stýrt í gegnum eina rás. Við verð- um að skoða það að nýta okkur afl fisksölufyrirtækjanna í þessum efhum. Við verðum að sigta út vænlega markaði og sinna þeim vel. Þá íjallaði hann um endur- skoðun á ráðgjafarþjónustu í land- búnaði og lagði áherslu á að nefndimar þyrfitu að skoða nokkur mál sem lægju fyrir þinginu í samhengi hvert við annað. Að síð- ustu taldi hann ekki vænlegt að nota Lánasjóðinn sem verkfæri til þess að meta stefnuna í einstökum greinum. Almennar lánastofnanir meta hvert einstakt tilfelli fyrir sig, þ.e. hvaða rekstrarforsendur em fyrir hendi hverju sinni. 24. Rögnvaldur Olafsson. Ræðu- maður kvaðst munu einbeita sér 118 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.