Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Síða 19

Freyr - 01.03.2003, Síða 19
að einu máli í ræðu sinni, en það væri það sem hann kallaði aðför- ina að Sólrúnu Olafsdóttur á Kirkjubæjarklaustri. Hann þakk- aði jafnframt forystumönnum sauðfjárbænda fyrir stuðningsyf- irlýsinguna við hana og fordæm- inguna á aðförinni að henni. Bændasamtökin þurfa á öðru að halda en að hrekja burtu þær fáu konur sem starfað hafa á vettvangi þeirra. Sú túlkun sem fram kom í álitsgerð Más Péturssonar, lög- fræðings Bændasamtakanna, á kjörgengi og hæfi til setu í stjóm samtakanna, er ekki í samræmi við samþykktir Bændasamtak- anna, þar sem segir að túlka skuli aðild og kjörgengi rúmt. A búnað- arþingi nú sitja fimm menn úr síð- ustu stjóm Stéttarsambandsins og einn úr síðustu stjóm Búnaðarfé- lagsins. Lögfræðingi Bændasam- takanna var því í lofa lagið að afla sér upplýsinga um þá túlkun sem í gangi var við sameininguna. Milliþinganefnd búnaðarþings hefúr greinilega ofboðið lögfræði- álitið svo mjög að hún sá ástæðu til að skýra 11. grein samþykkt- anna nánar. Þá undraðist hann þátt forystumanna sunnlenskra bænda í þessu máli. Þeir hefðu a.m.k. átt að leggja að Sólrúnu að sitja fram yfir búnaðarþing og helst út kjör- tímabilið. Sárast var þó að fylgjast með félögum hennar á Sunn- lenska bændalistanum hrekja hana burt í stað þess að standa við bak- ið á henni. Er undarlegt að mönn- um ofbjóði? 25.Ágúst Sigurðsson. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu fyrir góða setningarathöfn þingsins. Við þessar umræður hafa margar fróð- legar ræður verið fluttar en hann kvaðst hins vegar ekki vera sam- mála öllu því sem fram hefði komið í þeim. Hann lýsti sig mót- fallinn sfyttingu þingsins, enda hefði málunum ekki fækkað nema síður væri. Þá væru sum málin mjög umfangsmikil, t.d. alþjóða- samningar, þjóðlendumálin o.fl. Ætlast stjómin til þess að nefnd- imar vísi öllum málum til hennar? Það er tímasóun að vaða á hunda- vaði í gegnum mál sem ekki er hægt að vinna til hlítar. Næst fjallaði hann um alþjóðasamninga og hugsanlega umsókn um aðild að Evrópusambandinu, en niður- staða um farveg þeirra mála mun ekki fást fyrr en að loknum kosn- ingum í vor. Bændasamtökin þyrftu að ráða til sín mann til þess að fara ofan í saumana á þessum málum, mann sem getur kynnt fyrir forystumönnum bænda kosti og galla Evrópusambandsaðildar. Hann efaðist um að margir fúlltrú- ar teldu sig vera vel að sér í þess- um málum. Þá lýsti hann áhyggj- um sínum af ávöxtun Lífeyris- sjóðs bænda og undraðist að fjár- vörsluaðilum skuli greidd rífleg þóknun þrátt fyrir neikvæða ávöxtun. Þá fjallaði hann um byggðastefnuna og kvaðst telja að engin byggðastefna hafi gengið upp á Islandi nema í gegnum sauðkindina. Það er litill tilgangur í þessum eldhúsdagsumræðum og fulltrúar geta alveg eins komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum nefndarstörfin. Það er eins og það sé kominn kosninga- tónn í ræður manna. Að síðustu kvaðst hann sakna Sólrúnar sár- lega. 26. Sveinn Ingvarsson. Ræðu- maður undraðist það að vera bor- inn þungum sökum vegna afsagn- ar Sólrúnar Olafsdóttur. Hann kvað engan hafa rætt það mál við sig, en það hlýtur að vera grund- vallar atriði þegar menn taka stórt upp í sig að haft sé samband við báða aðila málsins. Sjálfur kvaðst hann sakna Sólrúnar sárlega af búnaðarþingi, enda hafi þau alla tíða átt gott og farsælt samstarf og vonaðist hann til að svo myndi verða áffam. Ekki væri hins vegar við hæfi að ræða þessi mál að henni fjarverandi. Því vildi hann þakka Sólrúnu fyrir störf sín fyrir Sunnlenska bændalistann og kvaðst jafnframt ekki ræða málið frekar að svo stöddu. Næst fjall- aði hann um félagskerfið og kvaðst gera sér grein fyrir því að hugmyndir um að búgreinafélögin verði ein grunneiningar Bænda- samtakanna ættu ekki upp á pall- borðið hjá mörgum. Við verðum hins vegar að heyra undirtektir þingfulltrúa við þessum hug- myndum því að annars getum við ekki þróað þær áfram. Því næst þakkaði hann Kristínu Lindu fyrir góða og sköruglega ræðu og hvað það sterkt fyrir samtök eins og Bændasamtökin að eiga slíkan fulltrúa innan sinna vébanda. Bændum er nauðsynlegt að eiga sterkt félagskerfi en það kerfi sem við búum við í dag er ruglings- legt. Hann kvaðst sannfærður um það að búgreinafélögin væru hent- ugustu grunneiningar Bændasam- takanna, a.m.k. gilti það á Suður- landi. Talsvert hefur rætt um nýja möguleika í íslenskum landbún- aði, m.a. notkun erfðabreyttra líf- vera í þeim tilgangi að framleiða prótein, og komast þannig inn á arðvænlega markaði, m.a. lyfja- markaðinn. En hafa menn engar áhyggjur af því að þetta kunni að hafa neikvæð áhrif á hreinleika- ímynd íslensks landbúnaðar? Getur þetta ekki valdið okkur erf- iðleikum, bæði í útflutningi og á innanlandsmarkaðnum? Við verðum að tryggja að staðið verði að þessu máli á þann hátt að kom- ið verði í veg fyrir hættuna á nei- kvæðum áhrifum á ímynd íslensks landbúnaðar. 27.Jón Benediktsson. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu fyrir góðar framsöguræður formanns og Freyr 2/2003 - 191

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.