Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 20

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 20
framkvæmdastjóra. Lánasjóður- inn hefur verið í sviðsljósinu og menn eru ekki sammála um hvemig eigi að meta stýriáhrif hans við uppbyggingu í hinum ýmsu búgreinum, sérstaklega ali- fuglaræktinni. Erfítt er að meta það, en þó má ætla að gagnvart smærri aðilum þá séu þau mikil. I mörgum tilfellum em þau nánast 100%. 1 mörgum tilfellum verður engin uppbygging nema lán fáist frá Lánasjóðnum og synjun sjóðs- ins getur líka staðið í vegi fyrir lánafyrirgreiðslu annarra lána- stofnanna. A því er ekki nokkur vafi að fjölgun og hækkun lán- veitinga sjóðsins til uppbyggingar í svína- og alifuglarækt ýttu mjög undir framleiðsluaukninguna í hvíta kjötinu. Ef stjóm sjóðsins hefði streist á móti hefði það dregið úr framleiðsluaukningunni. Hann lýsti síðan ánægju sinni með að vel hafi tekist til með að brem- sa af hækkun alls kyns eftirlits- kostnaðar í landbúnaði. I því efni nefndi hann sem dæmi að slátur- hús Norðlenska á Húsavík greiddi kr. 55 þúsund á dag í eftirlits- kostnað dýralækna, en hefði til- lagan farið óbreytt í gegn í fyrra hefði það nær tvöfaldast. Þá fjall- aði hann um málefni Bjargráða- sjóðs og kvað ekki úr vegi að riija upp hvers vegna lögin um sjóðinn væm eins úr garði gerð og þau em nú. Hér áður fýrr voru vissulega til “bótabændur”, t.d. þeir sem vom með viðvarandi júgurbólgu í fjósum sínum. Þetta var ein af megin ástæðum þess að lögunum var breytt. Ef marka má minnis- blað Emu Bjamadóttur er einsýnt að ekki séu fáanlegar hjá trygg- ingafélögunum þær tryggingar sem menn fá hjá sjóðnum nema mun dýrari. 28. Jón Gíslason. Ræðumaður kvaðst í upphafi þeirra skoðunar að við hefðum vart efni á eldhús- dagsumræðum miðað við þann knappa tíma sem þinginu væri skammtaður. Eini tilgangurinn með þeim virtist sá að fulltrúar geti stimplað sig inn á síður Freys. Þá fjallaði hann um eitt af vanda- málum sauðfjárræktarinnar, en það væri það riðufár sem við höf- um búið við í sumum landshlut- um. Þar ber að þakka ríkisvaldinu fyrir að hafa komið til aðstoðar, en breyta þarf reglum um fjárkaup af ósýktum svæðum, þ.e. rýmka reglumar um líflambakaup. Verði það ekki gert getur það orðið til þess að fæla yngra fólk frá bú- skap. Kvaðst hann vonast eftir stuðningi þingsins við að koma þessu sjónarmiði á framfæri við yfirvöld. Við því er varla að búast að búnaðarþing leysi vandamál kjötmarkaðarins, en þingið þarf engu að síður að kortleggja vandamálið og reyna að skil- greina hvaða lausnir kæmu ís- lenskum bændum best í þeim efh- um. Næst fjallaði hann um félags- kerfið og kvaðst ekki vera hrifínn af þeirri hugmynd að byggja það eingöngu upp á búgreinagrunni. Algjör jöfnun atkvæða á bak við hvern búnaðarþingsfulltrúa er ekki góð latína og tekur undir þá kröfu sem uppi er í þjóðfélaginu að jafna skuli algjörlega atkvæðis- rétt í landinu og gera þannig dreif- býlið nær áhrifalaust. 1 alþjóða- málunum verðum við að búa við sterk heildarsamtök bænda sem tala einni tungu. Þar sem kosn- ingar em framundan í vor er lag að þrýsta á stjómmálamenn um úrbætur í ýmsum málum, s.s. byggðamálum, fátækt á meðal bænda, samgöngumálum o.s.frv. 29. María Hauksdóttir. Ræðu- maður fjallaði í fyrstu um störf sin í stjóm Tryggingasjóðs sjálfstætt starfandi einstaklinga og vitnaði í ffamlagða skýrslu um stöðu hans. Ný stjóm hefur nú verið skipuð í sjóðunum og endurskoðun reglu- gerðar er langt komin. Astæða þeirrar endurskoðunar er m.a. ályktanir búnaðarþings um sjóð- inn. Þá hefur umboðsmaður Al- þingis jafnframt gefið það álit að reglugerðin um sjóðinn sé stífari en sjálf lögin. Kvaðst hún munu fara yfir málið með kjaranefnd búnaðarþings. I nýju reglugerð- inni er gert ráð fýrir rýmri úthlut- unarreglum, auk þess sem viður- kenndur mun verða réttur fólks til stuðnings þó að það sé í hluta- starfi. Næst fjallaði hún um al- þjóðamálin og lýsti stuðningi við hugmyndir Haraldar Benedikts- sonar og Þórólfs Sveinssonar í þeim efnum. Við verðum að setja okkur vel inn í þessi mál og vera viðbúin hvemig sem þau þróast. Þá verðum við að vera reiðubúin til þess að ræða breytingar á fé- lagskerfinu, jafnvel þó við séum ekki öll sammála. Ekki þýðir að stinga höfðinu í sandinn. Hún taldi tillögu Egils Sigurðssonar vera góða og lýsti stuðningi sínum við hana. Sunnlenskir bændur horfa mjög til jöfnunar í þessum efnum. Að síðustu kvað hún það framtíðarsýn sína að búgreina- samböndin fari alveg með mál sinna búgreina. Bændasamtökin, og fámennara búnaðarþing, ein- beiti sér hins vegar að þeim mál- um sem séu sameiginleg öllum búgreinum. 30. Aðalsteinn Jónsson (öðru sinni). Ræðumaður vildi skýra það ferli sem sauðfjársamningur- inn hefur verið í, ekki síst í kjölfar þess að tillögur um breytingar á honum náðu ekki fram að ganga á Alþingi í desember sl. Mikil átök urðu um hann á bændafundum um hvemig samning skyldi gera, en báðir ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að samningnum, auk þess sem hann hlaut tilskilinn 2/3 hluta greiddra atkvæða sauðfjár- 120 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.