Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 21

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 21
bænda í almennri atkvæða- greiðslu. Alþingi frestaði hins vegar gildistöku gæðastýringar- hluta samningsins um eitt ár. Afram var því ólga meðal bænda út af samningnum. Aðalfundur Landssamtaka sauðijárbænda af- greiddi síðan samhljóða ákveðnar tillögur um breytingar á samn- ingnum, sem samninganefndir bænda og ríkisvaldsins náðu sam- stöðu um, en málið hlaut ekki brautargengi á Alþingi. Lögin frá 3. maí standa óbreytt, enda voru endurskoðunarákvæðin þess eðlis að gera hefði þurft breytingar á lögunum fyrir síðustu áramót. Þetta tókst ekki. Málinu er þar með lokið þar til nýtt umboð hef- ur verið sótt til aðalfundar bú- greinarinnar og því mun næsti að- alfundur Landssamtaka sauðijár- bænda taka ákvörðun um hvort óska eigi breytinga á samningn- um. Ekkert hefur hins vegar enn komið fram í sauðfjársamningn- um sem hefur þegar haft áhrif á kjötmarkaðinn. Að síðustu benti hann á að OECD mældi stuðning við hinar ýmsu búgreinar út frá hlutfalli heildsöluverðs og þar kemur fram að íslenskir sauðfjár- bændur eru með lægri PSE-stuðn- ing heldur en í Evrópusamband- inu (72) og Noregi (82), eða 57%. 31.Sigurgeir Þorgeirsson. Ræðumaður svaraði ýmsum spumingum sem beint var til hans í umræðunum. Hann benti á að kjötskoðunargjald stæði undir greiðslu vegna dýralækna í slátur- húsum. Lítið hefur verið gert í ffekari vinnu við aðgerðir vegna þunglyndis meðal bænda, en Bændasamtökin voru í sambandi við landlækni vegna þess. Fram hafa farið óformlegar viðræður við nokkra aðila sem hafa sýnt áhuga á kaupum á Hótel Sögu og Hótel íslandi. Stjóm Bændasam- takanna vill hins vegar sjá framan í hvaða aðilar það em sem standa á bak við tilboðin. Við hverja er- um við að tala og eiga þeir eitt- hvað undir sér? Einn aðili lagði fram tilboð í lok síðasta árs sem var strax hafnað. Þá munu tveir aðilar aðrir vera að þreifa fýrir sér. Menn em hins vegar varkárir á þessum markaði um þessar mund- ir. Það vom vissulega kjamfóður- blöndunarstöðvamar sem Bænda- samtökin vom í sambandi við vegna lækkunar fóðurtollsins, enda tilgangurinn að fínna út hvaða tolla þeir teldu sig geta lif- að við. Reynt var að finna tölu sem myndi leiða til raunverulegr- ar samkeppni. Skýringin á því að ekki hafa verið haldin námskeið fyrir búfjáreftirlitsmenn er sú að dregist hefur úr hömlu að búfjár- eftirlitsmenn hafí verið skipaðir. Námskeiðin munu hins vegar fara af stað á næstu vikum eða mánuð- um. Það er ekki vegna þvergirð- ingsháttar að þeir fjármunir sem ætlaðir vom í búrekstrartengda ráðgjöf hafa ekki gengið til bún- aðarsambandanna, eins og vonast var til, heldur hefur gengið illa að fá þessar áætlanir þannig úr garði gerðar að ásættanlegt sé. I þessu húsi er fullur vilji til þess að ná þessu í gegn. Hugsanlega þarf að leita að annarri nálgun að rekstrar- áætlanagerð sem sé ásættanleg. Það er ekki ætlunin að safna þess- um peningum upp. Varðandi minnisblað Emu Bjamadóttur um Bjargráðasjóðs þá verða bændur að gera það upp við sig hvers kon- ar öryggi þeir vilja hafa í trygg- ingaformi og hvort þeir vilja borga fyrir það félagslega eða ekki. Markmiðið er ekki að koma I upp stétt bótabænda. Sú leið kann hins vegar að vera ekki verri en önnur ef unnt reynist að fá slíkar tryggingar greiddar af ríkinu inn- an græna boxins. Varðandi eyð- ingu refa og minka þá kvaðst hann þeirrar skoðunar að ef menn ætl- uðu að ná árangri í þeim efnum þá verði það ekki gert þvert á stefnu Umhverfisstofnunar. Það er borin von að fá opinberan stuðning til slíks ef menn ætla að halda þannig á málum. 32.Ari Teitsson. Ræðumaður þakkaði fyrir góðar og málefna- legar umræður. Hann kvaðst þó dálítið hissa yfír hversu lítið hann hafí verið skammaður og velti því fyrir sér hvort það væri vegna þess að hann hefði engar sakir að bera af sér eða hvort allur vindur væri úr fulltrúum. Allir gera sér grein fyrir hinni erfíðu stöðu á kjötmarkaðnum og eina lausnins er sú að draga úr framleiðslunni. Við verðum að reyna átta okkur á því á þessu þingi hvemig við knýjum það fram. Varðandi mark- miðstengdar búrekstraráætlanir þá var samið þar um mikla fjár- muni en landbúnaðarráðuneytið setti strangar kröfur um hvemig nota megi þá fjármuni. Fagráði í hagfræði var falið að setja skýrar reglur um áætlanimar, en þar hafa ávallt setið fulltrúar búnaðarsam- bandanna, en ráðið hefur nú end- umýjað reglumar. Stjóm Bænda- samtakanna var skömmuð fyrir að hafa ekki staðið sig nægilega vel í að halda bændafundi, en hún ákvað að hafa meira samráð við búnaðarsamböndin á hverju svæði um fundartíma, fundarefni o.s.frv. Flest búnaðarsamband- anna hafa nú þegar þegið slík boð og fundir þegar verið haldnir, eða þeir komnir á dagskrá, en þar sem ekki hafa verið haldnir fundir er það vegna þess að viðkomandi búnaðarsambönd hafa ekki leitað eftir fundum. Við verðum að horfast í augu við það að við gerð sauðfjársamningsins 2001 var það meðvituð ákvörðun að reikna ekki með miklum samdrætti í Framhald á bls. 39 Freyr 2/2003 - 21 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.