Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 22

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 22
Ræða Ara Teitssonar við setningu Búnaðarþings 2003 ÁGÆTU GESTIR Bændasamtök Islands eru heild- arsamtök íslenskra bænda og Búnaðarþing er sú samkoma þar sem þeir öðru fremur marka stefnu sína Ekki þarf að hafa mörg orð um að störfum í landbúnaði hefur fækkað hér á landi síðustu áratugi samhliða því að búvöru- framleiðslan hefur aukist mikið. Bændur, sem fyrir 100 árum voru íjölmennast stétt þjóðarinnar, eru nú fámenn stétt á sama tíma og íjölgað hefúr í öðrum þjóðfélags- hópum. Þessi staðreynd kallar á að bændur þjappi sér saman um samtök sín, leysi mál sín innbyrð- is og komi fram sem ein heild. Þótt þarfir og væntingar búnað- arþingsfulltrúa séu eðlilega mis- Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka íslands. munandi eftir landshlutum og bú- greinum er það eigi að síður von mín og trú að hér á Búnaðarþingi séu það heildarhagsmunir bænda og íslensks landbúnaðar sem hafðir séu að leiðarljósi. Veðurfar Æ fleiri hallast nú að því að veðurfar sé að breytast af manna völdum og víst er að síðustu ár hafa verið hlý þótt engu verði slegið föstu um orsakir þess. Hlý- indin hafa aukið uppskeru jarðar- gróðurs, auðveldað lengdan slát- urtíma og gert flesta vinnu á býl- unum auðveldari. Nefna má að akrar voru plægðir um allt land fram að jólum. Hvemig veðurfar þróast og hvaða áhrif sú þróun hefur hér- lendis vitum við ekki. Hlýnandi veðurfar gefur okkur augljóslega nýja möguleika, einkum á sviði hvers kyns jarðræktar og þá möguleika hljótum við að nýta, en veðurfarsbreytingum geta einnig fylgt neikvæð áhrif og óvissa. Öflun og miðlun þekkingar Margt jákvætt er að gerast á sviði þekkingaröflunar og miðl- unar. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Rannsóknastofhun landbúnaðarins hafa aukið sam- vinnu sín í milli, stofuununum báðum og búvísindum til ffam- dráttar. Hólaskóli eflist með ári hverju og Garðyrkjumiðstöðin á Reykjum í Ölfusi er að ná fót- festu. Þróun leiðbeiningamið- stöðva miðar fram og tengsl þeir- ra við landsþjónustu Bændasam- takanna hafa eflst við nýráðningar starfsmanna. Fjöldi ungs fólks er við búvísindanám bæði heima og erlendis og síðast en ekki síst hef- ur ný tækni auðveldað bændum aðgang að hvers kyns þekkingu. SÁTT um landbúnaðinn Flestum ber saman um að góð sátt sé nú meðal þjóðarinnar um landbúnaðinn. Neikvæð umræða í ijölmiðlum er sjaldgæf. Skoð- anakannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar vill verja landbúnað með tollvernd og innlendum stuðningi og búvörusala er meiri en nokkru sinni fyrr. Allt er þetta jákvætt og land- búnaðinum mikilvægt en má þó ekki nást á kostnað afkomubrests í búvöruframleiðslu vegna óraun- hæfra lækkana á framleiðenda- verði búvöru. Segja má að góð sátt hafi einnig verið milli bænda og ríkisvalds á flestum sviðum á liðnu ári. Bún- aðarsamningur var framlengdur með myndarlegum hætti á síðasta Búnaðarþingi. Garðyrkjusamn- ingur var undirritaður skömmu síðar og auknir ijármunir fengust til skógræktar við Ijárlagagerð. Samvinna hefur verið um laga- setningu sem varðar landbúnaðinn og stefnu í alþjóðasamningum tengda búvöruframleiðslu. Einn skugga ber þó á í samstarfi bænda og ríkisvalds en það er framvinda þjóðlendumála. Kröfu- nefnd ríkisins hefur haldið áffam fráleitri kröfugerð í þinglýst eign- arlönd bænda og með því valdið bændum kostnaði og óþægindum. Úrskurðir Óbyggðanefndar varðandi lönd í Amessýslu voru í flestu ásættanlegir að því er varð- aði eignarhald á landi. Bændur | 22 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.