Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 23

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 23
væntu þess að þar væri mörkuð stefna fyrir landið í heild. Máls- höfðun fjármálaráðherra til ógild- ingar hluta úrskurðanna olli því miklum vonbrigðum. Þá hefur sá mikli kostnaður sem landeigendur í Amessýslu bera af framkvæmd þjóðlendulaga, þrátt íyrir ákvæði um að ríkið skuli kosta sanngjamt endurgjald fyrir hagsmunagæslu landeigenda, einnig valdið mikilli óánægju. Sjónarmiðum bænda varðandi helstu þætti málsins hefur verið komið á framfæri við stjómvöld með margvísiegum hætti án sýni- legs árangurs. Alþjóðaviðhorf Umræða um mögulega aðild fs- lands að Evrópusambandinu fór vaxandi á liðnu ári. Skoðana- kannanir sýna þó að meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðildar- umsókn. Utanríkisráðherra skipaði á liðnu vori nefnd er meta skyldi áhrif Evrópusambandsaðildar á ís- lenskan landbúnað. Nefndin hef- ur starfað skipulega undir forystu Jóns Sigurðssonar fyrrverandi rektors á Bifröst og hluti nefndar- manna fór til Finnlands til að kynna sér stöðu landbúnaðar þar. Einnig hefur verið gerð sérstök at- hugun á nýgerðum samningum Möltu við ESB vegna væntanlegr- ar aðildar þeirra. Nefndin mun fljótlega skila skýrslu um störf sín. Þótt erfitt sé að fullyrða ná- kvæmlega um ýmsa þætti í mögu- legum aðildarsamningi virðist þó ljóst að stuðningur ESB við ís- lenskan landbúnað (CAP greiðsl- ur) verður mun lægri en innlendur stuðningur er nú, væntanlega á bilinu 2-3 milljarðar kr. á ári og óvíst að hann næðist fyrr en að loknum löngum aðlögunartíma. Líklegt er að heimildir fáist til að halda innlendum stuðningi upp að ákveðnu marki ákveðinn aðlögun- artíma og hluta hans varanlega, þó varla þannig að heildarstuðningur nái núverandi innlendum stuðn- ingi. Eftir er þá að mæta verð- lækkunum búvara sem verða verulegar þar sem Evrópuverð mun i meginatriðum gilda frá fyrsta degi aðildar vegna tollfrels- is innan Evrópusambandsins sem einnig mun leiða til minnkandi markaðshlutdeildar innlendra bú- vara. Við blasir því að innganga Is- lands í Evrópusambandið, ef til kemur, verður framleiðslu og vinnslu búvara erfið og leiðir til verulegra breytinga í landbúnaði. WTO Á síðustu mánuðum hefur verið meiri hraði á viðræðum um nýjan WTO samningi um búvöruvið- skipti en búist var við. Þessu veldur meðal annars útspil Evr- ópusambandsins 17. desember sl. sem gerði m.a. ráð fyrir meiri samdrætti í tollvemd og fram- leiðslutengdum stuðningi en vænst var. Umræða um samninginn er þó engan veginn ný enda hefur hann verið í undirbúningi í 5 ár. Á aðalfundi IFAP (Alþjóðasam- taka búvöruframleiðenda) á Fil- ippseyjum 1998 var hart tekist á um sameiginlega stefnu þátttöku- þjóðanna. Þar stóðu Norðurlönd- in þétt saman að því að fá inn í ályktun fundarins að taka skyldi tillit til fjölþætts hlutverks land- búnaðarins, vemdun fjölskyldu- búsins og að gefa svigrúm til inn- anlandsstuðnings en þrýsta frem- ur á niðurskurð útflutningsbóta. Sátt náðist um niðurstöðu á þessum nótum sem IFAP hefur unnið eftir síðan með Evrópusam- bandið að bakhjarli. Utspil Evr- ópusambandsins nú veldur bænd- um í Evrópu miklum vonbrigðum því að ólíklegt er að í lokasamn- ingum verði gengið styttra í frjáls- ræðisátt en þar er lagt til. Landbúnaðar- og utanríkisráðu- neyti hafa verið í góðu samráði við Bændasamtökin um stefhu og markmið Islands í WTO viðræð- unum og þær kröfur sem fulltrúar íslands í viðræðunum hafa sett fram. Þær em í stuttu máli á þá leið að við viljum vemda okkar landbúnað og þróa hann sem sjálf- bæran búskap. Við leggjum áher- slu á fjölþætt hlutverk landbúnað- arins og mismunandi þarfír ein- staklinga og þjóða. Við getum fallist á 36 % meðallækkun tolla á ákveðnu tímabili en jafnframt sveigjanleika þannig að lágmarks- lækkun i hverju tollnúmeri verði 10%. Jafnframt föllumst við á þverrandi stuðning við útflutning. Fyrirliggjandi tillögur um niður- skurð á framleiðslutengdum stuðningi (AMS) getum við ekki tekið undir og leggjum jafúframt áherslu á að varðveita bláa boxið (þ.e. möguleika á greiðslum út á ræktarland og fjölda gripa) í óbreyttu formi. Við styðjum einn- ig víkkun græna boxins með áher- slu á byggðaþróun, umhverfi, dýravelferð, fæðuöryggi og viður- kenningu á að miklum gæðum fylgir aukinn framleiðslukostnað- ur. Þótt stjómvöld hafi þannig í góðu samstarfi við Bændasamtök- in komið á framfæri sjónarmiðum íslands verðum við eigi að síður að reikna með að nýr WTO samn- ingur verði gerður innan fárra ára og sá samningur geri kröfur um einhverjar breytingar á formi stuðnings við landbúnaðinn og minnkandi innflutningsvernd. Þessi stefna hefur raunar legið fyrir allt frá árinu 1995. Margt getur þó tafið þróun í þessa átt og vonandi margt unnt að gera til að bregðast við aðsteðjandi vanda þegar niðurstaða samningaferlis- ins liggur fyrir. Freyr 2/2003 - 23 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.