Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 24

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 24
Staða mjólkurframleiðslu A undanfömum árum hefur ver- ið jöíh aukning í sölu mjólkuraf- urða sem hefur leitt til hækkunar greiðslumarks til mjólkurfram- leiðslu. Þessi aukning hefur gengið nokkuð til baka á síðasta ári og því horfur á samdrætti greiðslumarks. Mjólkurverð til framleiðenda hefur einnig haldið raungildi neysluverðsvísitölu undanfarin ár, m.a. vegna góðrar samstöðu í Verðlagsnefnd búvara, en mjólk og mjólkurvörur eru raunar eina búvöruframleiðsla sem lúta opinberri verðlagningu. Afkoma í mjólkurframleiðslu hef- ur því verið viðunandi en lækk- andi verð á nautakjöti hefur þó haft neikvæð áhrif á tekjur flestra kúabænda.. Fyrirkomulag verðlagningar og stuðningur við mjólkurfram- leiðslu er bundinn í búvörusamn- ingi sem rennur út 31. ágúst 2005. Þótt enn lifi hluti samningstím- ans er eigi að síður margra hluta vegna brýnt að heija gerð nýs samnings. Því rituðu Bændasam- tök Islands og Landssamband kúabænda landbúnaðarráðherra bréf í ágúst sl. þar sem óskað var eftir að heíja undirbúning að gerð nýs samnings. Málinu hefur þó miðað hægt af mörgum ástæðum. Fljótlega eftir að umræður hóf- ust um nýjan samning kom í ljós að takmarkaður pólitiskur vilji var til samningagerðar fyrir kosning- ar. Kom þar margt til og þá ekki síst að hæpið þótti að binda al- gjörlega hendur næstu ríkisstjóm- ar án þess að brýnt tilefni væri til. Þá hefur sú mikla óvissa sem uppi er varðandi alþjóðaumhverfi þau áhrif að erfitt er á þessu stigi að semja um það fyrirkomulag stuðnings sem gilda skal eftir 2005. Þá kom einnig ffam áhugi Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði, Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á að koma að samningagerð- inni. Var þá ákveðið að bjóða Samtökum atvinnulífsins einnig þátttöku og jafnffamt ákveðið að skipta samningaferlinu í þijá þætti, mati á reynslu af gildandi samningi og því umhverfí sem setur nýjum samningi skorður, stefnumörkun um ffamtíðarfýrirkomulag mjólk- urframleiðslu og vinnslu og loks gerð nýs samnings um starfsskil- yrði mjólkurframleiðslu til nokk- urra ára. Akveðið var að þeir aðil- ar, sem upp voru taldir hér að ffam- an, kæmu að fyrri tveim þáttunum og er sá fyrsti raunar hafmn. Bændur og stjómvöld lykju síðan samningagerð á grundvelli fyrir- liggjandi niðurstaðna. Erfiðleikar á kjötmarkaði Undanfarin ár hafa margir spáð mikilli aukningu kjötframleiðslu og í kjölfar þess erfiðleikum og verðhruni á kjötmarkaði. Þetta gekk lengi vel ekki eftir, þó að vissulega hafi verðið lækkað und- anfarin ár en sjúkdómar og fleiri vandamál í alifugla- og svínarækt hafa orðið til þess að ekki varð sú framleiðsluaukning sem spáð var. Þá hefur kjötmarkaðurinn hefur einnig stækkað meira en búist var við. Ef til vill á þetta sinn þátt í því að of margir höfðu óraunhæfar væntingar um að áframhaldandi aukning kjötframleiðslu væri möguleg án vandræða. Sú hefúr ekki orðið raunin og á síðasta ári varð verðfall á öllu kjöti vegna of- framboðs þannig að mikið af framleiðslunni er selt undir kostn- aðarverði, en jafnframt safnast birgðir upp. í þessari stöðu er eðlilegt að spurt sé hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa stöðu sem fýrirsjáanlegt er að veldur fátækt og jafnvel gjaldþroti hjá fjölda bænda. Vandséð er hvemig við hefði mátt bregðast. Engar takmarkanir em á kjötframleiðslu hér á landi ef fullnægjandi framleiðsluaðstaða er fyrir hendi. Reglur um meðferð búfjáraáburðar eru vægari en víða í Evrópu og eftirfylgni slök. Hugsanlega hefði verið unnt að fylgjast betur með aukningu fram- leiðslu- aðstöðu og birta upplýs- ingar þar um. Segja má að eina raunhæfa stjórntækið, sem bændur og stjómvöld hafa, sé þó Lánasjóður landbúnaðarins sem veitir lán til flestra nýbygginga og aukningar framleiðsluaðstöðu í landbúnaði. Eftir á að hyggja hefði mátt beita Lánasjóðnum með öðmm hætti er gert hefur verið en þó var það engan veginn auðvelt, ekki síst vegna þess að aðrar lánastofn- anir hafa verið ótrúlega fusar til að lána fjármagn til kjötfram- leiðslu. Mestu máli skiptir þó að leysa bráðavanda á kjötmarkaði og tak- marka það tjón sem bændur verða fyrir. Eigi bændur að ná viðun- andi tekjum verður að laga fram- boð að innlendum markaði. Til þess virðast þrjár leiðir. * Bíða þess að hluti bænda gefist upp gjaldþrota. Sú leið er bæði kostnaðarsöm og sársaukafull. * Flytja skipulega úr landi þá framleiðslu sem ekki er rúm fýrir á innlendum markaði en það hafa sauðfjárbændur raun- ar gert á undanfömum ámm. * Draga skipulega úr ffamleiðslu þar til kjötmarkaður kemst í jafnvægi. Sú leið er bændum augljóslega hagkvæmust. Ekki fer hjá því að erfiðleikar á kjötmarkaði hafi áhrif á afkomu sauðfjárbænda. Veruleg verð- lækkun hefur orðið á kindakjöti en sú lækkun lendir í fyrstu mest á sláturleyfishöfum. Sölusamdrátt- ur hefur einnig orðið vemlegur. 124 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.