Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Síða 25

Freyr - 01.03.2003, Síða 25
Athuganir á afkomu sauðijár- bænda sýna að brúttótekjur þeirra hafa haldist svipaðar að raungildi undanfarin tíu ár að undanteknum árunum 1994 til 1996, breytilegur kostnaður hefur einnig breyst lítið en hækkandi vextir og fymingar hafa skert launagreiðslugetu. Sérstök skoðun á afkomu sauð- fjárbænda árið 2001 leiddi í ljós að stuðningsgreiðslur höfðu hækkað nokkuð frá fyrra ári en markaðstekjur dregist saman að sama skapi. Utfærsla gæðastýringar í sauð- fjárframleiðslu hefur reynst tor- sóttari en ætlað var og var greiðsl- um út á gæðastýrða ffamleiðslu því frestað um eitt ár. Markmið gæðastýringarinnar em hins vegar þegar farin að skila sér sem kem- ur fram í auknu markaðsstarfi, bættri landnýtingu og markvissara ræktunarstarfi. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í svínarækt á undanfömum 10 ámm og hefúr framleiðslu- kostnaður lækkað mjög. Svína- bændur hafa verið knúnir áífam af harðri samkeppni sem hefur reynst mörgum þeirra erfið og hefur búum fækkað hratt. Sam- keppnin hefur þó keyrt úr hófi á liðnu ári og munu nú öll svínabú í landinu rekin með halla og eigið fé víða gengið til þurrðar. Engar vísbendingar em um að staða á mörkuðum sé að lagast og eðlilegt er að spurt sé hvort þetta sé ein- faldlega afleiðing af fijálsu mark- aðskerfi eða svínabændur skorti vilja til að draga nægilega úr framboði svínakjöts á markaði. Allavega er ljóst að hver vika sem líður í þessu umhverfi er svína- bændum og ijölskyldum þeirra dýr. Framleiðsla alifuglakjöts jókst mjög hratt á síðari hluta ársins og verðfall fýlgdi í kjölfarið. Stór- fellt tap er því hjá öllum framleið- endum og getur slíkt ástand ekki varað lengi. Sé kjötverð hérlend- is borið saman við kjötverð í ná- grannalöndum er verðmunur mestur á kjúklingum. Þetta segir okkur að hagræðingarmöguleikar hljóta að vera fyrir hendi í grein- inni og framleiðslukostnaður muni lækka. Afkoma í eggjaframleiðslu hef- ur hins vegar skánað á liðnu ári eftir langvarandi offramboð og undirboð á eggjamarkaði. Staða annarra búgreina Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum í júlí sl. sýndi þjóð- inni að miklar framfarir eru í hrossarækt og mikill og vaxandi áhugi bæði innanlands og erlendis á íslenska hestinum. Ekkert tengir betur saman sveit og þéttbýli en hesturinn og starf- semi honum tengd. Hestar og hestamennska er einnig vaxandi þáttur í þjónustu við ferðamenn en sala reiðhesta hefur að undan- fömu ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Samningur um starfsskilyrði garðyrkju var undirritaður í mars sl. I kjölfar hans hefur skapast meiri sátt um íslenska garðyrkju og verð á afurðum hennar en ver- ið hefúr um langt skeið. Samn- ingurinn hefur varið afkomu gúrku- og tómataframleiðenda þokkalega en staða paprikufram- leiðenda verið erfiðari í nýjum umhverfi. Verðbreytingar í kjöl- far samningsins munu hins vegar hafa valdið verðlækkunum á ýms- um öðrum garðyrkjuafúrðum og blómaframleiðendur eiga sem fýrr í miklum erfiðleikum. Loðdýraræktin hefur búið við verðsveiflur að undanfömu sem vart telst til tíðinda. A fyrri hluta ársins 2002 var skinnaverð á mörkuðum gott og lágt gengi krónunnar var greininni einnig hagstætt. Nú hefúr loðskinnaverð lækkað nokkuð og gengi krónunn- ar er alltof hátt skráð sem veldur vemlegu tekjutapi hjá loðdýra- bændum. Skuldbreytingar í loðdýrarækt hafa verið í vinnslu allt síðasta ár og sér nú fýrir endann á þeim á þann veg að flestir fá einhverja úr- lausn sinna mála. Loðdýrabændur hafa á undanfömum ámm náð miklum árangri í ræktunarstarfi og þannig náð að framleiða verð- mætari skinn sem mun styrkja stöðu þeirra til ffamtíðar. Skógrækt er án efa sú búgrein sem hraðast vex um þessar mund- ir. Skógarbændum ijölgar og skógsvæðin stækka ár frá ári. Auknir fjármunir eru lagðir í skógræktarverkefni og víða vex skógurinn betur en búist var við. Margt bendir til að skógrækt verði viðurkennd aðferð til kolefnis- bindingar sem þá gæfi henni auk- ið ljárhagslegt svigrúm. Stöðugur vöxtur er einnig í ferðaþjónustu bænda. A hverju ári bætast við nýir aðilar og umtals- verð aukning gistirýmis er hjá þeim sem fyrir eru. Jafnframt eykst framboð afþreyingar hjá ferðaþjónustubændum, ekki síst tengt íslenska hestinum. Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur um langt skeið stutt uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli og var meirihluti framlaga til nýsköpunar á bújörðum á liðnu ári tengdur ferðaþjónustu með einhverjum hætti. Þótt margt sé þannig jákvætt i greininni valda óhagstæð gengis- þróun og skammur nýtingartimi fjárfesting henni erfiðleikum. Rekstur Bændasamtakanna Fjárhagsleg afkoma Bænda- samtakanna var betri á liðnu ári en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og rekstrarafgangur tæpar fimmtán milljónir kr. Þótt rekstrarafgangur sé ekki markmið í sjálfú sér gefur niðurstaðan til kynna að þrátt fyr- Freyr 2/2003 - 25 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.