Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 26

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 26
ir lækkun Búnaðargjalds á þessu ári sé svigrúm til óbreyttrar þjón- ustu við bændur landsins. Rekstur Hótel Sögu gekk einnig vel á liðnu ári sem gefur svigrúm til að greiða Bændasamtökunum arð af hlutafé sínu í fyrsta sinn. Einnig það eykur fjárhagslegt svigrúm samtakanna til brýnna verkefna sem víða blasa við, ekki síst tengd breyttu alþjóðaumhverfi. Farsæll rekstur og góð fjárhags- staða er ekki síst að þakka því ágæta starfsfólki sem hjá samtök- unum starfar. Samheldni þess er aðdáunarverð og starfsandi góður og vil ég nota þetta tækifæri til að flytja starfsfólki samtakanna sér- stakar þakkir fyrir störf liðins árs. Að lokum A Nýsköpunarþingi RANNÍS og Utflutningsráðs íslands, sem haldið var nýlega, átti ég þess kost að hlusta á erindi sænsks fræði- manns sem fjallaði um hæfni at- vinnulífsins, nauðsyn framsýni og mikilvægi þess að stöðugt væri unnið að nýsköpun og þróunar- starfi. Þetta á ekki síður við um landbúnaðinn en aðra atvinnuvegi. Við teljum okkur sjá breytingar framundan í íslenskum landbún- aði. Breytingar af völdum al- þjóðasamninga, breytingar á veð- urfari, breytingar í neyslu og við- horfúm til fæðu og nýja mögu- leika tengda jarðrækt, erfðatækni og fleiri þáttum landbúnaðar. A sama tíma kallar þjóðin á fleiri atvinnutækifæri og boðnar eru fram hundruð milljóna króna til at- vinnusköpunar á landsbyggðinni. Við getum skapað ný störf í ýms- um þáttum landbúnaðarins, í ferða- þjónustu og umönnun, í loðdýra- rækt, í skógrækt og í ræktun koms til fóðurs og jafnvel lyfjafram- leiðslu svo að eitthvað sé nefnt. Við blasir því aðlögun landbún- aðarins að nýjum aðstæðum. Að- lögun sem ekki verður auðveld en felur jafnframt í sér ný tækifæri. íslenski bóndinn hefúr í aldanna rás haff mikla aðlögunarhæfni og má því til staðfestu nefna ýmis dæmi svo sem uppbyggingu ferða- þjónustu samhliða fækkun fram- leiðenda í hefðbundnum búskap, jákvæð viðhorf bænda gagnvart tækninýjungum og aðlögun þeirra að hvers kyns regluverki. Við höfum hér á þinginu gott dæmi um aðlögunarhæfni ís- lenska bóndans sem ég vil nefna sérstaklega. I kulda og landþrengslum í lok nítjándu aldar ákvað Qöldi ís- lenskra bændafjölskyldna að flytj- ast vestur um haf og takast þar á við landbúnað í nýju umhverfi. Auðvitað tókst sú aðlögun að nýj- um aðstæðum misjafhlega en Dav- íð Gíslason bóndi á Svaðastöðum í Manitoba, sem hér er með okkur í dag, er dæmi um góðan árangur ís- lenskra bænda í Vesturheimi. í ljósi reynslunnar skulum við því ekki kvíða framtíðinni heldur líta á hana sem tækifæri en hafa jafnframt í huga gamalt spak- mæli sem hljóðar á þá leið að framtíðin sé þeirra sem búa sig undir hana. Moli Fjöldi og aldursskipt- ING BÆNDA í ESB ESB hefur látið taka saman upp- lýsingar um fjölda og aldursskipt- ingu bænda innan sambandsins. Þar kemur fram að tæplega 6,5 millj. bændur eru í löndum ESB og rúmur helmingur þeirra er eldri en 55 ára og 30% eldri a en 65 ára. Rosknir bændur eru flestir í Suð- ur-Evrópu. Þannig eru yfir tvær milljónir bænda i Ítalíu og 62% þeirra em eldri en 55 ára. Yngstu bændurnir, yngri en 45 ára, eru hins vegar í Þýskalandi, Austurriki og Finnlandi. Upplýsingar þessar em miðaðar við árin 1999 og 2000. (Intemationella Perspektiv nr. 7/2002). Aldursskipting bænda i í ESB Fjöldi býla Yngri en 35 35-44 45-54 Eldri en 55 Belgía 59.300 11 25 23 41 Danmörk 57.300 9 24 25 42 Finnland 75.700 11 27 36 25 Frakkland 538.000 10 22 30 38 Grikkland 813.500 9 15 20 56 írland 141.300 13 22 26 40 italía 2136.200 5 12 20 62 Luxemburg 2.800 11 23 26 40 Holland 95.100 7 21 25 46 Portúgal 409.300 4 11 20 65 Spánn 1236.000 9 16 22 53 Bretland 205.600 5 18 26 52 Svíþjóö 75.900 7 19 28 46 Þýskaland 440.100 16 29 26 28 Austurríki 194.900 16 29 26 29 Heimild: Eurostat 126 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.