Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 29

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 29
Alyktanir búnaðarþings Hér á eftir fylgja ályktan- ir búnaðarþings 2003 að undanskilinni fjár- hagsáætlun Allsherjarnefnd Alþjóðasamningar (WTO) OG AFSTADA TIL ESB a) Ályktun um alþjóðasamninga Búnaðarþing 2003 lýsir miklum áhyggjum vegna þróunar um- ræðna um nýjan samning Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar um viðskipti með búvörur. Nái íyrirliggjandi drög að til- lögum frá Stuart Harbinson, sem leiðir viðræðumar innan WTO, fram að ganga mun það hafa í för með sér miklar breyt- ingar og erfiðleika í flestum greinum íslensks landbúnaðar. Þingið lýsir stuðningi við af- stöðu stjómvalda til tillagnanna og hvetur þau til að fylgja af- stöðu sinni fast eftir í komandi viðræðum og leita allra leiða til að gera íslenskum landbúnaði kleift að þróast á eigin forsend- um. b) Ályktun um Evrópumál Búnaðarþing 2003 áréttar álykt- un Búnaðarþings 2001 um aðild að Evrópusambandinu þar sem fram kemur að þingið telur að aðild að sambandinu komi ekki til greina, heldur beri að tryggja hagsmuni Islands með öðmm hætti. Ekkert hefur komið ffam sem gefur til kynna að aðild að Evr- ópusambandinu væri þjóðinni eða landbúnaðinum hagstæðari en gert var ráð fyrir þar. Þvert á móti hefur ákvörðun um stækkun sambandsins til austurs dregið úr möguleikum þess til að viðhalda núverandi stuðningi við landbúnaðinn og leitt í ljós að nýjar aðildarþjóðir fá á fyrstu ámm aðildar mun minni stuðn- ing við landbúnað sinn en þær þjóðir sem fyrir vom í sam- bandinu. Ekkert hefúr heldur komið ffam í aðildarviðræðum við ný ríki sem bendir til að varanlegar undanþágur fáist frá fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins sem raunar virðist forsenda fyrir að- ild íslands. c) Búnaðarþing 2003 felur stjóm BI að koma á fót alþjóðaskrif- stofu um málefni landbúnaðar- ins í húsakynnum samtakanna. Hlutverk skrifstofunnar verður að fylgjast með því sem er að gerast á vettvangi alþjóða- samninga, milliríkjasamninga og fjölþjóðlegra samninga sem snerta hagsmuni íslensks land- búnaðar. Greinargerð: Umhverfi íslensks landbúnaðar hefur breyst vemlega siðasta ára- tug. Einn þátt þeirra breytinga má rekja til þess að Island hefur með þátttöku í alþjóðlegum og fjöl- þjóðlegum samningum, svo og með milliríkjasamningum, sam- þykkt tilteknar leikreglur sem áhrif hafa á rekstrarforsendur landbúnaðarins. Því er brýn nauð- syn að stofna til „alþjóðaskrif- stofu“ landbúnaðarins. I auknum mæli hafa þessir samningar, sem Island á aðild að, áhrif á afkomu þeirra sem stunda landbúnað. Það er mjög mikil- vægt að Bændasamtök íslands fylgist vel með því sem þama er að gerast og skapi sér stöðu sem ráðgefandi aðili stjómvalda í um- ræddum samningum. I umræðum um WTO og framkvæmd á EES- samningi er nú þegar nauðsynlegt að BI hafi á að skipa fagfólki á því sviði. Landbúnaðurinn þarf að eiga starfsfólk sem getur komið fram sem sérfræðingar í málefn- um landbúnaðarins gagnvart um- ræddum samningum. Það er reynsla nágranna okkar, bænda í Svíþjóð og Finnlandi, að aðeins þeir, sem hafa kynnt sér hvað felst í ESB-aðild, eigi mögu- leika í nýju umhverfi. Bændasamtök íslands hafna að- ild að EB en geta ekki látið hjá líða að taka þátt í umræðu um hana. Það alvarlegasta sem gæti hent íslenskan landbúnað er að gera ekkert og hafa ekkert til mál- ana að leggja af þekkingu. Samþykkt samhljóða Þjóðlendumál og réttur SJÁVARJARÐA a) Búnaðarþing 2003 ályktar eft- irfarandi um þjóðlendumál: * Búnaðarþing mótmælir því harðlega að fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjómar Is- lands skuli hafa áfrýjað úr- skurði Óbyggðanefndar í Ár- nessýslu til dómstóla. Ekki verður annað séð en stefnt sé að stórfelldri eignaupptöku á landi sem er í einkaeign. Bún- aðarþing mótmælir því harð- lega og minnir á ákvæði í 72. gr. Stjómarskrár Islands um eignarrétt. * Við ákvörðun þjóðlendumarka verði tekið fullt tillit til þing- lýsts eignarréttar. Jafnframt er þess krafist að allar þinglýs- ingar á vegum fjármálaráð- herra, sem fara í bága við eldri þinglýsingar, verði þegar í stað Freyr 2/2003 - 29 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.