Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 30

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 30
dregnar til baka og afmáðar úr veðmálabókum. * Að kröfugerð ljármálaráð- herra, sem gengur í berhögg við ofangreind grundvallarat- riði, verði þegar í stað aftur- kölluð, bæði fyrir Obyggða- nefnd og dómstólum. * Að staðið verði við þau fyrir- heit að ríkissjóður greiði allan kostnað landeigenda fyrir Obyggðanefnd og dómsstól- um. * Óbyggðanefnd verði gert skylt að leita sátta með málsaðilum á hverju því landssvæði sem tekið er fyrir áður en mál eru tekin til úrskurðar. * Óbyggðanefnd leggi fram á ár- inu 2003 áætlun um hvaða landssvæði hún hyggst taka til úrskurðar og í hvaða röð. * Ef ekki fæst ásættanleg niður- staða fyrir íslenskum dómstól- um verði farið með málið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassburg. b) Búnaðarþing 2003 ítrekar ályktun sína frá 1999 um að út- ræðisréttur/heimræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í lögum um stjóm fískveiða. Greinargerð: Vísað er til ítarlegrar greinar- gerðar með ályktun Búnaðarþings frá 1999 um sama mál. Mál 99020023 Þsk. 23-2. Ennfremur er minnt á eftirfar- andi: 1 umræðu þeirri, sem fram hefúr farið síðan Búnaðarþing ályktaði um málið, hafa óyggjandi rök ver- ið færð fyrir því að svæðið innan netlaga tilheyri viðkomandi jörð og er hluti hennar (Már Pétursson, hrl. og Sigurður Líndal, fyrrver- andi prófessor). Jafnframt em afar sterk rök fyrir því að jarðir eigi hlutdeild í auðlindinni utan net- laga. Landhelgi íslands er miðuð við stórstraumsfjömmál. Því em eignarlönd jarða ótvíræður hluti af sameiginlegri auðlind sjávarins. Auk þess fer verulegur hluti af uppeldi ýmissa nytjastofha fram á gmnnsævi innan netlaga og skapar þar með tilkall til ítaka við nýt- ingu. Enda er hafið og lífríkið í því á hreyfíngu á milli netlaga og ytra svæðis. Þá tilheyrðu ýmis þekkt fiskimið ávallt tilteknum jörðurn enda var útræði/heimræði sérstak- ur matsliður í fasteignamati. Lög um stjóm fiskveiða vom endurskoðuð og nokkram ákvæð- um breytt á Alþingi vorið 2002. Þrátt fyrir ítarlega kynningu á mál- inu tókst ekki að fá rétt strandjarða viðurkenndan að þessu sinni. Bent hefur verið á ýmsar aðrar leiðir til þess að fá sjávarrétt jarða viðurkenndan og virtan á ný. A þau úrræði hefur ekki reynt, enda skammt siðan Alþingi hafnaði málaleitan um viðurkenningu á rétti strandjarða til sjávarins. A það hefúr verið bent að í raun þurfi fyrst og fremst pólitískan vilja til þess að leysa þetta mál og að vinna þurfi ýmsa gmnnvinnu varðandi gögn og upplýsingar. Þvi er athyglisvert að á ráðstefúu Samtaka eigenda sjávarjarða sl. haust, um „Rétt sjávarjarða til út- ræðis,“lýsti landbúnaðarráðherra því yfir að hann væri „reiðubúinn til þess að vinna að lausn þess.“ Hann kvaðst hugleiða þá leið sem farin var í hinu sk. “þjóðlendu- máli.” Hér er urn athyglisverða hugmynd að ræða sem fúll ástæða er til að kanna rækilega. Að fá rétt strandjarða til sjávar- ins virtan á ný er grundvallar rétt- lætismál og í raun eitt athyglis- verða byggðamál síðari tíma. Samþykkt samhljóda Umferð dráttarvéla með tengi- vagna/tæki á þjóðvegum Búnaðarþing 2003 óskar eftir því að BÍ fái skilgreindan rétt bænda gagnvart túlkun á umferða- lögum hvað varðar notkun óskráðra tengivagna úti á vegum þegar þeir em að sinna erindum bús. Gengið skal út frá því að vagnamir uppfylli allar almennar kröfur um öryggi, s.s. ljósa- og hemlabúnað. Greinagerð: Með aukinni bústærð færist það í vöxt að bændur sæki sér slægjur á nágrannabæi og þurfa því að aka með áburð og fóður eftir þjóðveg- um lengri og skemmri leiðir með tæki sem að öðmm kosti em að stærstum liluta notuð utan þjóð- vegar. Bætt ræktunarmenning ger- ir það að verkum að sumir bænd- ur hafa séð sér hag í að stunda ákveðna tegund fóðuröflunar, t.d. komrækt, á öðrum jörðum þar sem jarðvegs og/eða veðurfars- skilyrði em hagstæðari en heima fyrir. Það fylgir töluverður auka- kostnaður skráningu tengivagna og færa þarf þá til skoðunar í skoðunarstöð einu sinni á ári. Hins vegar er dráttartækið tekið út af Vinnueftirliti ríkisins u.þ.b. annað hvert ár. Eðlilegra væri að tengivagnamir væm teknir út af Vinnueftirlitinu á sama hátt og dráttartækin, þ.e. hjóla-, hemla-, og ljósabúnaður, jafnframt því sem farið væri yfir önnur atriði sem Vinnueftirlitið skoðar. Samþykkt samhljóða Eftirlit með matvælafram- LEIÐSLU í LANDINU Erindi Bsb. Eyjafjarðar Búnaðarþing 2003 fer þess á leit við B1 að kannaðir verði mögu- leikar og hagkvæmni þess að allt eftirlit vegna matvælaframleiðslu í landinu væri samræmt og stjóm- að frá einum stað. Vísað til stjórnar | 30 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.