Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Síða 31

Freyr - 01.03.2003, Síða 31
Flutningskostnaður Búnaðarþing 2003 ítrekar álykt- un varðandi flutningskostnað, sem fram kemur í samgöngukafla byggðamálaályktunar síðasta búnaðarþings, svohljóðandi: „Lækka verður flutningskostn- að á milli Reykjavikursvæðis og landsbyggðar þannig að verð vöru og þjónustu og möguleikar fram- leiðslufyrirtækja verði sambæri- legir um land allt. Ríkissjóður noti ekki þennan kostnað sem tekju- stofn svo sem í formi virðisauka- skatts.“ Samþykkt samhljóða Reglur um persónuvernd Búnaðarþing 2003 telur eðlilegt að í samvinnu við Persónuvemd verði settar skýrar reglur um söfn- un, vörslu, notkun og birtingu þeirra upplýsinga sem safnað er hjá Bændasamtökum Islands, búnaðarsamböndunum og tengd- um aðilum, ef þær upplýsingar tengjast persónum eða lögbýlum. Samþykkt samhljóða Endurskoðun á lagaumhverfí landbúnaðarins 1. Erindi Landssambands kúa- bænda Búnaðarþing 2003 telur nauð- synlegt að hraðað verði endur- skoðun á lagaumhverfí landbún- aðarins, m.a. vegna þeirra breyt- inga sem eru að verða á eignar- haldi og rekstrarformi í búgrein- inni, þar sem það er í auknum mæli að færast í hendur lögaðila. 2. Erindi Búnaðarsamtaka Vest- urlands Búnaðarþing 2003 samþykkir að BÍ verði falið að gera úttekt á því hvemig laga- og reglugerða- setning síðasta áratuginn hefur skert atvinnufrelsi bænda á lögbýl- um og valdið þeim kostnaðarauka. Greinargerð: Girðingarlög, lög um umhverf- ismat, skipulags- og byggingarlög og tilheyrandi reglugerðir eru dæmi um aðgerðir stjórnvalda sem valdið hafa bændum kostnað- arauka. Athuga þarf hvort að með lagasetningu seinni ára sé verið að skerða atvinnuffelsi bænda um of. Visað til stjórnar Skilgreining safnvega Búnaðarþing 2003 samþykkir að fela stjóm BI að beita sér fyrir breytingu á 8. gr. vegalaga (nr. 45/1994) varðandi skilgreiningu safnvega. Samkvæmt núverandi vegalögum teljast m. a. til safn- vega „vegir að öllum býlum sem búseta er á og ekki em tengd með stofnvegi eða tengivegi." Lagt er til að setningin verði svohljóðandi: „Vegir að öllum býlum þar sem búseta er og/eða atvinnustarfsemi fer fram og ekki eru tengd með stofnvegi eða tengivegi.“ Greinargerð: í reynd er það þannig að til em jarðir, sem ekki er fost búseta á, en þar er þó stundaður heils árs búrekstur. í þessum tilvikum hef- ur fólki hentað betur að hafa bú- setu sína annars staðar. Upplýst er að nú er að hefjast endurskoðun vegalaga. Mikilvægt er að þetta erindi fái umQöllun við þá endurskoðun. Samþykkt samhljóða Félagsmálanefnd Breytingar á samþykktum BÍ 2. gr. í upptalningu á aðildarsamtök- um BÍ falli Landssamband kart- öflubænda niður. Samþykkt samhljóða 3. gr. Aðild að Bændasamtökum Is- lands geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota enda séu þeir að- ilar að þeim félögum og félaga- samtökum sem talin em í 2. grein. Aðild einstaklinga skal óháð því hvort þeir stunda búrekstur í eigin nafni eða annama. Bændum, sem hætt hafa búskap vegna aldurs eða heilsubrests, skal heimil áframhaldandi þátt- taka í viðkomandi félagi með full- um félagsréttindum, hafí þeir áfram búsetu á hlutaðeigandi fé- lagssvæði. Undir búrekstur fellur hvers konar búfjámækt, jarðrækt, skóg- rækt, garðrækt og ylrækt. Einnig eftirfarandi starfsemi, fari hún fram á lögbýlum: Eldi og veiðar vatnafíska, nýting hlunninda, framleiðsla og þjónusta. Samþykkt samhljóða 10. gr. Upptalning á kjörnum full- trúum breytist þannig: Landssamband Kartöflubænda falli niður, en Samband garð- yrkjubænda 3 fulltrúa. Samþykkt samhljóða Búnaðarsamband Suðurlands 7 fulltrúa. Afgreitt með nafnakalli Aðalsteinn Jónsson sagði já Ari Teitsson sagði já Amar Bjami Eiríksson sagði já Agúst Sigurðsson sagði já Ásta Ólafsdóttir sagði já Baldvin Kr. Baldvinsson sagði já Bjami Ásgeirsson sagði nei Bjami Stefánsson sagði já Eggert Pálsson sagði já Egill Sigurðsson sagði já Einar Ófeigur Bjömsson sagði já Georg Jón Jónsson sat hjá Freyr 2/2003 - 31 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.