Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 33

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 33
Þingforsetar gera tillögu um skipan nefndarinnar.” Samþykkt með 38 atkvœðum gegn 2 19. gr. Fellur niður og númer eftir- farandi greina breytast tilsvar- andi 20. gr. (áður 21. gr.) í stað 2. mgr. og 1. ml. 3. mgr. 21. greinar samþykktanna kemur ný mgr. sem verður 2. mgr. og hljóðar svo: „í fagráðum skuiu sitja menn úr hópi starfandi bænda og einn ráðunautur í hlutaðeigandi bú- grein eða fagsviði. Jafnframt skulu starfa með fagráðum sér- fróðir aðilar, er vinna að kyn- bótum, rannsóknum, leiðbein- ingum eða kennslu á hlutaðeig- andi sviði. Heimilt er að skipa slíka aðila í fagráð.“ Ákvæði til bráðabirgða: Akvœði um lögaðila í 3. grein tekur gildi 1. janúar 2004. Samþykkt samhljóða Greinargerð: 2. gr. Landsamband kartöflubænda hefur sameinast Sambandi garð- yrkjubænda og fellur þar af leið- andi út úr upptalningunni. 3. gr. Inn í 3. grein er bætt orðinu lögaðilar. Það er gert þar sem nú þegar er nokkuð um að lögaðilar séu með félagsaðild að BI. Ekki þykir rétt að vísa þessum aðilum úr samtökunum og því óhjá- kvæmilegt að skjóta þessu orði inn. Við þessa breytingu koma hins vegar upp álitamál um at- kvæðisrétt og kjörgengi og er stjóm falið að móta reglur um hvemig með slíkt skuli fara fyrir næsta Búnaðarþing. Síðari hluti 11. gr. er fluttur í 3. gr. þar sem hann á þar betur heima en í þeirri 11., sem ijallar um kosningarétt og kjörgengi. Þar er einnig bætt inn orðinu „heilsubrests“. Að öðm leyti vísast til greinargerðar með 11. gr. 10. gr. Þar sem sameining kartöflu- bænda og garðyrkjubænda hefúr átt sér stað fellur Landsamband kartöflubænda út en Samband garðyrkjubænda fær þrjá fulltrúa í stað tveggja áður. Vegna hlutfallslega mikillar fækkunar bænda á Vestfjörðum frá stofnun BI þykir rétt að fækka fúllrúum þar um einn og fjölga þess í stað á Suðurlandi. (Ath. Eftir fyrri umræðu fór málið aftur til nefndar þar sem lagt var til að fjölgað yrði um 1 fulltrúa á Suður- landi en fúlltrúafjöldi Vestflrðinga yrði óbreyttur. Ritstj.). 11. gr. Ljóst er að kosningaréttur og kjörgengi til búnaðarþings getur aldrei verið rýmri en skilyrði fyrir því að menn eigi aðild að BI. Rétt þykir að menn séu skuldlausir við félagsskapinn til að halda kjör- gengi. 16. gr. Stjóm gætir hagsmuna allra bænda landsins hvar sem þeir eru búsettir. I 16. gr. em sett inn nán- ari ákvæði um uppstillingamefnd. 19. gr. Samstaða náðist um eða fella 19. gr. niður. Ekki var talin þörf á því að kveðið væri á um það að Búnaðarráð yrði að vera til og það skyldi koma saman a.m.k.einu sinni á ári. Litið er svo á að stjóm BI geti kallað sömu aðila til fúnd- ar þegar og ef ástæða er til. Núm- er þeirra greina sem á effir koma breytast þá tilsvarandi. 21. gr. (áður 20. gr.) Tilmæli komu frá aðildarfélagi BÍ um að skipa sérfræðing í fagr- áð auk ráðunautar BI, en slíkt er ekki heimilt samkvæmt gildandi samþykktum. Orðið var við þess- um óskum og leggur nefndin til að heimilt sé að skipa sérfróða aðila í fagráð í stað þess að starfa með þeim. Samþykkt samh/jóða VlÐAUKATILLAGA VIÐ 16. GR. Á eftir: „Heimilt er að kjósa uppstillingamefnd vegna kosn- inga til stjórnar o.s. frv.“ komi: Einnig er heimilt að fram fari hlutfallskosningar enda komi beiðni þar um fram hverju sinni innan þeirra tímamarka sem þingið setur. Skal beiðnin studd af a.m.k. 17% þingfulltrúa. Afgreidd með nafnakalli Aðalsteinn Jónsson sagði já Ari Teitsson sagði já Amar Bjami Eiríksson sagði já Ágúst Sigurðsson sagði nei Ásta Ólafsdóttir sagði nei Baldvin Kr. Baldvinsson sagði já Bjami Ásgeirsson sagði nei Bjami Stefánsson sagði já Eggert pálsson sagði já Egill Sigurðsson sagðijá Einar Ó. Bjömsson sagði nei Georg Jón Jónsson sagði nei Gísli J. Grímsson sagði nei Guðbjartur Gunnarsson sat hjá Guðm. G. Guðmundss. sagði nei Guðmundur Jónsson sagði nei Guðm. St. Björgmundss.sagði nei Guðni Einarsson sagði já Gunnar Jónsson sagði já Gunnar Sæmundsson sagði já GústafSæland sagðijá Haraldur Benediktsson sagði nei Haukur Halldórsson sagði já Helgi Jóhannesson sagðijá Freyr 2/2003 - 33 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.