Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Blaðsíða 35

Freyr  - 01.03.2003, Blaðsíða 35
greiða hluta af kostnaði við hönnun og kostnaðargreiningu sem beinist að bættri vinnuað- stöðu í eldri búíjárhúsum. Þingið felur stjóm BI í sam- vinnu við fagráð í einstökum búgreinum að móta nánari reglur hér um. Verkefnið falli undir lið 6 í kafla IV. B. Búnaðarþing 2003 leggur mikla áherslu á að fráveitum á lögbýlum verði komið í viðun- andi horf. Þingið felur stjóm BI að afla upplýsinga um stöðu þessara mála og þrýsta á um að fjármagn fáist til úrbóta. Samþykkt samhljóða Búnaðarnám og rannsóknir í LANDBÚNAÐI Búnaðarþing 2003 leggur áher- slu á öfluga fagþekkingu í land- búnaði. Þingið fagnar nýjum námsbrautum í búnaðarfræðsl- unni og nýjum rannsóknarsvióum. Nýjungum þarf hins vegar að fyl- gja aukið fjármagn ef tilkoma þeirra á ekki að skerða þjónustu á þeim sviðum sem áður voru meg- inviðfangsefni í kennslu og rann- sóknum. Þingið beinir því til landbúnað- arráóherra og annarra hlutaðeig- andi aðila, að búnaðamám á fram- halds- og háskólastigi ásamt rann- sóknum í landbúnaði líði ekki vegna tjárskorts. Samþykkt samhljóða Líftæknifyrirtækid ORF LÍFTÆKNI HF Búnaðarþing 2003 vekur sér- staka athygli á fyrirtækinu ORF líftækni hf. Fyrirtækið vinnur að þróun próteinframleiðslu til notk- unar í lyljaiðnaði. Bygg er ræktað til þessarar efhaframleiðslu. A Is- landi er til nægt ræktunarland sem nota má í þessu skyni og umrædd ræktun mundi skapa umtalsverða atvinnu. Þá skiptir miklu máli að sú fagþekking, sem fyrirtækið byggir á, nái að þróast áfram á Is- landi. Þróunarstarf sem slík fyrirtæki byggja á er kostnaðarsamt og stuðningur við það er því miður minni á Islandi en víðast gerist hjá nágrannaþjóðum okkar. Búnaðarþing telur að hér sé um að ræða mjög athyglisverða hug- mynd sem gæti orðið mikill styrk- ur fyrir íslenskt atvinnulíf, ef hún næði fram að ganga. Þingið skorar því á Alþingi og Qárveitingavaldið að stuðla með öflugum hætti að ffamgangi þessa verkefnis. Samþykkt samhljóða Stuðningur við rekstur Sæðingastödvarinnar i Gunnarsholti Búnaðarþing 2003 skorar á stjómvöld að styðja myndarlega við þær rannsóknir á frjósemi stóðhesta og djúpfrystingu sæðis sem fara fram hjá Sæðingastöð- inni í Gunnarsholti. Greinargerð: Síðastliðinn 5 ár hafa Hrossa- ræktarsamtök Suðurlands í sam- vinnu við Dýralæknaþjónustu Suð- urlands unnið að þróun á sæðis- töku úr stóðhestum og djúpffyst- ingu á hrossasæði, auk rannsókna á frjósemi íslenska hestakynsins. Mikilvægt er að ná tökum á djúp- ffystingu sæðis úr hestum meðal annars til að tryggja varðveislu og dreifíngu erfðaefnis í hrossarækt ef upp koma erfiðir smitsjúkdómar. Hinn faglegi þáttur starfsins hefúr gengið mjög vel. Rekstur verkefn- isins hefúr hins vegar verið fjár- hagslega erfiður og er hætt við að þessi starfsemi leggist af komi ekki til ffekari fjárstuðningur. Samþykkt samhljóða Framleiðslu- og markaðs- nefnd Stada og horfur á KJÖTMARKAÐI, LIÐUR 1 Núverandi staða á kjötmarkaði er mjög alvarleg ógnun við af- komu fjölda bænda. Þróun kjötmarkaðar er í engu samræmi við markmið búvöru- laga um að framleiðsla búvara sé í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar, stuðli að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslu og vinnslu og sölu bú- vara til hagsbóta fyrir framleið- endur og neytendur. Vegna þessa alvarlega ástands leggur Búnaðarþing þunga áher- slu á eftirfarandi atriói: 1. Þingið hvetur framleiðendur kjöts til að draga saman fram- leiðsluna og aðlaga hana að markaðsaðstæðum og hvetur Bændasamtökin og búgreinafé- lögin til samstarfs um verkefn- ið í samráði við samkeppnisyf- irvöld eftir því sem við á. 2. Þingið telur að endurfjármögn- un kjötframleiðslu með af- skriftum krafna eða nýju eigin fé frá lánadrottnum hindri eðli- lega samkeppni í greininni og sé óviðunandi. 3. Skapa þarf lagaumhverfí sem gerir mögulegt að hindra lang- varandi óeðlilega verðlagningu á búvörumarkaði. 4. Efla þarf upplýsingagjöf til bænda um stöðu og horfur á kjötmarkaðinum. Greinargerð: Þingið vekur athygli á að stýr- ing kjötmarkaðar með lögmálum markaðar um framboð og eftir- spum eingöngu er afar sársauka- fúll og dýr. Framleiðsluferill kjöts er langur og fastakostnaður mjög stór hluti af framleiðslukostnaði sem leiðir til að við gjaldþrot Freyr 2/2003 - 35 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.