Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.2003, Qupperneq 38

Freyr - 01.03.2003, Qupperneq 38
Hinsvegar er ýmislegt rusl svo sem plastefni, sem á fjörum er að finna, einkum komið af hafi og því óeðlilegt að ætla bændum að kosta slíka hreinsun. Þegar árlegri hreinsun ljöru væri lokið, gerðu fulltrúar sveitarstjóma og kostun- araðila úttekt á umfangi úrgangs áður en til greiðslu kæmi. Samþykkt samhljóða Verkefnið „Fegurri sveitir“ Búnaðarþing 2003 leggur til við landbúnaðaráðherra að fylgt verði eftir því góða starfi sem verkefnið „Fegurri sveitir“ hefur unnið síð- astliðin ár og verði það viðfangs- efni vistað hjá umhverfisdeild Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Þingið leggur áherslu á að út- vegað verði nægilegt fé til að hægt sé að losna við þann fortíð- arvanda sem til staðar er í mörg- um sveitum í formi brotajáms, ónýtra girðinga og gamalla úr sér genginna húsa og koma þannig til móts við bændur og sveitarfélög við að uppfýlla ákvæði 44. gr. náttúruvemdarlaga nr. 44/1999. Greinargerð: I nóvember sl. lauk átaksverk- efninu „Fegurri sveitir“ sem starf- að hefur af miklum krafti síðast liðin ár. En það hefur unnið með bændum og ýmsum fleiri aðilum sem láta sig umhverfismál varða. A lokaráðstefnu verkefnisins kom fram að enn bíði mörg verkefhi sem nauðsyn væri að fýlgja eftir, t.d. margar óafgreiddar beiðnir um bæjarheimsóknir. En með þeim hafa umráðamenn jarða fengið ábendingar um hvemig umhverfi þeirra kemur öðmm fýrir sjónir, og ráðgjöf um hvemig best verði staðið að úrbótum þar sem þess er þörf. Auk þess hafa sveitarfélög getað notað þær upplýsingar sem þar hafa komið fram í greinargerð sem skila átti umhverfisráðuneyt- inu fyrir árslok 2002. Þær greina- gerðir verða síðan notaðar til að meta þörf á aðkomu ríkisins við að fjarlægja brotajám, rífa gömul hús og fl„ sem er of kostnaðarsamt til að hægt sé að ætla einstaklingum að standa að þeim aðgerðum. En i náttúmvemdarlögum nr. 44/1999 er ákvæði um að eigendum jarða sé skylt að halda þeim í sómasam- legu ástandi, fjarlægja óþarfar girðingar, brotajám, gömul hús o.fl. Víða um sveitir er til mikill fortíðarvandi í þessum efhum, sem safnast hefur upp á löngum tíma. Eitthvað af brotajámi mun vera til á hveijum bæ og mörg ónýt hús sem fjarlægja þarf em ýmist í eigu þeirra sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að fjarlægja þau eða þá að þau em í eigu fólks sem ekki býr á víðkomandi jörð og virðist því nokkuð sama um ásýnd sveit- anna. Nauðsynlegt er að ríkið komi með myndarlegum hætti að lausn þessa fortíðarvanda. Imynd íslenskra sveita skiptir miklu máli, meðal annars hefur hún áhríf á viðhorf neytenda til þeirrar vöm sem þar er ffamleidd, Því þurfa íbúar sveitanna að geta haft áhrif á umhverfi sitt. Sveitarstjómir þurfa að geta beitt því valdi sem þeim er fengið í 44. gr. Náttúruvemdar- laga, en æskilegt er að til sé „utan- aðkomandi aðili" sem hægt er að leita til í því sambandi. Samþykkt samhljóða Fækkun vargfugla Búnaðarþing 2003 skorar á um- hverfisráðuneytið að leita leiða til þess að hefja markvissa fækkun máva. Greinargerð: Aukin ágengni máva langt inn í land bendir til þess að mikil Qölg- un hafi orðið á þessum fúglum síðustu áratugi. Jafhvel tugi kíló- metra ffá sjó em vissar tegundir máva orðnar ríkjandi í fúglafán- unni. Mávar éta mikið af eggjum og ungum smærri fúgla, einnig em þeir miklir skaðvaldar í lax- og silungsseiðum. Staðfest hefúr verið að mávar em smitberar salmonellu og því ógn við holl- ustu matvæla. Þá færist það í vöxt að þeir gati rúllubagga og valdi því bændum tjóni og aukinni plastnotkun. Því er tímabært að rýmka núverandi reglur um heim- ildir til fækkunar máva. Samþykkt samhljóða Tjón af völdum álfta A undanfömum ámm hefur orðið sú breyting á íslensku lífríki að álftir sækja í stórauknum mæli í ræktunarlönd bænda. Fyrir liggur að álftum er að stór- fjölga og á ákveðnum svæðum er ágangur þeirra í lönd bænda orðin vemleg vandamál og ógnar t.d. af- komu kombænda vegna þess hve mjög hún spillir uppskem. Þess em ótal dæmi að álftir stór- skemmi tún, nýræktir, grænfóður og komakra og einnig em þekkt dæmi þess að álftir hafa valdið vandræðum og jafnvel tjóni þar sem lambfé er á beit strax eftir sauðburð. Því er ljóst að bændur verða fyr- ir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af völdum álfta án þess að við verði ráðið og fer sá vandi vaxandi. Búnaðarþing beinir þeim ein- dregnu tilmælum til umhverfis- ráðuneytisins að bmgðist verði við þessum vanda m.a. með eftir- farandi hætti. a) Hafin verði athugun á því hverjar séu ástæður þeirra aug- ljósu breytinga sem em að verða á vexti og viðgangi álfta- stofnsins. b) Að gerð verði úttekt á tjóni af völdum álfta undanfarin ár. c) Að bændum verði leiðbeint um 138 - Freyr 2/2003

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.