Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2003, Síða 39

Freyr - 01.03.2003, Síða 39
það hvemig helst má verjast tjóni af völdum álfta. d) Að leyfðar verði á gmndvelli laga nr. 64/1994 takmarkaðar og staðbundnar veiðar á álft sem heldur sig á túnum og ökr- um. Samþykkt samhljóða Nýting sláturúrgangs Búnaðarþing 2003 hvetur slát- urleyfíshafa til frekari samvinnu við fóðurstöðvar í loðdýrarækt um nýtingu á sláturúrgangi, með það að markmiði að auka umhverfís- vemd, lækka sláturkostnað og lækka verð loðdýrafóðurs. Greinargerð: Vemlegt magn sláturúrgangs er nú urðað, sem fellur illa að nútíma sjónarmiðum um umhverfisvemd og endumýtingu verðmæta. Væntanleg gjaldskylda og hert- ar kröfur um förgun úrgangs munu leiða til hærri sláturkostn- aðar, ef nýjar leiðir til lausnar á úrgangsmálum sláturhúsa fínnast ekki. Nýta má hluta sláturúrgangs í loðdýrafóður, án mikils auka- kostnaðar, og er það hagkvæm leið til að gera úr honum verðmæti. Samþykkt samhljóða Útrýming villiminks Á ÍSLANDI Búnaðarþing 2003 beinir því til umhverfisráðherra að villiminkur á Islandi verði skilgreindur sem meindýr sem beri að útrýma úr ís- lenskri náttúm með öllum tiltæk- um ráðum. Gerð verði áætlun til nokkurra ára um útrýmingu villi- minks, skipulag og kostun. Þá er og gerð krafa um að virðisauka- skattur af veiðum sé endurgreidd- ur sveitarfélögum eins og af ým- issri annarri aðkeyptri þjónustu þeirra. Búnaðarþing 2003, kaflar úr fundargerð Frh. afbls. 21 framleiðslunni, heldur freista þess að við gætum aukið söluna, ekki síst með útflutningi. Þá er sauð- ljárræktin og verður byggðamál. Það var aldrei meiningin að að- laga framleiðsluna eingöngu að innanlandsmarkaðnum. Með hlið- sjón af reynslu sinni frá aðalfund- um bændasamtaka á hinum Norð- urlöndunum taldi hann ekki skyn- samlegt að leggja niður eldhús- dagsumræður í upphafí þings. Nær væri að reyna að fækka þeim málum sem tekin eru til meðferð- ar á þinginu. Ekki hefur verið fastákveðið að slíta þinginu á föstudeginum þannig að hægt er að bæta við laugardeginum ef með þarf. Við eigum hins vegar að geta lokið dagskránni sam- kvæmt áætlun svo að fullur sómi sé að. Að síðustu velti hann því fyrir sér hvort í framtíðinni væri skynsamlegt að gera einn heildar samning við ríkisvaldið um starfsskilyrði landbúnaðarins, ekki síst í ljósi stuðnings sem flokkast undir bláar og grænar greiðslur. Það verður að gaum- gæfa allar hliðar á því máli. Kosningar: Kosning löggilts ENDURSKOÐENDA BÍ Kosningu hlaut: Sigrún Ragna Ólafsdóttir, frá Deloitte og Touce, og Einar Hafliði Einarsson til vara. Kosning SKOÐUNARMANNS REIKNINGA BÍ Kosningu hlaut: Guðmundur Stefánsson, Hraungerði, og Rögn- valdur Ólafsson, Flugumýrar- hvammi, til vara. Kosning fulltrúa í Háskóla- ráð Landbúnaðarháskólans Á Hvanneyri Kosningu hlaut: Ari Teitsson, Hrísum, og Guðmundur Jónsson, Reykjum, til vara. Kosning fulltrúa í skóla- NEFND HÓLASKÓLA Kosningu hlaut: Jóhannes H. Ríkharðsson, Brúnastöðum, og Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli, til vara. Kosning fulltrúa í SKÓLANEFND Garðyrkjuskóla RÍKISINS Kosningu hlaut: Sveinn A. Sæ- land, Sólveigarstöðum, og Þor- valdur Snorrason, Hveragerði, til vara.. Greinargerð: Minkur (Mustela visori) yar fyrst fluttur til landsins á Qórða áratug síðustu aldar til eldis í búr- um. Innflutningurinn átti sér stað vegna ákvörðunar íslenskra stjómvalda og var staðfestur með viðeigandi lögum. Það em því stjómvöld sem bera alla ábyrgð á þeim afleiðingum sem af innflutn- ingi þessum hefur hlotist. Þrátt fyrir að ýmsar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum villiminks í íslenskri nátt- úm þá hefur dýmnum fjölgað á undanfömum ámm, enda em að- gerðir víða ómarkvissar og ekki nægjanlegar. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um það tjón sem þetta að- skotadýr veldur í íslenskri náttúm, bæði á fuglalífi svo og á físki- gengd í ám og vötnum. Lagt er til að gerð verði fimm ára áætlun um útrýmingu villim- inks sem kostuð verði að mestu úr sameiginlegum sjóði lands- manna. Samþykkt samhljóða Freyr 2/2003 - 39 |

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.