Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2003, Page 53

Freyr - 01.09.2003, Page 53
lömbum er hann einnig að skila mjög fitulitlum sláturlömbum og fær hann 135,6 í heildareinkunn. Er það besta heildarmat sem fram til þessa hefur sést í þessum út- reikningum. Leki 00-880 frá Sveinungsvík, sem skipaði efsta sætið á síðasta ári, stendur með lítt breytt mat og í öðru sæti. Þessi ungi hrútur, sem nú er því miður fallinn, hefur margsannað ein- staka yfirburði sína og mikil ástæða til að veita afkvæmum hans athygli þar sem þau er að finna við líflambaval í haust. Þama á toppnum er einnig að fmna toppana úr fitumatinu; Skarf á Hríshóli og Spak í Vogum II, sem fjallað er um hér að framan. Næstir koma síðan tveir stöðv- arhrútar frá íjárræktarbúinu á Hesti, þeir Lóði 00-871 og Hylur 01-883. Þeim til viðbótar er í töfl- unni að fínna eftirtalda stöðvar- hrúta: Á1 00-868, Dreitil 00-891, Stygg 00-877, Sjóð 97-846 og Ljóra 95-828. Veruleg ástæða er til að huga vel að afkvæmum þessara úrvalshrúta, sem hér eru taldir, nú í haust. Nokkrir af þess- um hrútum eru í haust með sína síðustu afkvæmahópa úr sæðing- um. Það jákvæða, sem lesa má úr töflunni, er hve stóran hóp af ung- um og efnilegum hrútum er þar að finna. Þar fer meira fyrir sonum þeirra Dals 97-838 og Læks 97- 843 en sonum annarra hrúta. Ljórða taflan sýnir síðan kyn- bótamat fyrir alla stöðvarhrúta sem átt hafa afkvæmi með upplýs- ingar úr kjötmati árið 2000 eða síðar. Þessir hrútar hafa margir traustari upplýsingar en aðrir og þess vegna veruleg ástæða fyrir alla íjárbændur að kynna sér þær rækilega áður en farið er að velja endanlega ásetningslömb í haust. Góðu heilli eru þama jákvæðar upplýsingar fyrir flesta hrútana þó að umtalsverðan breytileika megi lesa á milli þeirra. Meðal yngri Tafla 4. Kynbótamat hrúta á sæðinqarstöðvum, frh. Nafn Númer Fiöldi Fita Gerð Heildar- elnkunn Túli 98-858 1157 101 122 109,4 Kani 98-864 211 96 94 95,2 Ljómi 98-865 292 104 113 107,6 Stapi 98-866 323 98 118 106,0 Náli 98-870 432 121 114 118,2 Glæsir 98-876 182 106 137 118,4 Baukur 98-886 179 81 137 103,4 Víðir 98-887 352 103 140 117,8 Kostur 98-895 145 93 125 105,8 Bessi 99-851 602 106 118 110,8 Hörvi 99-856 614 99 112 104,2 Vinur 99-867 526 100 136 114,4 Arfi 99-983 353 130 103 119,2 Boli 99-874 320 109 118 112,6 Styggur 99-877 123 116 128 120,8 Fífill 99-879 59 100 117 106,8 Kúði 99-888 181 92 124 104,8 Snoddi 99-896 97 109 114 111,0 Áll 00-868 559 130 114 123,6 Lóði 00-871 287 132 118 126,4 Dóni 00-872 321 113 106 110,2 Leki 00-880 184 129 126 127,8 Eir 00-881 76 104 125 112,4 Moli 00-882 56 111 128 117,8 Rektor 00-889 15 101 108 103,8 Abel 00-890 87 94 126 106,8 Dreitill 00-891 108 116 133 122,8 Toppur 00-897 44 94 123 105,6 Þokki 01-878 25 108 112 109,6 Hylur 01-883 27 140 105 126,0 Vísir 01-892 20 90 141 110,4 Styggur 98-877. Var með hæsta BLUP-kynbótamat kollóttra hrúta á sæðingarstöðvunum sl. vetur. (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson. Freyr 7/2003 - 53 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.