Freyr

Volume

Freyr - 01.11.2003, Page 23

Freyr - 01.11.2003, Page 23
Fóðurmatskerfi fyrir mjólk- urkýr byggt á hermilíkönum af meltingu og efnaskiptum Inngangur Arið 2001 hófst á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins vinna að þriggja ára verkefni er kallast: “Fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr byggt á hermilíkönum af meltingu og efnaskiptum”. Verkefnið er hluti af samnorrænu verkefni á vegum NKJ (Nordiskt kontak- torgan för jordbruksforskning). Auk Islendinga taka þar þátt vís- indamenn frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Norræna verkefnið, sem hófst árið 2000, er sjálfstætt framhald af NKJ-verk- efhi-89 sem sömu þjóðir unnu að á árunum 1994-1998. Það verk- efni snerist um að þróa hermilíkan af áti, meltingu og uppsogun nær- ingarefna hjá mjólkurkú. í nýja verkefninu er verið að færa út kví- amar og þróa líkanið áfram þann- ig að það taki einnig til efnaskipta skepnunnar og sé þar með fært um að spá fyrir um afurðamyndun út frá upplýsingum um eiginleika fóðursins og skepnunnar. Þar ineð væri kominn grunnur að al- gerlega nýjum aðferðum við fóð- urmat fyrir mjólkurkýr, mun ná- kvæmari þeim sem hingað til hafa verið notaðar. Hér er ætlunin að segja lítillega frá verkefninu og helstu niðurstöðum er fyrir liggja. Verkefnið er fjármagnað af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins, Rann- sóknaráði Islands og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. eftir Af hverju hermilíkan? Þekkt er úr tilraunum og af al- mennri reynslu að tiltekið magn af orku (FEm) og próteini (AAT) getur gefið nokkuð breytilega nið- urstöðu varðandi magn og sam- setningu mjólkur, þunga- og holdabreytingar gripa eftir því úr 1. mynd. Gróft yfirlit um feril efna í mjóikurkú. Freyr 9/2003 - 23 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.