Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 7
Magnús með Mjallhvít, fjögurra vetra, sem nú er I tamningu. (Ljósm. Jón Eiríksson). Strákurinn var hjá þeim sumar- langt og áhugi þessara hjóna á Is- landi og íslenskum hestum hefur síðan stöðugt vaxið. Nokkru síðar flytja þau úr borginni og út í sveit og koma sér þar upp aðstöðu fyrir hross. Þessa dagana eru þau að ljúka byggingu á stórri reiðhöll og skeiðvöllur og annað tilheyrandi verður tilbúð í vor. Þá hafa þau unnið mikið að því að kynna ís- lenska hestinn í kringum sig og hafa komið aftur og aftur til Is- lands. Síðast núna í byrjun októb- er reið konan með mér fram á Víðidalstunguheiði og við smöl- uðum þar hrossum með Víðdæ- lingum og rákum til byggða. Þau koma gjaman með einhverja með sér til að kynna þeim Island og ís- lenska hestinn og eru gott dæmi um fólk, sem er mjög mikilvægt við að efla kynningu á islenska hestinum og áhuga á landi og þjóð í Bandaríkjunum. Þau eru þá aðgangur þinn að bandariska hrossamarkaðnum ? Þau vom upphafið og síðan hef ég kynnst ijölmörgum fleimm. Eg hef farið nokkmm sinnum þama vestur og er búinn að skynja þá veröld sem þama er, hvers konar hross hæfa þessum markaði og hvaða möguleikar em þama á markaðssetningu. Eg sé að þeir em töluverðir og að þama verðum við að vanda okkur vel. Það em margar sögur til um menn sem hafa gert þama alls konar mistök við söluna og þar á ég sjálfsagt líka hlut að máli, en Bandaríkja- menn em mjög á varðbergi gagn- vart því að þeir séu ekki plataðir í viðskiptum. Það er númer eitt, tvö og þrjú og síðan það að margir þeirra, sem em að kaupa íslenska hesta, þekkja ekki þetta hestakyn og þurfa því mikla tilsögn. Þar er við vandamál að glíma vegna þess að við emm ekki með gagnkvæm atvinnuréttindi við Bandaríkin. Það er erfitt að senda út fólk til að vera þama í beinni kennslu. Eg hef bent ráðamönnum hér á landi á það að mikilvægasta verkefnið til að efla útflutning á íslenskum hestum til Bandaríkjanna sé að fá atvinnuréttindi fyrir leiðbeinendur um tamningu og meðferð hesta. Þessi útflutningur hefur ekki verið mikill hingað til eða þetta um 200 hestar á ári en aftur em þama miklir möguleikar. Er ekki nauðsynlegt að einbeita sér að ákveðnum svœöum i Bandaríkjunum ? Fyrst of fremst þarf að ná góðu sambandi við sterka einstaklinga og hópa áhugamanna, sem geta smitað út frá sér. Þessum aðilum þarf að hjálpa á ýmsan hátt. En í Bandaríkunum eru gífúrlegar víð- áttur. Eg get nefnt sem dæmi að eitt sinn heimsótti ég þrjá stjómar- menn í sameiginlegu hestamanna- félagi fyrir Minnisota og Wis- consin og félagið nær reyndar yfír til Chicago. Það var sex tíma akst- ur milli tveggja þeirra en aðeins sfyttra til þess þriðja. Þetta em því óhemju miklar vegalengdir. Það er mikilvægt að koma upp sterk- um miðstöðvum, þær era lykilat- riði til þess að auka áhugann. Ég hef komið þama á nokkrar hestasýningar þar sem koma u.þ.b. 40-60 þúsund manns um eina helgi til að skoða hross og það sem tengt er þeim. Þama eru fjölmörg hestakyn sýnd, þ.á m. hið íslenska. íslenski hesturinn er alltaf að verða vinsælli og vinsælli á þessum sýningum og að fá auk- ið rúm og athygli. Svona sýning- ar er hægt að komast á helgi eftir helgi með því að ferðast milli ríkja. Áhuginn á hestum er þama mikill. Hvaða eiginleikar eru það við islenska hestinn sem höfða til Bandaríkjamanna? Þar ber töltið hæst, það er ekki mikið þekkt þarna og auðvitað er skeiðið ekki heldur þekkt, þeir þekkja hins vegar vel brokk, stökk og fet. Mjög fáir þama em færir um að ríða skeið. Töltið er hins vegar auðveldara að kenna mönn- um að ríða ef þeir fá góða töltarar. Menn verða að passa sig að selja ekki mjög klárgenga hesta Freyr 10/2003 - 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.