Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 11

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 11
Björg, lengst t.v., og Elin Ósk, lengst t.h., I góðra vina hópi i Bandarikjunum. koma íslensku lambakjöti á mark- að erlendis. Ég tel eðlilegt á sama hátt að veija fé til að kynna ís- lenska hestinn. Þetta var í raun viðurkennt þegar komið var á fót starfi Umboðsmanns íslenska hestsins sem er hið ágætasta fram- tak. Málið er hins vegar það að við erum með “vöru”, ef svo má að orði komast, íslenska hestinn, sem byggir á langri og sérstakri hefð hér á landi og lögð hefur ver- ið löng og mikil rækt við en það vantar meiri markað. Hann er til handan við hafíð en við þurfum sterk samtök, peninga og vinnu til þess að efla hann. Þess er líka að geta að allar þær séríslensku vörur og þjónusta, sem við erum að koma á framfæri erlendis, styðja hver aðra í mark- aðssetningu, hvort sem það er ferðaþjónustan, lambakjötið, fisk- urinn, ekki síst bleikjan, íslenski hesturinn eða handverkið, t.d. ull- arvörur. Ég hef sjálfur reynslu af því þegar ég hef verið að kynna íslenska hestinn erlendis að það getur verið gott að grilla lamba- kjöt og silung og bjóða upp á ís- lenska osta. Allt þetta vekur at- hygli og styður hvað annað. I þessu sambandi vil ég geta þess að Björg kona min eldar mjög góðan mat og það skiptir oft miklu máli með árangur í sölu að geta boðið kaupendunum í mat og góðan viðurgjöming. Framtíð sveitanna Hvernig sérðu fyrir þér framtið búskapar á heimaslóðum þínum? Ég hef verið að vinna fyrir bændur bæði í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu og þekki þeirra aðstæður mjög vel. Ég sé alveg fyrir mér að sú þróun haldi áffam að kúabúunum fækki, jafhframt því sem þau stækka. Sem dæmi má nefna, að í vetur verða aðeins þrir bændur í Sveinsstaðahreppi, sem mjólka kýr, og einn í Vatns- dal. Fyrir 20 árum voru þeir eitt- hvað á annan tug í hvorri sveit. Þegar ég var að alast upp í Sveinstaðahreppi þá var það und- antekning að nokkur ynni utan heimilis. Núna em það fáir bæir í hreppnum, ef nokkur, þar sem fólk hefúr ekki meiri eða minni tekjur utan heimilis. Þetta er þró- un sem heldur áfram. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að þetta fólk hafi atvinnumöguleika í ná- grenni sínu. Ferðaþjónusta er einn af þessum möguleikum, ræktun og tamning hesta er annar, vinna i þéttbýlinu er einn enn. Við þurfum að finna nýjar greinar til að styrkja búsetuna og best er ef fleiri geta haft vinnu heima á bæjunum, það er mestur styrkur af því fyrir sveitimar. Ef við gætum t.d. aukið hrossa- útflutning til Bandaríkjanna úr 200 á ári í 400 - 600 hesta þá skapar það mörg störf í dreifðum byggðum landsins. Þessi hross þurfa að fá mikla tamningu hjá góðum tamningamönnum. Það fer lika vel saman að vera með hross, sauðfé og ferðaþjónustu. Sauðfjárrækt í Húnavatnssýsl- um er mjög mikilvæg eins og ann- ars staðar í dreifbýli, veiðin, eink- um laxveiðin, er einnig mjög mik- ilvæg, en það er fjölbreytnin sem skiptir mestu máli. Þú átt flugvél og flýgur? Já, ég ákvað það þegar ég varð fertugur að gefa mér það í afmæl- isgjöf að læra að fljúga. Við vor- um nokkrir fleiri hér sem lærðum þetta þá og keyptum okkur flugvél og ég hef verið meðeigandi í flug- vél síðan. Hvernig notið þið hana? Fyrst og fremst til að leika okk- ur á henni. Annars hef ég líka far- ið í göngur á flugvél í mörg ár. Þá fer ég með tvo til þrjá menn með mér og við leitum úr lofti. Við er- um með síma og hringjum í þá sem eru á jörðu niðri og vísum þeim á féð. Ég hef svo farið hitt og þetta á vélinni, t.d. á Egilsstaði, og Höfn í Homafírði og eitt sinn þurfti ég að fara á fúnd á ísafírði og þá var gott að geta gripið til vélarinnar. Vélin, sem ég á nú, er geymd í skýli á Blönduósi og við eigum hana þrír saman. M.E Freyr 10/2003 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.