Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 32

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 32
Hestamiðstöð Islands, ársyfirlit 2003 r rið 2003 var viðburðar- ríkt í starfsemi Hesta- miðstöðvar íslands að venju og verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu viðfangsefn- um. Með samningi milli Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Hestamiðstöðvar Islands, dags.9. júní 2001, var Sögusetur íslenska hestsins sett á stofn. Hólaskóli hefur lagt til starfsaðstöðu en Hestamiðstöð Islands hefur frá upphafí Qármagnað starfið að öðru leyti. Sögusetur íslenska hestsins hefur að markmiði að vera alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um sögu íslenska hestsins, s.s. uppruna, þróun, eig- inleika, notkun og samfélagsleg áhrif hans, frá landnámi til nú- tíma. Stjóm Hml ákvað á þessu ári að leggja til viðbótar reksturs Söguseturs kr. 4,8 milljónir til ársloka 2004. Hinn 13. mars 2003 var undir- ritaður samstarfssamningur milli “Sjónar og Sögu” og Söguseturs íslenska hestsins um samstarf og notkunarrétt á efhi. Sjón og Saga er með í undirbúningi útgáfú við- hafnarbókar um menningarsögu og ímynd íslenska hestinn og er áætlað að bókin komi fyrir al- menningssjónir haustið 2004. Hestamiðstöð Islands styrkir út- gáfu þessa verks um kr. 2,5 millj- ónir. Mótakerfi hestamanna varð fullburða á árinu 2003. Hestamið- stöð Islands fjármagnaði verkið, sem var unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafé- laga, en Bændasamtök íslands sáu um forritun kerfisins. Veruleg vinna var lögð fram af hendi Hestamiðstöðvar við undirbúning og prófanir verksins. MótaFeng- ur/Kappi var notaður á nokkrum hestamótum í Skagafirði og víðar sl. sumar og reyndist vel. Vænt- anlega verður kerfið notað á LM 2004. Hestamiðstöð Islands keypti sýningarréttin að “Til fundar við íslenska hestinn” af Hestasporti ehf. og hafði forgöngu um stofh- un einkahlutafélagsins Islenskar hestasýningar, sem á og rekur sýningar fyrir ferðamenn í sam- starfi við bændur á Varmalæk í Skagafirði og Flugu hf. á Sauðár- kóki. GestaQöldi var um 2.400 manns og var gerður góður rómur að sýningunum. Nám í hestamennsku hófst við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra haustið 2002 og var haldið áfram á vorönn 2003 og luku átta nemendur fjórum stigum. Á haustönn 2003 hófu 5 nemendur nám í hestamennsku og gert er ráð fyrir að boðið verði upp á nám á fímmta og síðasta stiginu á vor- önn 2004. Hér er um að ræða til- raunaverkefni sem Hestamiðstöð- in sfyrkir á margvíslegan hátt, en vonast er til að í framtíðinni verði hægt að bjóða upp á stigskipt nám í hestamennsku við sem flesta grunn- og framhaldsskóla lands- ins svo og á viðurkenndum nám- skeiðum. Hestamiðstöðin og Iþróttasam- band fatlaðra stóðu sameiginlega fyrir námskeiði í reiðmennsku og reiðþjálfun fatlaðra. Námskeið þetta var haldið um mánaðamótin eftir Ingimar Ingimarsson, framkvæmda- stjóra október/nóvember 2003 í Reið- höllinni Svaðastöðum á Sauðár- króki. Fengnir voru tveir kennarar frá Bretlandi til að leiðbeina og var námskeiðið vel sótt, um 30 manns, og þótti takast vel. I haust voru tvö ár síðan þessir sömu að- ilar stóðu fyrir námskeiði af sama toga, en þá var settur á laggimar starfshópur sem, í millitíðinni, vann að málefninu og gerði grein fyrir störfum sínum á fundi í lok námskeiðs. Annar starfshópur var svo settur saman til að vinna mál- inu framgang. Hestamiðstöðin kostaði ferðir og uppihald leið- beinenda. Hestamiðstöðin, Hólaskóli og Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir rannsóknarverkefni sem heitir “Gæði í hestatengdri ferða- þjónustu” og er markmið þess að þróa gæðavitund og gæðavið- mið í þessari grein. Framkvæmd verkefnisins hefur að stærstum hluta verið í höndum Ferðamála- brautar Hólaskóla, en gert er ráð fyrir að því ljúki á árinu 2004. Tvö námskeið voru haldinn á ár- inu fyrir þátttakendur, annað hét Öryggi í hestatengdri ferðaþjón- ustu og hitt Markaðssetning þjónustu. Gæðaátak á hrossaræktarbúum er samstarfsverkefni Hólaskóla og Hestamiðstöðvar sem hófst síðla 132 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.