Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 34

Freyr - 01.12.2003, Blaðsíða 34
Mælingar á eistum íslenskra stóðhesta Inngangur Frjósemi hrossastofnsins ræðst bæði af frjósemi hryssna og stóð- hesta þó að áhrif stóðheststanna verði ævinlega meiri þar sem þeir eignast mikið fleiri afkvæmi en hryssumar. Samkvæmt erlendum heimildum em stóðhestar taldir vera frjósamir ef fanghlutfallið er minnst 75%-80% eftir heilt sumar í hólfi með 40 hryssum (1). Fang- hlutfallið eftir eitt gangmál þarf að vera meira en 50% (3, 2). Með sæðingum er talið gott að náist að fylja 120 hryssur (1). Frjósemi íslenska hrossastofns- ins á ársgmndvelli er venjulega metin sem hlutfall þeirra hryssna sem kasta lifandi folaldi af þeim heildarQölda sem leiddur er undir stóðhest. Samkvæmt skýrsluhaldi Bændasamtaka Islands var þetta hlutfall 85,4% árið 2000 (4). Ekki er vitað hversu oft hryssumar gengu áður en þær festu fang. Is- lenskar rannsóknir benda til að eftir að stóðhestur hefur verið í mánaðartíma (1-2 gangmál) með um 20 hryssum sé fanghlutfallið 65 - 70% (5). Þættir sem hafa áhrif Á FRJÓSEMINA Við íslenskar aðstæður hefur komið fram að fanghlutfallið er marktækt hærra þegar hestamir ganga lausir í hólfí með hryssun- um en þegar hryssur em leiddar undir hesta á húsi (5). Sýnt hefur verið fram á að fanghlutfallið lækkar ef fjöldi hryssna í hólfi hjá hesti fer yfir 30 (6)og einnig er vit- að að sumir hestar sinna geldum hryssum betur en mjólkandi (5). Tíðni fósturláta í íslenskum hryssum er lægri en í erlendum hestakynjum (6,3% á móti 5-20% erlendis) (42) og er líklegt að ís- lenski hrossastofninn njóti góðs af því að tveir smitsjúkdómar sem valda fósturláti, smitandi fósturlát í hrossum (EFIV-1) og smitandi legbólga í hrossum, hafa aldrei borist til landsins (7). Mat á arfgengi frjósemi í hross- um liggur ekki fyrir en er fremur lágt í öðrum dýrategundum, t.d. aðeins um 0,10 í svínum. Frjó- semi er dæmigerður þröskuldseig- inleiki sem ræðst af mörgum und- irliggjandi erfðaþáttum með sam- liggjandi áhrif (8). Eistu stóðhesta Mikill fylgni hefur reynst vera milli sæðisfrumuframleiðslu og þyngd eistnanna sem aftur er ná- tengd ummáli þeirra (1, 9). Mæl- ing á eistnastærð gefur því góða vísbendingu um daglega sæðis- frumuframleiðslu (3, 12). Sáð- frumumyndunin fer fram í sáðpíp- um sem mynda stærsta hluta eist- ans. Sæðisgæðin tengjast stærð eistnanna, lögun þeirra og þétt- leika sæðismyndandi vefjar en myndunarferli sáðfruma er u.þ.b. 57 dagar (10, 11, 13). Erlendar rannsóknir benda til að eistun stækki með aldrinum. Hjá stóðhestum af léttum hrossakynj- um reyndist marktækur munur á stærð eistnanna milli aldurshóp- anna 2-3 vetra, 4-6 vetra og 7-18 vetra, þar sem meðal þvermál pungsins var 9,6 sm, 10 sm og 10,9 sm (11). Oftast rýma eistun eitthvað við háan aldur. Hjá sum- eftir Elísabeth Jansen, búfræði- kandidat °g Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossa- sjúkdóma um hestum gerist það óeðlilega snemma og óeðlilega mikið og er það kölluð eistnarýmun (14). Einnig hefur verið sýnt fram á að stærð eistnamia er breytileg eftir árstima. Ekki hefur mælst mikill munur milli hrossakynja á eistna- stærð þegar þau em mæld hjá full- þroskuðum stóðhestum (13). Meðal þvermál pungs er 10 -12 sm hjá flestum stómm hestakynj- um (3, 11). Hjá Hjaltlandseyja- smáhestum em eistun þó minni en þetta (15). Mælingar (breidd, lengd og þungi) á eistum í íslenskum ung- folum (47 ungfolar) leiddu í ljós að rúmlega þriðjungur þeirra hafði náð kynþroska við 12-14 mánaða aldurinn. Einnig komu fram vísbendingar um feðraáhrif á aldur við kynþroska (16, 17). Snúningar Eistun geta snúist lóðrétt eða lá- rétt í pungnum og er þá vanalegra að aðeins annað eistað sé snúið (12). Hugsanlega geta snúningar 134 - Freyr 10/2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.